„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 21:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. Verðbólgan mældist 9,9 prósentustig í júlímánuði og hefur ekki verið hærri í þrettán ár en viðbúið er að hún fari yfir tíu prósentustig í ágúst. Heimili landsins hafa komið illa út en húsnæðisverð hefur hækkað talsvert hraðar en laun samhliða vaxtarhækkunum Seðlabankans. Greiðslubyrði hefur sömuleiðis aukist en sé miðað við fjögurra manna fjölskyldu hefur hún aukist um rúmlega áttatíu þúsund krónur, samkvæmt könnun ASÍ í júní. Þar af séu aðeins tuttugu þúsund vegna verðbólgunnar en rest vegna húsnæðis. „Þetta gengur ekki upp. Þetta er það sem á eftir að valda heimilunum mestum skaða, það eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gegn verðbólgunni, og ég skil ekki hvernig hægt er að réttlæta það,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. „Það gengur ekki að hækka álögur á heimilin um tugi þúsunda á mánuði þegar verðbólgan er nóg fyrir heimilin til þess að eiga við,“ segir hún enn fremur og bætir við að líkja megi það við að höggva handleggin af við öxl vegna puttabrots. Í stað þess að hækka vexti væri hægt að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og frysta verðtryggingu á lánum og leigu tímabundið að mati Ásthildar. Þá eigi heimili landsins ekki að gjalda fyrir vandræði á fasteignamarkaði. „Það er náttúrulega fyrst og fremst að það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau,“ segir hún. „Því miður virðist ríkisstjórnin ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna, hún virðist ekki skilja að það er ekki til peningur fyrir þessum hækkunum.“ Ljóst sé að staðan eigi aðeins eftir að versna með tilheyrandi afleiðingum. „Og af því að það er nú það eina sem þessi ríkisstjórn virðist skilja, þá mun það hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þjóðfélagið, fyrir utan örvæntinguna og skelfinguna sem þessi heimili eru þá að fara að ganga í gegnum,“ segir Ásthildur. Það er þá bara tímaspursmál, eða hvað? „Ég vil ekki vera með svartsýnis spár hérna en ég get ekki séð hvernig þetta endar öðruvísi ef svo heldur áfram sem horfir,“ segir hún. Verðlag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósentustig í júlímánuði og hefur ekki verið hærri í þrettán ár en viðbúið er að hún fari yfir tíu prósentustig í ágúst. Heimili landsins hafa komið illa út en húsnæðisverð hefur hækkað talsvert hraðar en laun samhliða vaxtarhækkunum Seðlabankans. Greiðslubyrði hefur sömuleiðis aukist en sé miðað við fjögurra manna fjölskyldu hefur hún aukist um rúmlega áttatíu þúsund krónur, samkvæmt könnun ASÍ í júní. Þar af séu aðeins tuttugu þúsund vegna verðbólgunnar en rest vegna húsnæðis. „Þetta gengur ekki upp. Þetta er það sem á eftir að valda heimilunum mestum skaða, það eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gegn verðbólgunni, og ég skil ekki hvernig hægt er að réttlæta það,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. „Það gengur ekki að hækka álögur á heimilin um tugi þúsunda á mánuði þegar verðbólgan er nóg fyrir heimilin til þess að eiga við,“ segir hún enn fremur og bætir við að líkja megi það við að höggva handleggin af við öxl vegna puttabrots. Í stað þess að hækka vexti væri hægt að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og frysta verðtryggingu á lánum og leigu tímabundið að mati Ásthildar. Þá eigi heimili landsins ekki að gjalda fyrir vandræði á fasteignamarkaði. „Það er náttúrulega fyrst og fremst að það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau,“ segir hún. „Því miður virðist ríkisstjórnin ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna, hún virðist ekki skilja að það er ekki til peningur fyrir þessum hækkunum.“ Ljóst sé að staðan eigi aðeins eftir að versna með tilheyrandi afleiðingum. „Og af því að það er nú það eina sem þessi ríkisstjórn virðist skilja, þá mun það hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þjóðfélagið, fyrir utan örvæntinguna og skelfinguna sem þessi heimili eru þá að fara að ganga í gegnum,“ segir Ásthildur. Það er þá bara tímaspursmál, eða hvað? „Ég vil ekki vera með svartsýnis spár hérna en ég get ekki séð hvernig þetta endar öðruvísi ef svo heldur áfram sem horfir,“ segir hún.
Verðlag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10
Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39