„Heitasti tími dagsins enn eftir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. júlí 2022 12:13 Breskur maður kælir sig niður á Trafalgar torgi í Lundúnum í morgun. AP/Aaron Chown Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. Hitamet voru slegin víðs vegar um Evrópu í gær en hitinn fór til að mynda upp í 43 gráður í norðurhluta Spánar og í vesturhluta Frakklands náði hitinn 42 gráðum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fjöldi skógarelda geisa sömuleiðis víða í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda og hundruð manna hafa látist. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir spár þó gera ráð fyrir að næstu daga muni draga úr ofsahitanum þar. „Þessi loftmassi er á leiðinni norður eftir og það kólnar á morgun, þá gengur svalara loft inn í þennan loftmassa þegar hann heldur áfram Skandinavíu og það er svalara loft á eftir honum líka sem kemur þá inn yfir Suður-Evrópu,“ segir Elín. Norðar í álfunni er þó áfram mikill hiti en í Bretlandi er rauð hitaviðvörun í gildi. Bráðabirgðartölur benda til að fyrra hitamet sem sett var árið 2019 hafi verið slegið í morgun, þegar hitinn náði 39,1 gráðu í Surrey. Viðbúið er að það met verði aftur slegið í dag en einhverjir spá allt að 42 stiga hita. „Almennt séð þá er nú heitasti tími dagsins enn þá eftir þannig að ég hugsa svona að þessar spár veðurstofunnar í Bretlandi rætist, að það mælist 40 stiga hiti einhvers staðar þarna á Suður Englandi eins og spárnar hafa verið að gera ráð fyrir undanfarna daga,“ segir Elín. Nú um klukkan tólf mældist hitastigið 40,2 gráður í Heathrow og er það í annað sinn sem hitametið er slegið í Bretlandi í dag. For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UKLondon Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware #heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Samkvæmt bráðabirgðartölum var nóttin sömuleiðis sú heitasta í sögunni, þar sem hitinn fór aðeins niður í 25,9 gráður, tveimur gráðum meira en fyrra met. Í nágrenni Lundúna hefur breska veðurstofan sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna þrumuveðurs. Hitinn hefur haft gríðarleg áhrif á samgöngur, til að mynda var nánast öllum lestaferðum um Kings Cross stöðina aflýst. Samgönguráðherra Bretlands sagði lestarbrautir ekki þola svona mikinn hita, enda ekki byggðar fyrir slíkt. Sama má segja um vegi og flugbrautir en á Luton flugvelli og flugstöð breska flughersins voru dæmi um að malbikið á flugbrautum hafi bráðnað vegna hitans. Á meginlandi Evrópu hafa viðvaranir verið gefnar út vegna mikils hita í austurhluta Frakklands, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Hitabylgjan í Evrópu nær ekki til Íslands að þessu sinni en þó er búist við hlýju lofti úr norðvestri í næstu viku. Elín segir að almennt megi búast við því að hitamet haldi áfram að falla hratt í heiminum. „Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að öfgaveður sem kannski gerðist á hundrað ára fresti gerist núna á svona tíu til tuttugu ára fresti og það eykst eftir því sem hlýnar meira og meira. Þannig við megum alveg búast við því að þessi met falli bara á næstu árum, sem voru sett í gær og í dag,“ segir hún. António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á loftslagsráðstefnu í Berlín í gær að staðan væri sífellt að versna og að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Guterres. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hitamet voru slegin víðs vegar um Evrópu í gær en hitinn fór til að mynda upp í 43 gráður í norðurhluta Spánar og í vesturhluta Frakklands náði hitinn 42 gráðum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fjöldi skógarelda geisa sömuleiðis víða í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda og hundruð manna hafa látist. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir spár þó gera ráð fyrir að næstu daga muni draga úr ofsahitanum þar. „Þessi loftmassi er á leiðinni norður eftir og það kólnar á morgun, þá gengur svalara loft inn í þennan loftmassa þegar hann heldur áfram Skandinavíu og það er svalara loft á eftir honum líka sem kemur þá inn yfir Suður-Evrópu,“ segir Elín. Norðar í álfunni er þó áfram mikill hiti en í Bretlandi er rauð hitaviðvörun í gildi. Bráðabirgðartölur benda til að fyrra hitamet sem sett var árið 2019 hafi verið slegið í morgun, þegar hitinn náði 39,1 gráðu í Surrey. Viðbúið er að það met verði aftur slegið í dag en einhverjir spá allt að 42 stiga hita. „Almennt séð þá er nú heitasti tími dagsins enn þá eftir þannig að ég hugsa svona að þessar spár veðurstofunnar í Bretlandi rætist, að það mælist 40 stiga hiti einhvers staðar þarna á Suður Englandi eins og spárnar hafa verið að gera ráð fyrir undanfarna daga,“ segir Elín. Nú um klukkan tólf mældist hitastigið 40,2 gráður í Heathrow og er það í annað sinn sem hitametið er slegið í Bretlandi í dag. For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UKLondon Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware #heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Samkvæmt bráðabirgðartölum var nóttin sömuleiðis sú heitasta í sögunni, þar sem hitinn fór aðeins niður í 25,9 gráður, tveimur gráðum meira en fyrra met. Í nágrenni Lundúna hefur breska veðurstofan sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna þrumuveðurs. Hitinn hefur haft gríðarleg áhrif á samgöngur, til að mynda var nánast öllum lestaferðum um Kings Cross stöðina aflýst. Samgönguráðherra Bretlands sagði lestarbrautir ekki þola svona mikinn hita, enda ekki byggðar fyrir slíkt. Sama má segja um vegi og flugbrautir en á Luton flugvelli og flugstöð breska flughersins voru dæmi um að malbikið á flugbrautum hafi bráðnað vegna hitans. Á meginlandi Evrópu hafa viðvaranir verið gefnar út vegna mikils hita í austurhluta Frakklands, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Hitabylgjan í Evrópu nær ekki til Íslands að þessu sinni en þó er búist við hlýju lofti úr norðvestri í næstu viku. Elín segir að almennt megi búast við því að hitamet haldi áfram að falla hratt í heiminum. „Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að öfgaveður sem kannski gerðist á hundrað ára fresti gerist núna á svona tíu til tuttugu ára fresti og það eykst eftir því sem hlýnar meira og meira. Þannig við megum alveg búast við því að þessi met falli bara á næstu árum, sem voru sett í gær og í dag,“ segir hún. António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á loftslagsráðstefnu í Berlín í gær að staðan væri sífellt að versna og að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Guterres.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira