Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júlí 2022 23:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Einar Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. Kaupmáttur hefur rýrnað um 2,9 prósent frá áramótum en um 0,9 prósent frá apríl í fyrra til apríl á þessu ári. Ástæða þess er að kaupmáttur var í hæstu hæðum í desember á síðasta ári. Forseti ASÍ segir stöðuna nú munu hafa áhrif á gerð kjarasamninga í haust. „Það er náttúrulega augljóst að þó það hafi orðið kaupmáttaraukning á fyrri hluta tímabilsins, þessa kjarasamningstímabils sem við erum í núna, frá 2019, þá er verðbólgan náttúrulega að éta upp þær kauphækkanir sem hafa orðið svona undanfarið og á síðari hlutum.“ Verðbólgan og sú kaupmáttarrýrnun sem fylgi komi ójafnt niður á fólki. „Fólk sem er búið að kaupa sér, komið inn á fasteignamarkaðinn á móti fólki sem þarf sífellt meiri peninga til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta kemur ólíkt niður á þeim sem hafa efni á því að kaupa sér rafbíl og þeim sem þurfa að keyra á bensíni og hafa ekki efni á að kaupa sér rafbíla. Þannig að verðbólgan núna, hún eykur ójöfnuð.“ Kaupmátturinn skipti miklu máli við gerð komandi kjarasamninga. Markmið þeirra sé að auka kaupmátt og bæta kjör launafólks. Það sé þó einnig hægt að gera með stjórnvaldsaðgerðum. „Breyta skattkerfinu, tilfærslukerfunum, húsnæðismarkaðinum, við höfum lagt mikla áherslu á hann, og svo framvegis. Þegar við erum í þessari stöðu, að verðbólgan núna er í raun að auka ójöfnuð í samfélaginu á milli þeirra sem eru í einhvers konar skjóli og þeirra sem eru það ekki, þá verða þessi tilfærslukerfi svo miklu miklu mikilvægari og aðgerðir stjórnvalda til þess að auka jöfnuð.“ Skoða þurfi kjarasamninga í samhengi við aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skatttekjur sem þau gætu hjá þeim sem væru aflögufærir. „Þar er gríðarlegur ójöfnuður, og ekki sanngjarnt að þessi verðbólga núna komi af þungu afli á launafólk sem er að reyna að hafa í sig og á,“ segir Drífa. Verðlag Kjaramál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira
Kaupmáttur hefur rýrnað um 2,9 prósent frá áramótum en um 0,9 prósent frá apríl í fyrra til apríl á þessu ári. Ástæða þess er að kaupmáttur var í hæstu hæðum í desember á síðasta ári. Forseti ASÍ segir stöðuna nú munu hafa áhrif á gerð kjarasamninga í haust. „Það er náttúrulega augljóst að þó það hafi orðið kaupmáttaraukning á fyrri hluta tímabilsins, þessa kjarasamningstímabils sem við erum í núna, frá 2019, þá er verðbólgan náttúrulega að éta upp þær kauphækkanir sem hafa orðið svona undanfarið og á síðari hlutum.“ Verðbólgan og sú kaupmáttarrýrnun sem fylgi komi ójafnt niður á fólki. „Fólk sem er búið að kaupa sér, komið inn á fasteignamarkaðinn á móti fólki sem þarf sífellt meiri peninga til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta kemur ólíkt niður á þeim sem hafa efni á því að kaupa sér rafbíl og þeim sem þurfa að keyra á bensíni og hafa ekki efni á að kaupa sér rafbíla. Þannig að verðbólgan núna, hún eykur ójöfnuð.“ Kaupmátturinn skipti miklu máli við gerð komandi kjarasamninga. Markmið þeirra sé að auka kaupmátt og bæta kjör launafólks. Það sé þó einnig hægt að gera með stjórnvaldsaðgerðum. „Breyta skattkerfinu, tilfærslukerfunum, húsnæðismarkaðinum, við höfum lagt mikla áherslu á hann, og svo framvegis. Þegar við erum í þessari stöðu, að verðbólgan núna er í raun að auka ójöfnuð í samfélaginu á milli þeirra sem eru í einhvers konar skjóli og þeirra sem eru það ekki, þá verða þessi tilfærslukerfi svo miklu miklu mikilvægari og aðgerðir stjórnvalda til þess að auka jöfnuð.“ Skoða þurfi kjarasamninga í samhengi við aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skatttekjur sem þau gætu hjá þeim sem væru aflögufærir. „Þar er gríðarlegur ójöfnuður, og ekki sanngjarnt að þessi verðbólga núna komi af þungu afli á launafólk sem er að reyna að hafa í sig og á,“ segir Drífa.
Verðlag Kjaramál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira