Íslenskur úrslitaleikur á 167 liða alþjóðlegu móti Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 10:31 Stjarnan vann Gothia Cup síðast þegar mótið var haldið, árið 2019, í flokki 15 ára drengja. Í liðinu voru til að mynda Adolf Daði Birgisson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Óli Valur Ómarsson og Eggert Aron Guðmundsson sem allir leika með Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. Gothia Cup Íslensk lið gera það gott á Gothia Cup í Gautaborg í Svíþjóð, en um er að ræða stærsta unglingamót heims í fótbolta. Þriðja flokks lið Stjörnunnar og Víkings munu mætast í úrslitum í U16 ára flokki í kvöld. Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru taldir með. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem lét sjá sig á mótinu en sonur hans er á meðal keppenda. Íslensku liðin eru þó ekki aðeins mætt til að taka þátt. Einar Guðnason, fyrrum yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi, bendir á það á Twitter-síðu sinni að Víkingur og Stjarnan muni eigast við úrslitaleik U16 móts karla í Gautaborg. Liðin eru því best í þessum flokki af þeim 167 liðum sem skráð voru til leiks. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið, en þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á vvið Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Af 167 liðum í 16 ára liðum drengja á Gothiacup eru Víkingur og Stjarnan að fara að spila úrslitaleikinn— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 23, 2022 Stjarnan getur því varið titil sinn þegar liðin mætast klukkan 19:00 í kvöld en hvernig sem fer er ljóst að íslenskt lið mun taka bikarinn heim að móti loknu. Íþróttir barna Íslendingar erlendis Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02 Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru taldir með. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem lét sjá sig á mótinu en sonur hans er á meðal keppenda. Íslensku liðin eru þó ekki aðeins mætt til að taka þátt. Einar Guðnason, fyrrum yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi, bendir á það á Twitter-síðu sinni að Víkingur og Stjarnan muni eigast við úrslitaleik U16 móts karla í Gautaborg. Liðin eru því best í þessum flokki af þeim 167 liðum sem skráð voru til leiks. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið, en þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á vvið Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Af 167 liðum í 16 ára liðum drengja á Gothiacup eru Víkingur og Stjarnan að fara að spila úrslitaleikinn— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 23, 2022 Stjarnan getur því varið titil sinn þegar liðin mætast klukkan 19:00 í kvöld en hvernig sem fer er ljóst að íslenskt lið mun taka bikarinn heim að móti loknu.
Íþróttir barna Íslendingar erlendis Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02 Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02
Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00