Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Árni Jóhansson skrifar 18. júlí 2022 23:00 Karólína stóð í ströngu á mörgum vígstöðum á móti Frökkum Vísir/Vilhelm Gunnarsson Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. „Auðvitað er það mjög súrt að við höfum ekki farið áfram. Mér fannst það skilið. Við vorum inn í öllum leikjunum, skorum þrjú góð mörk og fáum ekki nema þrjú á okkur á móti þessum stóru þjóðum“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í hvernig hún liti á stöðuna eftir leik. Hún var því næst spurð hvort það þyrfti ekki bara að jafna sig á þessu svo það væri hægt að fara að vera stolt af frammistöðunni og þeirri staðreynd að liðið hafi farið í gegnum mótið taplaust.. „Algjörlega. Fremst í huganum er bara þakklæti fyrir alla þessa geggjuðu stuðningsmenn sem mættu hérna í þessum brjálaða hita. Það var eiginlega ótrúlegt.“ Aðstæður voru erfiðar vegna hitans og Karólína var spurð að því hvort það hafi ekki verið að fara að taka á að spila leikinn. „Jú en við reyndum bara að vera jákvæðar og gefa hvor annarri jákvæða orku allan leikinn. Það er ekkert smá gaman að vera í svona bardaga.“ Það var náttúrlega mikið áfall að fá á sig mark á fyrstu mínútunni en svo voru tvö mörk tekin af Frökkum eftir myndbandsdómgæslu. Karólína var spurð út í tilfinningarnar sem fóru í gegnum huga hennar þegar allt þetta fór fram. „Ég var bara alveg í sjokki. Ég get alveg viðurkennt það. Ég sá ekki allt sem fór fram en ég trúði því alltaf að við gætum allavega jafnað leikinn. Það gekk eftir en það var bara ekki nóg eftir.“ Karólína var að spila á sínu fyrsta stórmóti og var spurð að því hvað hún tæki með sér inn í framtíðina og hvernig var að spila fyrir þjálfarann. „Ég tek bara reynsluna. Ég fékk mikið traust á þessu móti. Eins og ég segi þá er framtíðin björt hjá okkur. Það er æðislegt að spila fyrir hann og ég mun alltaf reyna að gera allt sem ég get fyrir hann.“ Að lokum var Karólína spurð út í það hvort hún hafi orðið vör við umræðuna um landsliðið og frammistöðu hennar á samfélagsmiðlunum. „Já og nei. Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta.“ Klippa: Karólína Lea eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Auðvitað er það mjög súrt að við höfum ekki farið áfram. Mér fannst það skilið. Við vorum inn í öllum leikjunum, skorum þrjú góð mörk og fáum ekki nema þrjú á okkur á móti þessum stóru þjóðum“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í hvernig hún liti á stöðuna eftir leik. Hún var því næst spurð hvort það þyrfti ekki bara að jafna sig á þessu svo það væri hægt að fara að vera stolt af frammistöðunni og þeirri staðreynd að liðið hafi farið í gegnum mótið taplaust.. „Algjörlega. Fremst í huganum er bara þakklæti fyrir alla þessa geggjuðu stuðningsmenn sem mættu hérna í þessum brjálaða hita. Það var eiginlega ótrúlegt.“ Aðstæður voru erfiðar vegna hitans og Karólína var spurð að því hvort það hafi ekki verið að fara að taka á að spila leikinn. „Jú en við reyndum bara að vera jákvæðar og gefa hvor annarri jákvæða orku allan leikinn. Það er ekkert smá gaman að vera í svona bardaga.“ Það var náttúrlega mikið áfall að fá á sig mark á fyrstu mínútunni en svo voru tvö mörk tekin af Frökkum eftir myndbandsdómgæslu. Karólína var spurð út í tilfinningarnar sem fóru í gegnum huga hennar þegar allt þetta fór fram. „Ég var bara alveg í sjokki. Ég get alveg viðurkennt það. Ég sá ekki allt sem fór fram en ég trúði því alltaf að við gætum allavega jafnað leikinn. Það gekk eftir en það var bara ekki nóg eftir.“ Karólína var að spila á sínu fyrsta stórmóti og var spurð að því hvað hún tæki með sér inn í framtíðina og hvernig var að spila fyrir þjálfarann. „Ég tek bara reynsluna. Ég fékk mikið traust á þessu móti. Eins og ég segi þá er framtíðin björt hjá okkur. Það er æðislegt að spila fyrir hann og ég mun alltaf reyna að gera allt sem ég get fyrir hann.“ Að lokum var Karólína spurð út í það hvort hún hafi orðið vör við umræðuna um landsliðið og frammistöðu hennar á samfélagsmiðlunum. „Já og nei. Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta.“ Klippa: Karólína Lea eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50