Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Ólafur Björn Sverrisson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. júlí 2022 07:38 Svona var umhorfs eftir sprengjuárásir Rússa á Odesa-höfn á laugardagsmorgun. epa Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. Serhiy Bratsjuk, talsmaður hersins í Odesa, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að eldflaugum hafi verið skotið á borgina frá herþotum, án þess að tilgreina fjölda flauga eða tjón. Bratsjuk boðar frekari upplýsingar innan skamms. Rússar gerðu síðast eldflaugaárás á Odesa á laugardagsmorgun, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. Í samningum voru ákvæði um að Rússar myndu ekki gera loftárásir á hafnir í Úkraínu svo hægt væri að koma rúmum 20 milljón tonnum af korni og öðrum landbúnaðarvörum út á heimsmarkað. Ráðgert var að þeir flutningar myndu fyrst og fremst fara í gegnum höfn Odesa. Selenskí Úkraínuforseti sakaði Rússa um villimennsku í kjölfar árásanna og sagði þær sýna að Rússar muni svíkja öll loforð. Borgarsjtjóri Kharkiv greinir frá því á Telegram að Rússar hafi varpað sprengjum á íbúðahverfi í borginni í nótt. Þá hafi sprengjum verið varpað á íbúða- og verslunarhverfi í borginni um fimmleytið í morgun að staðartíma. Þá greinir borgarstjóri Mykolaív einnig frá því á Telegram í morgun að miklar sprengingar hafi heyrst í borginni í nótt. Hann hvatti borgarbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Serhiy Bratsjuk, talsmaður hersins í Odesa, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að eldflaugum hafi verið skotið á borgina frá herþotum, án þess að tilgreina fjölda flauga eða tjón. Bratsjuk boðar frekari upplýsingar innan skamms. Rússar gerðu síðast eldflaugaárás á Odesa á laugardagsmorgun, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. Í samningum voru ákvæði um að Rússar myndu ekki gera loftárásir á hafnir í Úkraínu svo hægt væri að koma rúmum 20 milljón tonnum af korni og öðrum landbúnaðarvörum út á heimsmarkað. Ráðgert var að þeir flutningar myndu fyrst og fremst fara í gegnum höfn Odesa. Selenskí Úkraínuforseti sakaði Rússa um villimennsku í kjölfar árásanna og sagði þær sýna að Rússar muni svíkja öll loforð. Borgarsjtjóri Kharkiv greinir frá því á Telegram að Rússar hafi varpað sprengjum á íbúðahverfi í borginni í nótt. Þá hafi sprengjum verið varpað á íbúða- og verslunarhverfi í borginni um fimmleytið í morgun að staðartíma. Þá greinir borgarstjóri Mykolaív einnig frá því á Telegram í morgun að miklar sprengingar hafi heyrst í borginni í nótt. Hann hvatti borgarbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira