Upprætum kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi Jón Gunnarsson skrifar 27. júlí 2022 08:01 Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Hrundið var af stað herferð í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar, ráðuneytisins og fjölda góðra samstarfsaðila þar sem almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi á djamminu og spyrja „Er ekki allt í góðu?“, og ef ekki að hafa þá samband við 112. Herferðin náði til yfir 200.000 manns í gegnum samfélagsmiðla og innlenda miðla og þúsundir hafa heimsótt ofbeldisgátt 112 í tengslum við herferðina. Fjölgum tilkynningum, fækkum brotum Markmið mitt með vitundarvakningunni er að fjölga tilkynningum og fækka brotum, þar sem kannanir benda til þess að lítill hluti kynferðisbrota sé tilkynntur til lögreglunnar. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust 176 tilkynningar til lögreglunnar um kynferðisbrot, sem eru 6% fleiri en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin þar á undan. Þar af var tilkynnt um 59 nauðganir eða sem samsvarar 17% fjölgun frá meðaltali síðustu þriggja ára. Skoðun á tímasetningu brotanna sýnir að grófasta ofbeldið á sér oft stað um helgar og að nóttu til, tengt skemmtanalífinu. Herferðin hefur því haldið áfram í sumar með áherslur á viðburði og útihátíðir hringinn í kringum landið með skilaboðunum um „Góða skemmtun“, þar sem allir koma heilir heim.Með átakinu viljum við hvetja til samstöðu gegn ofbeldi þar sem fólk kemur saman til að skemmta sér í sumar og minna á að ætíð er hægt að leita aðstoðar hjá Neyðarlínunni í síma 112, á vefnum 112.is eða í 112 appinu. Þróað hefur verið fræðsluefni fyrir starfsfólk og gæsluliða til að fást við ágreining, áreitni eða ofbeldi í uppsiglingu og má nálgast efnið á https://www.112.is/goda-skemmtun Nú þegar margir leggja land undir fót um verslunarmannahelgina vil ég hvetja hvern og einn til að leggja áherslu á góða skemmtun. Þannig snúum við vonandi öll heil heim að skemmtun lokinni. Bætt réttarstaða brotaþola lögfest Lengi hafði verið kallað eftir mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola kynferðisofbeldis. Í vor lagði ég því mikla áherslu á að Alþingi samþykkti frumvarp mitt um bætta réttarstöðu brotaþola fyrir þinglok. Frumvarpið hafði tekið vegamiklum breytingum frá fyrra þingmáli að höfðu víðtæku samráði. Var málið samþykkt samhljóða áður en þingmenn héldu í sumarfrí. Aukið stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ungmennum er mikið áhyggjuefni. Því lagði ég áherslu á aðra mikilvæga réttarbót um breytingar á lögum um barnaníð, hatursorðræðu og mismunun sem var einnig samþykkt á Alþingi í vor. Þar er kveðið á um mun harðari refsingu fyrir þá sem framleiða, dreifa eða eiga myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni.Sömu refsingar gilda nú um þá sem skoða myndefni á netinu sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni. Rannsóknir efldar Samhliða þessu hefur aukið fjármagn verið tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða og bæta meðferð mála. Mín kjörorð hafa alltaf verið að láta verkin tala. Svo verður áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Næturlíf Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Hrundið var af stað herferð í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar, ráðuneytisins og fjölda góðra samstarfsaðila þar sem almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi á djamminu og spyrja „Er ekki allt í góðu?“, og ef ekki að hafa þá samband við 112. Herferðin náði til yfir 200.000 manns í gegnum samfélagsmiðla og innlenda miðla og þúsundir hafa heimsótt ofbeldisgátt 112 í tengslum við herferðina. Fjölgum tilkynningum, fækkum brotum Markmið mitt með vitundarvakningunni er að fjölga tilkynningum og fækka brotum, þar sem kannanir benda til þess að lítill hluti kynferðisbrota sé tilkynntur til lögreglunnar. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust 176 tilkynningar til lögreglunnar um kynferðisbrot, sem eru 6% fleiri en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin þar á undan. Þar af var tilkynnt um 59 nauðganir eða sem samsvarar 17% fjölgun frá meðaltali síðustu þriggja ára. Skoðun á tímasetningu brotanna sýnir að grófasta ofbeldið á sér oft stað um helgar og að nóttu til, tengt skemmtanalífinu. Herferðin hefur því haldið áfram í sumar með áherslur á viðburði og útihátíðir hringinn í kringum landið með skilaboðunum um „Góða skemmtun“, þar sem allir koma heilir heim.Með átakinu viljum við hvetja til samstöðu gegn ofbeldi þar sem fólk kemur saman til að skemmta sér í sumar og minna á að ætíð er hægt að leita aðstoðar hjá Neyðarlínunni í síma 112, á vefnum 112.is eða í 112 appinu. Þróað hefur verið fræðsluefni fyrir starfsfólk og gæsluliða til að fást við ágreining, áreitni eða ofbeldi í uppsiglingu og má nálgast efnið á https://www.112.is/goda-skemmtun Nú þegar margir leggja land undir fót um verslunarmannahelgina vil ég hvetja hvern og einn til að leggja áherslu á góða skemmtun. Þannig snúum við vonandi öll heil heim að skemmtun lokinni. Bætt réttarstaða brotaþola lögfest Lengi hafði verið kallað eftir mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola kynferðisofbeldis. Í vor lagði ég því mikla áherslu á að Alþingi samþykkti frumvarp mitt um bætta réttarstöðu brotaþola fyrir þinglok. Frumvarpið hafði tekið vegamiklum breytingum frá fyrra þingmáli að höfðu víðtæku samráði. Var málið samþykkt samhljóða áður en þingmenn héldu í sumarfrí. Aukið stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ungmennum er mikið áhyggjuefni. Því lagði ég áherslu á aðra mikilvæga réttarbót um breytingar á lögum um barnaníð, hatursorðræðu og mismunun sem var einnig samþykkt á Alþingi í vor. Þar er kveðið á um mun harðari refsingu fyrir þá sem framleiða, dreifa eða eiga myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni.Sömu refsingar gilda nú um þá sem skoða myndefni á netinu sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni. Rannsóknir efldar Samhliða þessu hefur aukið fjármagn verið tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða og bæta meðferð mála. Mín kjörorð hafa alltaf verið að láta verkin tala. Svo verður áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun