Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2022 22:35 Ingibjörg Sigurðardóttir í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM. „Við erum bara gríðarlega svekktar að vera að fara heim af þessu móti en að sama skapi getum við verið stoltar. Við tókum miklum framförum á þessu móti sé tekið mið af síðasta móti“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningarnar væru eftir leik. Hún var þá spurð að því hvernig var að koma inn í byrjunarliðið til að taka þátt í varnarleiknum sem hefur þurft að standa vel í mótinu. Hún var einnig spurð að því hvort það hafi komið á óvart að þjálfarinn hafi gert breytingar í varnarlínunni. „Ég var bara mjög ánægð með að hann treysti mér í þetta verkefni og ég reyndi að gefa allt sem ég gat gert í þennan leik og reyndi að koma með eitthvað sem hefur vantað í leikinn. Ég gerði mitt besta en það er erfitt að keppa á móti Guðrúnu og Glódísi sem hafa staðið sig frábærlega. Það kom mér á óvart að það hafi verið breytingar þegar þær hafa staðið sig svona vel. Ég er bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég var bara óvenju róleg fannst mér. Það er erfitt að sitja á bekknum og það er erfitt að fylgjast með stuðningsönnunum og sjá stemmninguna og sjá liðið standa sig vel“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í spennustigið í byrjun leiks og hvað hafi farið í gegnum hausinn þegar þær lentu undir eftir 45 sekúndur. „Úff. Það var margt sem fór í gegnum hausinn. Að fá á sig mark svona snemma þá þýðir það að það er nóg eftir og mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka. Ég er mjög stolt af liðinu.“ Að lokum var Ingibjörg spurð út í það hvað hún tæki út úr mótinu og út í spennuna fyrir heimsmeistaramótinu sem Ísland á mikla möguleika á að komast á. „Mikill lærdómur. Ég hef tekið við nýju hlutverki á þessu móti sem hefur verið gríðarlega erfitt en ég hef lært fáránlega mikið af því. Við erum svo bara stoltar fyrir HM. Ég gæti spilað þann leik á morgun.“ Klippa: Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
„Við erum bara gríðarlega svekktar að vera að fara heim af þessu móti en að sama skapi getum við verið stoltar. Við tókum miklum framförum á þessu móti sé tekið mið af síðasta móti“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningarnar væru eftir leik. Hún var þá spurð að því hvernig var að koma inn í byrjunarliðið til að taka þátt í varnarleiknum sem hefur þurft að standa vel í mótinu. Hún var einnig spurð að því hvort það hafi komið á óvart að þjálfarinn hafi gert breytingar í varnarlínunni. „Ég var bara mjög ánægð með að hann treysti mér í þetta verkefni og ég reyndi að gefa allt sem ég gat gert í þennan leik og reyndi að koma með eitthvað sem hefur vantað í leikinn. Ég gerði mitt besta en það er erfitt að keppa á móti Guðrúnu og Glódísi sem hafa staðið sig frábærlega. Það kom mér á óvart að það hafi verið breytingar þegar þær hafa staðið sig svona vel. Ég er bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég var bara óvenju róleg fannst mér. Það er erfitt að sitja á bekknum og það er erfitt að fylgjast með stuðningsönnunum og sjá stemmninguna og sjá liðið standa sig vel“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í spennustigið í byrjun leiks og hvað hafi farið í gegnum hausinn þegar þær lentu undir eftir 45 sekúndur. „Úff. Það var margt sem fór í gegnum hausinn. Að fá á sig mark svona snemma þá þýðir það að það er nóg eftir og mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka. Ég er mjög stolt af liðinu.“ Að lokum var Ingibjörg spurð út í það hvað hún tæki út úr mótinu og út í spennuna fyrir heimsmeistaramótinu sem Ísland á mikla möguleika á að komast á. „Mikill lærdómur. Ég hef tekið við nýju hlutverki á þessu móti sem hefur verið gríðarlega erfitt en ég hef lært fáránlega mikið af því. Við erum svo bara stoltar fyrir HM. Ég gæti spilað þann leik á morgun.“ Klippa: Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50
Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15