Snemma á laugardag færist lægðin norðaustur yfir landið og sýst þá vindur til norðlægari áttar. Þá styttir upp smám saman fyrir sunnan og sem ætti að gleðja Eyjamenn og gesti þeirra. Vestanlands léttir einnig til, en áfram verður úrkoma á norðaustanverðu landinu.
Aðfararnótt sunnudags fjarlægist lægðin landið og snýst í vestlæga átt. Þá léttir til á norðan- og austanverðu landinu, skýjað en úrkomulaust verður á Vesturlandi og veðrið sunnanlands verður svipað og á laugardeginum.
Mjög lítið breyting verður til mánudags, frídags verslunnarmanna, en þá verður hæga vestanátt og skýjað að mestu fyrir vestan og norðan, en bjartara á Austurlandi, ef spáin gengur eftir. Litlar breytingar verða á Suðurlandi.
„Vestamannaeyjar eru á jaðri lægðarinnar og gæti hugsanlega sést til sólar eða dropað aðeins lengur ef lægðin hnikast eitthvað til,“ sagði Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu.
„Það fer eftir því hvort lægðin liggur aðeins austar eða vestar þegar nær dregur. Aðeins erfitt er að segja nákvæmlega til um veðrið á þessum tímapunkti, en útlitið er svona í dag. Auðvitað eru nokkrir dagar fram að Verslunarmannahelgi og gæti spáin eitthvað breyst. Við á Veðurstofunni fylgjumst að sjálfsögðu grannt með þróun mála.“