Umfjöllun: Keflavík - KA 1-3 | KA-menn komu til baka gegn Keflavík Árni Konráð Árnason skrifar 24. júlí 2022 18:53 KA-menn gerðu góða ferð til Keflavíkur. Vísir/Diego Keflvíkingar tóku á móti KA-mönnum suður með sjó þar sem að tvö mörk KA í uppbótartíma skiluðu þeim þremur stigum. KA-menn unnu 3-1 en Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, fékk rautt spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og spiluðu Keflvíkingar því bróðurpart leiksins manni færri. Keflvíkingar sem að hafa verið á eldi í undanförnum leikjum skoruðu eftir einungis 8. mínútna leik en markið gerði Adam Árni. Sindri Þór náði snertingunni fram hjá Kristijani í marki KA en Sindri Þór féll við það og hefði Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, að öllum líkindum dæmt vítaspyrnu hefði Adam Árni ekki náði seinni boltanum og sett hann í markið, 1-0 fyrir Keflavík. Einungis þremur mínútum síðar, hinu megin á vellinum, slapp Ásgeir Sigurgeirsson einn í gegn og Sindri Kristinn kom út úr vítateignum og tæklar Ásgeir, Pétur Guðmundsson ekki í neinum vafa og fór beint í rassvasann og sótti rautt spjald. Keflvíkingar urðu því einum færri þegar einungis 11. mínútur voru búnar af leiknum. KA-menn sóttu stíft að marki Keflvíkinga og fékk Elfar Árni dauðafæri á 37. mínútu þegar að Daníel Hafsteinsson átti skot í átt að marki Keflvíkinga sem að Elfar Árni nær að setja tánna í, en boltinn í Ignacio sem að hálfpartinn lagðist á boltann og vildu KA-menn fá vítaspyrnu dæmda, en fengu ekki. Smám saman fór að draga úr krafti í sóknarleik KA-manna, en Keflvíkingar voru afar skipulagðir og voru oft á tíðum með stórhættulegar skyndisóknir. KA tókst ekki að sækja jöfnunarmarkið í fyrri hálfleik og fór Keflavík því með forystu inn í klefa. Nökkvi Þeyr skoraði eitt marka KA í leiknum. Vísir/Hulda Margrét KA-menn komu mun kraftmeiri inn í síðari hálfleikinn og uppskáru ótal færa. Elfar Árni átti hættulegt skot að marki Keflvíkinga á 52. mínútu þegar að hann dró sig út að vítapunkti og reyndi að skrúfa boltann í hornið, en boltinn rétt framhjá. Það var svo einungis mínútu síðar þar sem að Ásgeir Sigurgeirsson fékk dauðafæri þegar að skalli hans fyrir opnu marki endaði framhjá. KA-menn herjuðu áfram að marki Keflvíkinga og náðu loks að jafna leikinn, en það gerði Rodrigo á 75. mínútu eftir stoðsendingu frá Nökkva Þeyr. Nökkvi sendi boltann út í teig og Rodrigo stýrði boltanum, með jörðu, framhjá Rúnari í marki Keflavíkur. Hótanir norðanmanna héldu áfram en Keflvíkingar vörðust vel og allt virtist stefna í jafntefli þangað til að Jakob Snær kemur KA yfir á annari mínútu uppbótartímans. Keflavík var nýbúið að taka hornspyrnu þegar að KA menn fóru í skyndisókn þar sem að Nökkvi Þeyr hljóp upp kantinn, gaf á Jakob Snæ sem hljóp að markinu og setti boltann framhjá Rúnari, 1-2 KA í vil. Einungis tveimur mínútum síðar bættu KA menn við öðru marki. Markið gerði Nökkvi Þeyr með frábærum skalla eftir fyrirgjöf, 1-3 fyrir KA og reyndust það lokatölur leiksins. Svekkjandi tap fyrir Keflavík sem að spilaði frábærlega þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn. Af hverju vann KA? KA fór loksins að nýta færin sín gegn þreyttum Keflvíkingum. Rauða spjaldið á 8. mínútú hefur mikið vægi í úrslitum kvöldsins. Hverjir stóðu upp úr? Adam Árni var frábær fyrir Keflavík í kvöld þrátt fyrir að hafa verið tekinn útaf á 64. mínútu. Þá var Kristijan að bjarga KA-mönnum í kvöld en Keflavík fékk nokkur dauðafæri, einir á móti Kristijani. Nökkvi Þeyr var mjög líflegur í liði KA í kvöld og skoraði og lagði upp í leiknum. Lið Keflavíkur fær mikið hrós fyrir spilamennsku sína í kvöld. Hvað gekk illa? Bæði lið fengu fullt af góðum færum en nýtingin á færunum var ekki nægilega góð. Hvað gerist næst? KA fær KR í heimsókn 2. ágúst kl. 18:00 á meðan Keflavík fer á þjóðhátíð og mætir ÍBV 30. júlí kl. 14:00. Besta deild karla Keflavík ÍF KA
Keflvíkingar tóku á móti KA-mönnum suður með sjó þar sem að tvö mörk KA í uppbótartíma skiluðu þeim þremur stigum. KA-menn unnu 3-1 en Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, fékk rautt spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og spiluðu Keflvíkingar því bróðurpart leiksins manni færri. Keflvíkingar sem að hafa verið á eldi í undanförnum leikjum skoruðu eftir einungis 8. mínútna leik en markið gerði Adam Árni. Sindri Þór náði snertingunni fram hjá Kristijani í marki KA en Sindri Þór féll við það og hefði Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, að öllum líkindum dæmt vítaspyrnu hefði Adam Árni ekki náði seinni boltanum og sett hann í markið, 1-0 fyrir Keflavík. Einungis þremur mínútum síðar, hinu megin á vellinum, slapp Ásgeir Sigurgeirsson einn í gegn og Sindri Kristinn kom út úr vítateignum og tæklar Ásgeir, Pétur Guðmundsson ekki í neinum vafa og fór beint í rassvasann og sótti rautt spjald. Keflvíkingar urðu því einum færri þegar einungis 11. mínútur voru búnar af leiknum. KA-menn sóttu stíft að marki Keflvíkinga og fékk Elfar Árni dauðafæri á 37. mínútu þegar að Daníel Hafsteinsson átti skot í átt að marki Keflvíkinga sem að Elfar Árni nær að setja tánna í, en boltinn í Ignacio sem að hálfpartinn lagðist á boltann og vildu KA-menn fá vítaspyrnu dæmda, en fengu ekki. Smám saman fór að draga úr krafti í sóknarleik KA-manna, en Keflvíkingar voru afar skipulagðir og voru oft á tíðum með stórhættulegar skyndisóknir. KA tókst ekki að sækja jöfnunarmarkið í fyrri hálfleik og fór Keflavík því með forystu inn í klefa. Nökkvi Þeyr skoraði eitt marka KA í leiknum. Vísir/Hulda Margrét KA-menn komu mun kraftmeiri inn í síðari hálfleikinn og uppskáru ótal færa. Elfar Árni átti hættulegt skot að marki Keflvíkinga á 52. mínútu þegar að hann dró sig út að vítapunkti og reyndi að skrúfa boltann í hornið, en boltinn rétt framhjá. Það var svo einungis mínútu síðar þar sem að Ásgeir Sigurgeirsson fékk dauðafæri þegar að skalli hans fyrir opnu marki endaði framhjá. KA-menn herjuðu áfram að marki Keflvíkinga og náðu loks að jafna leikinn, en það gerði Rodrigo á 75. mínútu eftir stoðsendingu frá Nökkva Þeyr. Nökkvi sendi boltann út í teig og Rodrigo stýrði boltanum, með jörðu, framhjá Rúnari í marki Keflavíkur. Hótanir norðanmanna héldu áfram en Keflvíkingar vörðust vel og allt virtist stefna í jafntefli þangað til að Jakob Snær kemur KA yfir á annari mínútu uppbótartímans. Keflavík var nýbúið að taka hornspyrnu þegar að KA menn fóru í skyndisókn þar sem að Nökkvi Þeyr hljóp upp kantinn, gaf á Jakob Snæ sem hljóp að markinu og setti boltann framhjá Rúnari, 1-2 KA í vil. Einungis tveimur mínútum síðar bættu KA menn við öðru marki. Markið gerði Nökkvi Þeyr með frábærum skalla eftir fyrirgjöf, 1-3 fyrir KA og reyndust það lokatölur leiksins. Svekkjandi tap fyrir Keflavík sem að spilaði frábærlega þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn. Af hverju vann KA? KA fór loksins að nýta færin sín gegn þreyttum Keflvíkingum. Rauða spjaldið á 8. mínútú hefur mikið vægi í úrslitum kvöldsins. Hverjir stóðu upp úr? Adam Árni var frábær fyrir Keflavík í kvöld þrátt fyrir að hafa verið tekinn útaf á 64. mínútu. Þá var Kristijan að bjarga KA-mönnum í kvöld en Keflavík fékk nokkur dauðafæri, einir á móti Kristijani. Nökkvi Þeyr var mjög líflegur í liði KA í kvöld og skoraði og lagði upp í leiknum. Lið Keflavíkur fær mikið hrós fyrir spilamennsku sína í kvöld. Hvað gekk illa? Bæði lið fengu fullt af góðum færum en nýtingin á færunum var ekki nægilega góð. Hvað gerist næst? KA fær KR í heimsókn 2. ágúst kl. 18:00 á meðan Keflavík fer á þjóðhátíð og mætir ÍBV 30. júlí kl. 14:00.