Átti eitt besta hlaup sögunnar og gekk frá heimsmetinu Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 09:01 McLaughlin átti eitt besta hlaup sögunnar í nótt. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Óhætt er að segja að hin bandaríska Sydney McLaughlin hafi stolið senunni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Oregon í nótt. Hún lék sér að því að slá eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi. Mikil spenna var fyrir greininni þar sem þær þrjár fljótustu í sögunni voru allar á meðal keppenda. Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum áttu hins vegar ekki roð í McLaughlin. McLaughlin þótti líklegust til sigurs eftir að hafa sett heimsmet í greininni fyrir rúmum mánuði síðan er hún hljóp metrana á 51,41 sekúndu. Fáir bjuggust hins vegar við yfirburðunum sem hún sýndi í nótt. Hún stakk snemma af og var ein á auðum sjó síðustu 200 metrana. Þá kom hún í mark á 50,78 sekúndum og bætti því fyrra met sitt um 76 hundraðshluta úr sekúndu. Töluvert á eftir McLaughlin kom Bol önnur í mark á 52,27 sekúndum og Muhammad hlaut brons. Sérfræðingar vestanhafs segja hlaup næturinnar vera á meðal þeirra betri í sögunni. Töluvert er síðan met hefur verið bætt svo rækilega, auk þess sem 51 sekúndna múrinn í greininni er fallinn. McLaughlin var að bæta heimsmetið í fjórða sinn á ferli sínum og sást þakka guði ítrekað eftir að hafa komið í mark. Hún sat þá ein á hlaupabrautinni töluvert lengi eftir að hlaupinu lauk. „Ég var bara að reyna að vinna úr mjólkursýrunni, en ég vildi líka staldra aðeins við og njóta augnabliksins,“ sagði McLaughlin í viðtali. Hún kveðst þó hvergi nærri hætt. „Ég held það sé alltaf hægt að bæta sig enn frekar. Það er ekki til hið fullkomna hlaup og ég held að framkvæmd þessa hlaups hafi ekki verið fullkomin,“ Næst síðasti dagur mótsins er í nótt og lokadagur þess er á aðfaranótt mánudags. Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira
Mikil spenna var fyrir greininni þar sem þær þrjár fljótustu í sögunni voru allar á meðal keppenda. Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum áttu hins vegar ekki roð í McLaughlin. McLaughlin þótti líklegust til sigurs eftir að hafa sett heimsmet í greininni fyrir rúmum mánuði síðan er hún hljóp metrana á 51,41 sekúndu. Fáir bjuggust hins vegar við yfirburðunum sem hún sýndi í nótt. Hún stakk snemma af og var ein á auðum sjó síðustu 200 metrana. Þá kom hún í mark á 50,78 sekúndum og bætti því fyrra met sitt um 76 hundraðshluta úr sekúndu. Töluvert á eftir McLaughlin kom Bol önnur í mark á 52,27 sekúndum og Muhammad hlaut brons. Sérfræðingar vestanhafs segja hlaup næturinnar vera á meðal þeirra betri í sögunni. Töluvert er síðan met hefur verið bætt svo rækilega, auk þess sem 51 sekúndna múrinn í greininni er fallinn. McLaughlin var að bæta heimsmetið í fjórða sinn á ferli sínum og sást þakka guði ítrekað eftir að hafa komið í mark. Hún sat þá ein á hlaupabrautinni töluvert lengi eftir að hlaupinu lauk. „Ég var bara að reyna að vinna úr mjólkursýrunni, en ég vildi líka staldra aðeins við og njóta augnabliksins,“ sagði McLaughlin í viðtali. Hún kveðst þó hvergi nærri hætt. „Ég held það sé alltaf hægt að bæta sig enn frekar. Það er ekki til hið fullkomna hlaup og ég held að framkvæmd þessa hlaups hafi ekki verið fullkomin,“ Næst síðasti dagur mótsins er í nótt og lokadagur þess er á aðfaranótt mánudags.
Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira