Leiðtogar þriggja valdstjórnarríkja stinga saman nefjum Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 19:20 Vladimir Putin kom í sína fyrstu heimsókn til ríkis utan gömlu Sovétríkjanna í dag frá því áður en hann réðst inn í Úkraínu hinn 24. febrúar. Honum er í mun að efla samstarf við ríki gegn Bandaríkjunum og Evrópu. AP/Konstantin Zavragin Leiðtogar Rússlands, Írans og Tyrklands, þriggja landa í hópi óvinsælustu ríkja heims, funduðu í Teheran í Íran í dag. Þeir ræddu meðal annars mögulegan útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir hans sækja hægt og örugglega fram gegn Rússum og hafa unnið til baka töluvert landsvæði frá þeim. Þríhliða fundir forseta Rússlands, Tyrklands og Írans í Teheran í dag er einhvers konar ráðstefna hinna vinalausu. Putin Rússlandsforseti og Erdogan forseti Tyrklands funduðu hvor í sínu lagi með forseta og æðsta klerki Írans en þeir áttu einnig tvíhliða fund sín í milli. Rússneska ríkisolíufélagið Gazprom undirritaði þróunarsamning upp á 5,4 milljarða íslenskra króna við íranska ríkisolíufélagið í dag. Putin er í mun að sýna að Rússar eigi vinveittar þjóðir eftir innrásina í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda. Þríeykið ræddi meðal annars málefni Sýrlands og Líbíu en Íranir og Tyrkir eru á öndverðum meiði við Rússa í þeim efnum. Það var eins og einræðisherrann Vladimir Putin væri að hitta afa sinn og frænda þegar hann heilsaði upp á Ayatollah Ali Khamenei æðsta klerk Írans og Ebrahim Raisi forseta Írans í Teheran í dag. Breið brosin segja þó ekki alla söguna því leiðtogarnir eru á öndverðum meiði um margt, eins og afstöðuna til stríðsins í Sýrlandi.AP/skrifstofa æðsta klerks Írans Stríðið í Úkraínu var einnig rætt og möguleikar á útflutningi á 22 milljónum tonna af korni þaðan. Rússar hafa komið í veg fyrir útflutninginn sem valdið getur hungursneyð í mörgum þróunarríkjum. Í dag börðust hins vegar bændur og slökkvilið í Mykolaiv héraði við elda á kornökrum eftir stórskotaliðs- og eldflaugaárásir Rússa. Úkraínumenn segja þá reyna að brenna kornakra skipulega og þá er sannað að Rússar hafa einnig stolið þúsundum tonna af úkraínsku korni. Erdogan Tyrklandsforseti hefur undanfarnar vikur reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að tryggja kornútflutning en samkomulag hefur enn ekki tekist. Þótt Tyrkland teljist enn vera lýðræðisríki hefur Recep Tayyip Erdogan forseti stjórnað landinu eins og einræðisherra undanfarin ár. Það fór vel á með honum og Ebrahim Raisi forseta íslamska ríkisins Íran í dag.AP/Vahid Salemi Talið er að um 50 þúsund Rússar hafi fallið eða særst í stríðinu og sögur ganga um lélegan baráttuanda og jafnvel liðhlaup í rússneska hernum. Úkraínuforseti segir hersveitir sínar sækja hægt og örugglega fram en fullkomnir eldflaugapallar frá Bandaríkjunum hafa skilað Úkraínumönnum miklum árangri undanfarið. Úkraínuforseti er sigurviss og segir hersveitir sínar sækja fram gegn Rússum skref fyrir skref á herteknu svæðunum.Getty/ Igor Golovniov „Her Úkraínu hefur tekist að að vinna til baka töluvert landsvæði af innrásarliðinu. Rússum reynist æ erfiðara að viðhalda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins, berum kennsl á svikara og upprætum þá,“ sagði Zelenskyy. Það væri bara tímaspursmál hvenær fáni Úkraínu blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Íran Tyrkland Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. 19. júlí 2022 12:07 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Úkraínska þjóðin syrgir hina fjögurra ára Lísu sem Rússar myrtu í gær Hin fjögurra ára gamla Lísa hefur verið nafngreind sem ein af þeim sem féll í eldflaugaárás frá rússneskum kafbáti á borgina Vinnytsia í Úkraínu í gær. Forseti Úkraínu krefst þess að Rússland verði formlega skilgreint sem hryðjuverkaríki. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 15. júlí 2022 19:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Þríhliða fundir forseta Rússlands, Tyrklands og Írans í Teheran í dag er einhvers konar ráðstefna hinna vinalausu. Putin Rússlandsforseti og Erdogan forseti Tyrklands funduðu hvor í sínu lagi með forseta og æðsta klerki Írans en þeir áttu einnig tvíhliða fund sín í milli. Rússneska ríkisolíufélagið Gazprom undirritaði þróunarsamning upp á 5,4 milljarða íslenskra króna við íranska ríkisolíufélagið í dag. Putin er í mun að sýna að Rússar eigi vinveittar þjóðir eftir innrásina í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda. Þríeykið ræddi meðal annars málefni Sýrlands og Líbíu en Íranir og Tyrkir eru á öndverðum meiði við Rússa í þeim efnum. Það var eins og einræðisherrann Vladimir Putin væri að hitta afa sinn og frænda þegar hann heilsaði upp á Ayatollah Ali Khamenei æðsta klerk Írans og Ebrahim Raisi forseta Írans í Teheran í dag. Breið brosin segja þó ekki alla söguna því leiðtogarnir eru á öndverðum meiði um margt, eins og afstöðuna til stríðsins í Sýrlandi.AP/skrifstofa æðsta klerks Írans Stríðið í Úkraínu var einnig rætt og möguleikar á útflutningi á 22 milljónum tonna af korni þaðan. Rússar hafa komið í veg fyrir útflutninginn sem valdið getur hungursneyð í mörgum þróunarríkjum. Í dag börðust hins vegar bændur og slökkvilið í Mykolaiv héraði við elda á kornökrum eftir stórskotaliðs- og eldflaugaárásir Rússa. Úkraínumenn segja þá reyna að brenna kornakra skipulega og þá er sannað að Rússar hafa einnig stolið þúsundum tonna af úkraínsku korni. Erdogan Tyrklandsforseti hefur undanfarnar vikur reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að tryggja kornútflutning en samkomulag hefur enn ekki tekist. Þótt Tyrkland teljist enn vera lýðræðisríki hefur Recep Tayyip Erdogan forseti stjórnað landinu eins og einræðisherra undanfarin ár. Það fór vel á með honum og Ebrahim Raisi forseta íslamska ríkisins Íran í dag.AP/Vahid Salemi Talið er að um 50 þúsund Rússar hafi fallið eða særst í stríðinu og sögur ganga um lélegan baráttuanda og jafnvel liðhlaup í rússneska hernum. Úkraínuforseti segir hersveitir sínar sækja hægt og örugglega fram en fullkomnir eldflaugapallar frá Bandaríkjunum hafa skilað Úkraínumönnum miklum árangri undanfarið. Úkraínuforseti er sigurviss og segir hersveitir sínar sækja fram gegn Rússum skref fyrir skref á herteknu svæðunum.Getty/ Igor Golovniov „Her Úkraínu hefur tekist að að vinna til baka töluvert landsvæði af innrásarliðinu. Rússum reynist æ erfiðara að viðhalda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins, berum kennsl á svikara og upprætum þá,“ sagði Zelenskyy. Það væri bara tímaspursmál hvenær fáni Úkraínu blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Íran Tyrkland Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. 19. júlí 2022 12:07 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Úkraínska þjóðin syrgir hina fjögurra ára Lísu sem Rússar myrtu í gær Hin fjögurra ára gamla Lísa hefur verið nafngreind sem ein af þeim sem féll í eldflaugaárás frá rússneskum kafbáti á borgina Vinnytsia í Úkraínu í gær. Forseti Úkraínu krefst þess að Rússland verði formlega skilgreint sem hryðjuverkaríki. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 15. júlí 2022 19:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. 19. júlí 2022 12:07
Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42
Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39
Úkraínska þjóðin syrgir hina fjögurra ára Lísu sem Rússar myrtu í gær Hin fjögurra ára gamla Lísa hefur verið nafngreind sem ein af þeim sem féll í eldflaugaárás frá rússneskum kafbáti á borgina Vinnytsia í Úkraínu í gær. Forseti Úkraínu krefst þess að Rússland verði formlega skilgreint sem hryðjuverkaríki. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 15. júlí 2022 19:24