Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2022 14:00 Eyjólfur hefur kallað þingmenn Norðvesturkjördæmis og matvælaráðherra á fund vegna stöðvunar strandveiða. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. „Fyrir strandveiðimenn og sjávarbyggðirnar er gríðarlegt áfall að það sé verið að stöðva veiðarnar núna,“ segir Eyjólfur um stöðvun strandveiða. Hann segir ákvörðunina „algjörlega í höndunum á ráðherranum“ og að hún geti bætt við tvö til þrjú þúsund tonnum svo strandveiðimenn geti veitt sína 48 daga. Hann segir að það sé það samkomulag sem hafi verið samið um á síðasta kjörtímabili. Rætur núverandi vandræða segir Eyjólfur liggja í skiptimarkaðnum þar sem var skipt á 35 þúsund tonnum af loðnu og í staðinn hafi einungis komið eitt þúsund tonn í strandveiðipottinn. Hann telur skiptimarkaðinn vera algjört klúður sem sýni hvernig kerfið sé orðið „algjört einokunarkerfi.“ Vill funda til að leysa úr málinu Eyjólfur segir að ráðherranum beri að bæta það tjón sem strandveiðimenn urðu af í kjölfar skiptimarkaðarins þegar ráðherrann skerti kvótann um 1.500 tonn. Af þessu tilefni óskaði Eyjólfur eftir fundi með Svandísi í vikunni ásamt öðrum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Að sögn Eyjólfs hefur Svandís svarað erindi hans sem hann segir mjög jákvætt, þó það verði ekki af fundi í þessari viku. Þá hefur Eyjólfur aðeins heyrt frá einum öðrum þingmanni Norðvesturkjördæmis, Stefáni Vagn Stefánssyni Framsóknarmanni og fyrsta þingmanni kjördæmisins, sem hann segir hafa tekið mjög vel í fundinn. „Þetta þak á strandveiðipottinum á ekkert að þurfa. Krókaveiðar á öngul ógna ekki fiskistofninum við landið, þetta er svipað og einn togari veiðir á ári,“ segir Eyjólfur að lokum og bætir við að stöðvun strandveiða sé „árás á afkomu fólks og atvinnufrelsi.“ Sjávarútvegur Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskur Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Fyrir strandveiðimenn og sjávarbyggðirnar er gríðarlegt áfall að það sé verið að stöðva veiðarnar núna,“ segir Eyjólfur um stöðvun strandveiða. Hann segir ákvörðunina „algjörlega í höndunum á ráðherranum“ og að hún geti bætt við tvö til þrjú þúsund tonnum svo strandveiðimenn geti veitt sína 48 daga. Hann segir að það sé það samkomulag sem hafi verið samið um á síðasta kjörtímabili. Rætur núverandi vandræða segir Eyjólfur liggja í skiptimarkaðnum þar sem var skipt á 35 þúsund tonnum af loðnu og í staðinn hafi einungis komið eitt þúsund tonn í strandveiðipottinn. Hann telur skiptimarkaðinn vera algjört klúður sem sýni hvernig kerfið sé orðið „algjört einokunarkerfi.“ Vill funda til að leysa úr málinu Eyjólfur segir að ráðherranum beri að bæta það tjón sem strandveiðimenn urðu af í kjölfar skiptimarkaðarins þegar ráðherrann skerti kvótann um 1.500 tonn. Af þessu tilefni óskaði Eyjólfur eftir fundi með Svandísi í vikunni ásamt öðrum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Að sögn Eyjólfs hefur Svandís svarað erindi hans sem hann segir mjög jákvætt, þó það verði ekki af fundi í þessari viku. Þá hefur Eyjólfur aðeins heyrt frá einum öðrum þingmanni Norðvesturkjördæmis, Stefáni Vagn Stefánssyni Framsóknarmanni og fyrsta þingmanni kjördæmisins, sem hann segir hafa tekið mjög vel í fundinn. „Þetta þak á strandveiðipottinum á ekkert að þurfa. Krókaveiðar á öngul ógna ekki fiskistofninum við landið, þetta er svipað og einn togari veiðir á ári,“ segir Eyjólfur að lokum og bætir við að stöðvun strandveiða sé „árás á afkomu fólks og atvinnufrelsi.“
Sjávarútvegur Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskur Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01
Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48