Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2022 14:00 Eyjólfur hefur kallað þingmenn Norðvesturkjördæmis og matvælaráðherra á fund vegna stöðvunar strandveiða. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. „Fyrir strandveiðimenn og sjávarbyggðirnar er gríðarlegt áfall að það sé verið að stöðva veiðarnar núna,“ segir Eyjólfur um stöðvun strandveiða. Hann segir ákvörðunina „algjörlega í höndunum á ráðherranum“ og að hún geti bætt við tvö til þrjú þúsund tonnum svo strandveiðimenn geti veitt sína 48 daga. Hann segir að það sé það samkomulag sem hafi verið samið um á síðasta kjörtímabili. Rætur núverandi vandræða segir Eyjólfur liggja í skiptimarkaðnum þar sem var skipt á 35 þúsund tonnum af loðnu og í staðinn hafi einungis komið eitt þúsund tonn í strandveiðipottinn. Hann telur skiptimarkaðinn vera algjört klúður sem sýni hvernig kerfið sé orðið „algjört einokunarkerfi.“ Vill funda til að leysa úr málinu Eyjólfur segir að ráðherranum beri að bæta það tjón sem strandveiðimenn urðu af í kjölfar skiptimarkaðarins þegar ráðherrann skerti kvótann um 1.500 tonn. Af þessu tilefni óskaði Eyjólfur eftir fundi með Svandísi í vikunni ásamt öðrum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Að sögn Eyjólfs hefur Svandís svarað erindi hans sem hann segir mjög jákvætt, þó það verði ekki af fundi í þessari viku. Þá hefur Eyjólfur aðeins heyrt frá einum öðrum þingmanni Norðvesturkjördæmis, Stefáni Vagn Stefánssyni Framsóknarmanni og fyrsta þingmanni kjördæmisins, sem hann segir hafa tekið mjög vel í fundinn. „Þetta þak á strandveiðipottinum á ekkert að þurfa. Krókaveiðar á öngul ógna ekki fiskistofninum við landið, þetta er svipað og einn togari veiðir á ári,“ segir Eyjólfur að lokum og bætir við að stöðvun strandveiða sé „árás á afkomu fólks og atvinnufrelsi.“ Sjávarútvegur Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskur Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
„Fyrir strandveiðimenn og sjávarbyggðirnar er gríðarlegt áfall að það sé verið að stöðva veiðarnar núna,“ segir Eyjólfur um stöðvun strandveiða. Hann segir ákvörðunina „algjörlega í höndunum á ráðherranum“ og að hún geti bætt við tvö til þrjú þúsund tonnum svo strandveiðimenn geti veitt sína 48 daga. Hann segir að það sé það samkomulag sem hafi verið samið um á síðasta kjörtímabili. Rætur núverandi vandræða segir Eyjólfur liggja í skiptimarkaðnum þar sem var skipt á 35 þúsund tonnum af loðnu og í staðinn hafi einungis komið eitt þúsund tonn í strandveiðipottinn. Hann telur skiptimarkaðinn vera algjört klúður sem sýni hvernig kerfið sé orðið „algjört einokunarkerfi.“ Vill funda til að leysa úr málinu Eyjólfur segir að ráðherranum beri að bæta það tjón sem strandveiðimenn urðu af í kjölfar skiptimarkaðarins þegar ráðherrann skerti kvótann um 1.500 tonn. Af þessu tilefni óskaði Eyjólfur eftir fundi með Svandísi í vikunni ásamt öðrum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Að sögn Eyjólfs hefur Svandís svarað erindi hans sem hann segir mjög jákvætt, þó það verði ekki af fundi í þessari viku. Þá hefur Eyjólfur aðeins heyrt frá einum öðrum þingmanni Norðvesturkjördæmis, Stefáni Vagn Stefánssyni Framsóknarmanni og fyrsta þingmanni kjördæmisins, sem hann segir hafa tekið mjög vel í fundinn. „Þetta þak á strandveiðipottinum á ekkert að þurfa. Krókaveiðar á öngul ógna ekki fiskistofninum við landið, þetta er svipað og einn togari veiðir á ári,“ segir Eyjólfur að lokum og bætir við að stöðvun strandveiða sé „árás á afkomu fólks og atvinnufrelsi.“
Sjávarútvegur Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskur Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01
Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent