Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Telma Tómasson skrifa 25. júlí 2022 16:34 Ef spár ganga eftir verður ágætisveður í brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Vilhelm Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. Snemma á laugardag færist lægðin norðaustur yfir landið og sýst þá vindur til norðlægari áttar. Þá styttir upp smám saman fyrir sunnan og sem ætti að gleðja Eyjamenn og gesti þeirra. Vestanlands léttir einnig til, en áfram verður úrkoma á norðaustanverðu landinu. Aðfararnótt sunnudags fjarlægist lægðin landið og snýst í vestlæga átt. Þá léttir til á norðan- og austanverðu landinu, skýjað en úrkomulaust verður á Vesturlandi og veðrið sunnanlands verður svipað og á laugardeginum. Mjög lítið breyting verður til mánudags, frídags verslunnarmanna, en þá verður hæga vestanátt og skýjað að mestu fyrir vestan og norðan, en bjartara á Austurlandi, ef spáin gengur eftir. Litlar breytingar verða á Suðurlandi. „Vestamannaeyjar eru á jaðri lægðarinnar og gæti hugsanlega sést til sólar eða dropað aðeins lengur ef lægðin hnikast eitthvað til,“ sagði Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. „Það fer eftir því hvort lægðin liggur aðeins austar eða vestar þegar nær dregur. Aðeins erfitt er að segja nákvæmlega til um veðrið á þessum tímapunkti, en útlitið er svona í dag. Auðvitað eru nokkrir dagar fram að Verslunarmannahelgi og gæti spáin eitthvað breyst. Við á Veðurstofunni fylgjumst að sjálfsögðu grannt með þróun mála.“ Veður Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Sjá meira
Snemma á laugardag færist lægðin norðaustur yfir landið og sýst þá vindur til norðlægari áttar. Þá styttir upp smám saman fyrir sunnan og sem ætti að gleðja Eyjamenn og gesti þeirra. Vestanlands léttir einnig til, en áfram verður úrkoma á norðaustanverðu landinu. Aðfararnótt sunnudags fjarlægist lægðin landið og snýst í vestlæga átt. Þá léttir til á norðan- og austanverðu landinu, skýjað en úrkomulaust verður á Vesturlandi og veðrið sunnanlands verður svipað og á laugardeginum. Mjög lítið breyting verður til mánudags, frídags verslunnarmanna, en þá verður hæga vestanátt og skýjað að mestu fyrir vestan og norðan, en bjartara á Austurlandi, ef spáin gengur eftir. Litlar breytingar verða á Suðurlandi. „Vestamannaeyjar eru á jaðri lægðarinnar og gæti hugsanlega sést til sólar eða dropað aðeins lengur ef lægðin hnikast eitthvað til,“ sagði Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. „Það fer eftir því hvort lægðin liggur aðeins austar eða vestar þegar nær dregur. Aðeins erfitt er að segja nákvæmlega til um veðrið á þessum tímapunkti, en útlitið er svona í dag. Auðvitað eru nokkrir dagar fram að Verslunarmannahelgi og gæti spáin eitthvað breyst. Við á Veðurstofunni fylgjumst að sjálfsögðu grannt með þróun mála.“
Veður Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Sjá meira