Skaut Marokkó í úrslit Afríkumótsins í fyrsta skipti án þess að vita það Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 16:45 Rosella Ayane reyndist hetja Marokkó í undanúrslitum Afríkumótsins í gær. Twitter/@CAF_Online Marokkó er á leið í úrslitaleik Afríkumóts kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögunni eftir sigur gegn Nígeríu í vítaspyrnukeppni í gær. Hetja liðsins virtist þó ekki átta sig á því að hún hafði tryggt liðinu sigur. Rosella Ayane er nafn sem líklega fæstir Íslendingar kannast við. Hún reyndist þó hetja Marokkó þegar liðið mætti Nígeríu í undanúrslitum Afríkómóts kvenna í knattspyrnu í gær. Leikur Marokkó og Nígeríu bauð upp á allt sem góður knattspyrnuleikur þarf að bera. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni, tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og leikið var fyrir framan metfjölda áhorfenda, en tæplega 46 þúsund áhorfendur voru mættir á völlinn. Nígeríska liðið tók forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik áður en Uchenna Kanu, framherji liðsins lét reka sig af velli með beint rautt spjald eftir um klukkutíma leik. Marokkósku stelpurnar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu metin fáeinum mínútum síðar. Þrátt fyrir að spila tveimur mönnum fleiri seinustu tuttugu mínútur leiksins eftir að Rasheedat Ajibade lét reka sig af velli í liði Nígeríu tókst Marokkó ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma. Ekki tókst það heldur í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Fór það svo að nígersíska liðið klikkaði á einni spyrnu, en það marokkóska skoraði úr öllum sínum fimm spyrnum. Áðurnefnd Rosella Ayane tók seinustu spyrnu Marokkó og tryggði liðinu sigur, og þar með sæti í úrslitum. Ayane virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hennar spyrna hafi ráðið úrslitum og tók það hana nokkrar langar sekúndur að átta sig á því hvað hefði gerst. Myndband af þessu skondna atviki má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. 🇲🇦 Last night, in front of a record crowd of over 45 500, Rosella Ayane sent @EnMaroc through to their first ever @CAFwomen final.😅 It did take her a second to realize she had won it...pic.twitter.com/7VLfV1OxYc— COPA90 (@Copa90) July 19, 2022 Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Rosella Ayane er nafn sem líklega fæstir Íslendingar kannast við. Hún reyndist þó hetja Marokkó þegar liðið mætti Nígeríu í undanúrslitum Afríkómóts kvenna í knattspyrnu í gær. Leikur Marokkó og Nígeríu bauð upp á allt sem góður knattspyrnuleikur þarf að bera. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni, tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og leikið var fyrir framan metfjölda áhorfenda, en tæplega 46 þúsund áhorfendur voru mættir á völlinn. Nígeríska liðið tók forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik áður en Uchenna Kanu, framherji liðsins lét reka sig af velli með beint rautt spjald eftir um klukkutíma leik. Marokkósku stelpurnar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu metin fáeinum mínútum síðar. Þrátt fyrir að spila tveimur mönnum fleiri seinustu tuttugu mínútur leiksins eftir að Rasheedat Ajibade lét reka sig af velli í liði Nígeríu tókst Marokkó ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma. Ekki tókst það heldur í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Fór það svo að nígersíska liðið klikkaði á einni spyrnu, en það marokkóska skoraði úr öllum sínum fimm spyrnum. Áðurnefnd Rosella Ayane tók seinustu spyrnu Marokkó og tryggði liðinu sigur, og þar með sæti í úrslitum. Ayane virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hennar spyrna hafi ráðið úrslitum og tók það hana nokkrar langar sekúndur að átta sig á því hvað hefði gerst. Myndband af þessu skondna atviki má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. 🇲🇦 Last night, in front of a record crowd of over 45 500, Rosella Ayane sent @EnMaroc through to their first ever @CAFwomen final.😅 It did take her a second to realize she had won it...pic.twitter.com/7VLfV1OxYc— COPA90 (@Copa90) July 19, 2022
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira