Erlent

Árásirnar sýni að Rússum sé ekki treystandi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Volódómír Selenskí, forseti Úkraínu var harðorður í garð Rússa eftir árásir á hafnaborina Odessa.
Volódómír Selenskí, forseti Úkraínu var harðorður í garð Rússa eftir árásir á hafnaborina Odessa. AP

Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um villimennsku í kjölfar árása á hafnir Odessa, sem gerðar voru örfáum klukkutímum eftir undirritun samnings um útflutning á korni frá landinu. 

Rússar vörpuðu sprengjum á hafnaborgina um tólf tímum eftir undirritun samningsins, sem hefði átt að gera Úkraínumönnum kleift að flytja út korn sem hefur staðið fast í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði. 

Selenskí kallaði árásirnar blygðunarlausa villimennsku sem leiddi í ljós að sama hverju Rússar lofi þá muni þeir finna leiðir til svíkja þau loforð.

„Þetta sannar bara eitt: sama hvað Rússar segja og lofa, þá munu þeir alltaf finna leiðir til að komast hjá því að standa við það,“ sagði Selenskí í sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi.

Myndbönd sem sjónarvottar náðu af árásinni og eftirleik hennar, sýna eitt flugskeytið lenda á sjávarbakkanum fyrir aftan gámaraðir og skammt frá skipi í höfn.

Árásirnar hafa verið fordæmdar af helstu þjóðum Vesturlanda, þar á meðal Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Ítalíu. 

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu að árásin dragi í efa trúverðugleika Rússa í samningnum um útflutninginn.

„Rússland ber ábyrgð á því að auka á matarskort í heiminum og árásum þeirra verður að linna,“ sagði Blinken.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×