Þorsteinn: Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 22:04 Þorsteinn Halldórsson var skiljanlega svekktur í leikslok. Enn taplaus sem þjálfari á EM en á leið heim. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið byrjaði leikinn skelfilega á móti Frakklandi með að fá á sig mark á upphafsmínútu en vann sig út úr því og tókst að ná jafntefli á móti þessu sterka liði Frakka. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og hvernig stelpurnar unnu sig út úr þessari martraðarbyrjun. „Mér fannst við ekkert brotna við þetta og við bara héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að ræða þetta aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu. Við þyrftum að hugsa um það að fara ekki að opna okkur eða fara í það leikplan að fara að keyra á þetta strax,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við þurftum að vera öguð, skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það bara. Heilt yfir allan leikinn, frábær frammistaða og ég er bara stoltur af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Belgía vann Ítalíu og þið töluðu eins og Belgía gæti ekki neitt. Þetta voru bara hörkuleikir og þetta var stöngin út, stöngin inn. Það er stutt á milli í þessu. Við erum að spila á stórmóti og þú þarft heppni til að hlutirnir falli með þér,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist yfir í fyrri hálfleik á móti Belgum og komist þá jafnvel í 2-0 í seinni hálfleik. Við hefðum getað komist í 2-0 á móti Ítalíu í staðinn fáum við mark á okkur. Það er stutt á milli og þetta eru jöfn lið. Ég er bara stoltur af liðinu og stoltur af mörgu sem við gerðum,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað er maður svekktur og vonsvikinn með að komast ekki áfram. Við bara höldum áfram og eigum leik eftir sex vikur. Við þurfum bara að dvelja ekki of lengi við þetta. Við getum borið höfuðið hátt að mínum dómi og vonandi tökum við næsta skref sem við viljum taka,“ sagði Þorsteinn. Sara Björk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik en af hverju tók hann hana útaf eftir klukkutíma leik? „Mér fannst hún vera orðin þreytt. Maður gerir stundum tómar vitleysur og það er bara ákvörðun sem ég tók. Ég þarf bara að standa og falla með henni. Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það er bara hlutur sem maður lærir af,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér mjög vel,“ sagði Þorsteinn. Ísland er fyrsta þjóðin sem dettur út úr riðlakeppni EM án þess að tapa leik. „Þú ert að nudda salt í sárin. Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna. Við fáum á okkur þrjú mörk í þremur leikjum, skorum í hverjum einasta leik og erum að spila á móti góðum þjóðum. Við erum að tala um eftir mótið, ef og hefði og allt það. Við hefðum getað unnið leik og áttum möguleika á því,“ sagði Þorsteinn. En hvernig verður framhaldið?„Ég þarf einhvern veginn að reyna að kúpla mig út úr þessu. Ég fer í smá frí og svo tekur bara við undirbúningur fyrir septembergluggann. Markmiðið er að gera frábæra hluti þar. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu móti og flutt það yfir í næsta glugga. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og hvernig stelpurnar unnu sig út úr þessari martraðarbyrjun. „Mér fannst við ekkert brotna við þetta og við bara héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að ræða þetta aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu. Við þyrftum að hugsa um það að fara ekki að opna okkur eða fara í það leikplan að fara að keyra á þetta strax,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við þurftum að vera öguð, skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það bara. Heilt yfir allan leikinn, frábær frammistaða og ég er bara stoltur af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Belgía vann Ítalíu og þið töluðu eins og Belgía gæti ekki neitt. Þetta voru bara hörkuleikir og þetta var stöngin út, stöngin inn. Það er stutt á milli í þessu. Við erum að spila á stórmóti og þú þarft heppni til að hlutirnir falli með þér,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist yfir í fyrri hálfleik á móti Belgum og komist þá jafnvel í 2-0 í seinni hálfleik. Við hefðum getað komist í 2-0 á móti Ítalíu í staðinn fáum við mark á okkur. Það er stutt á milli og þetta eru jöfn lið. Ég er bara stoltur af liðinu og stoltur af mörgu sem við gerðum,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað er maður svekktur og vonsvikinn með að komast ekki áfram. Við bara höldum áfram og eigum leik eftir sex vikur. Við þurfum bara að dvelja ekki of lengi við þetta. Við getum borið höfuðið hátt að mínum dómi og vonandi tökum við næsta skref sem við viljum taka,“ sagði Þorsteinn. Sara Björk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik en af hverju tók hann hana útaf eftir klukkutíma leik? „Mér fannst hún vera orðin þreytt. Maður gerir stundum tómar vitleysur og það er bara ákvörðun sem ég tók. Ég þarf bara að standa og falla með henni. Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það er bara hlutur sem maður lærir af,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér mjög vel,“ sagði Þorsteinn. Ísland er fyrsta þjóðin sem dettur út úr riðlakeppni EM án þess að tapa leik. „Þú ert að nudda salt í sárin. Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna. Við fáum á okkur þrjú mörk í þremur leikjum, skorum í hverjum einasta leik og erum að spila á móti góðum þjóðum. Við erum að tala um eftir mótið, ef og hefði og allt það. Við hefðum getað unnið leik og áttum möguleika á því,“ sagði Þorsteinn. En hvernig verður framhaldið?„Ég þarf einhvern veginn að reyna að kúpla mig út úr þessu. Ég fer í smá frí og svo tekur bara við undirbúningur fyrir septembergluggann. Markmiðið er að gera frábæra hluti þar. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu móti og flutt það yfir í næsta glugga. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti