Grunur um nýja bakteríusýkingu í hundum hér á landi Bjarki Sigurðsson skrifar 26. júlí 2022 14:00 Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty/John Moore Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. Helstu einkenni Bruella canis hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Helsta smitleiðin milli dýra er pörun en náið samneyti dýra getur einnig valdið smiti. Í samtali við fréttastofu segir Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir súna og lyfjaónæmis hjá Matvælastofnun, að grunur sé um smit einungis í þessum eina hundi. Hún segir að um sé að ræða ræktunartík sem gaut fyrir dálitlu síðan. Hún ítrekar þó að um sé að ræða grun um smit og að það sé ekki búið að staðfesta að þetta sé Brucella canis-sýking. Þrátt fyrir það sé mikilvægt að tilkynna þetta núna áður en smitið er staðfest. „Við viljum hindra að þetta nái fótfestu hér á landi,“ segir Vigdís. Nú er verið að reyna að átta sig á því hvaða hunda tíkin hefur verið í samneyti við. Búið er að grípa til aðgerða, svo sem tilmæla til viðeigandi aðila um heimasóttkví dýra og pörunarbann þar sem við á. Verið er að vinna að söfnun faraldsfræðilegra upplýsinga og sýnatökum. Einkenni í mönnum geta verið hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- og vöðvaverkir og eitlastækkanir. Einkennin gætu tekið nokkra mánuði að koma fram en oftast tekur það nokkra daga. Þau geta horfið og komið aftur. Börn yngri en fimm ára, ónæmisbældir einstaklingar og þungaðar konur eru talin vera í meiri hættu á alvarlegri sýkingu. Helsta áhættan á smiti í fólk er frá vessum og vefjum við fæðingarhjálp hjá sýktum tíkum. Sjúkdómurinn smitast almennt ekki á milli manna. „Brýnt er að hundaræktendur gæti fyllstu smitvarna við fæðingarhjálp hjá hundum sínum og hafi ávallt samband við dýralækni ef þeir verða varir við einhver óeðlileg einkenni tengd meðgöngu eða goti, eins og fósturláti seint á meðgöngu eða andvana/veikburða hvolpa,“ segir í tilkynningu á vef MAST. Dýr Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Helstu einkenni Bruella canis hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Helsta smitleiðin milli dýra er pörun en náið samneyti dýra getur einnig valdið smiti. Í samtali við fréttastofu segir Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir súna og lyfjaónæmis hjá Matvælastofnun, að grunur sé um smit einungis í þessum eina hundi. Hún segir að um sé að ræða ræktunartík sem gaut fyrir dálitlu síðan. Hún ítrekar þó að um sé að ræða grun um smit og að það sé ekki búið að staðfesta að þetta sé Brucella canis-sýking. Þrátt fyrir það sé mikilvægt að tilkynna þetta núna áður en smitið er staðfest. „Við viljum hindra að þetta nái fótfestu hér á landi,“ segir Vigdís. Nú er verið að reyna að átta sig á því hvaða hunda tíkin hefur verið í samneyti við. Búið er að grípa til aðgerða, svo sem tilmæla til viðeigandi aðila um heimasóttkví dýra og pörunarbann þar sem við á. Verið er að vinna að söfnun faraldsfræðilegra upplýsinga og sýnatökum. Einkenni í mönnum geta verið hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- og vöðvaverkir og eitlastækkanir. Einkennin gætu tekið nokkra mánuði að koma fram en oftast tekur það nokkra daga. Þau geta horfið og komið aftur. Börn yngri en fimm ára, ónæmisbældir einstaklingar og þungaðar konur eru talin vera í meiri hættu á alvarlegri sýkingu. Helsta áhættan á smiti í fólk er frá vessum og vefjum við fæðingarhjálp hjá sýktum tíkum. Sjúkdómurinn smitast almennt ekki á milli manna. „Brýnt er að hundaræktendur gæti fyllstu smitvarna við fæðingarhjálp hjá hundum sínum og hafi ávallt samband við dýralækni ef þeir verða varir við einhver óeðlileg einkenni tengd meðgöngu eða goti, eins og fósturláti seint á meðgöngu eða andvana/veikburða hvolpa,“ segir í tilkynningu á vef MAST.
Dýr Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira