Stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 08:01 Cristiano Ronaldo þarf líklega bara að sætta sig við það að spila áfram með Manchester United. Getty/Bryn Lennon Framtíð Cristiano Ronaldo hefur verið upp í lofti síðustu vikur eftir að það lak út að hann vildi spila með liði sem væri með í Meistaradeildinni. Þar verður lið Manchester United ekki á komandi leiktíð. Eitt af fjölmörgum stórliðum sem voru orðuð við Ronaldo er lið Atletico Madrid. Ronaldo á náttúrulega flest markametin hjá nágrönnum og erkifjendum þeirra í Real Madrid og fór oft illa með Atletico Madrid á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ekkert verður að því að Ronaldo fari til Atletico en hann sneri aftur til Manchester til að ræða málin við nýja knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Þar vóg örugglega þungt að stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo og sendi félaginu formlega tilkynningu þess vegna. Þar var ekki talað undir rós. „Í ljósi þess að félagið á möguleika á að fá Cristiano Ronaldo, og ef að það sé meira en orðrómur, þá lýsum við yfir algjörri andstöðu við slík áform. Umræddur leikmaður stendur fyrir andstöðu þeirra gilda sem hafa byggt upp Atleti eins og vinnusemi, gjafmildi, hógværð og auðmýkt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni frá Union Internacional de Peñas Atletico de Madrid. Así es el Comunicado Oficial de la Unión Internacional de Peñas del Atlético de Madrid Rechazan rotundamente el posible fichaje de Cristiano Ronaldo por ser "un jugador en franca decadencia" que "representa la antítesis de los valores del Atleti" ¿Estás de acuerdo? pic.twitter.com/VBZB4Bt5fG— Diario AS (@diarioas) July 27, 2022 Stuðningsmenn Atletico héldu líka uppi borða á æfingarleik liðsins á móti Numancia þar sem þeir mótmæltu hugsanlegri komu Ronaldo. „Þrátt fyrir að svo ólíklega vildi til, að hnignandi leikmaður eins og Cristiano Ronaldo myndi tryggja okkur titil, þá myndum við aldrei sætta okkur við komu hans. Hann myndi aldrei vinna sér inn ást okkar eða viðurkenningu,“ sagði enn fremur í þessu harðorða bréfi. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Eitt af fjölmörgum stórliðum sem voru orðuð við Ronaldo er lið Atletico Madrid. Ronaldo á náttúrulega flest markametin hjá nágrönnum og erkifjendum þeirra í Real Madrid og fór oft illa með Atletico Madrid á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ekkert verður að því að Ronaldo fari til Atletico en hann sneri aftur til Manchester til að ræða málin við nýja knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Þar vóg örugglega þungt að stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo og sendi félaginu formlega tilkynningu þess vegna. Þar var ekki talað undir rós. „Í ljósi þess að félagið á möguleika á að fá Cristiano Ronaldo, og ef að það sé meira en orðrómur, þá lýsum við yfir algjörri andstöðu við slík áform. Umræddur leikmaður stendur fyrir andstöðu þeirra gilda sem hafa byggt upp Atleti eins og vinnusemi, gjafmildi, hógværð og auðmýkt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni frá Union Internacional de Peñas Atletico de Madrid. Así es el Comunicado Oficial de la Unión Internacional de Peñas del Atlético de Madrid Rechazan rotundamente el posible fichaje de Cristiano Ronaldo por ser "un jugador en franca decadencia" que "representa la antítesis de los valores del Atleti" ¿Estás de acuerdo? pic.twitter.com/VBZB4Bt5fG— Diario AS (@diarioas) July 27, 2022 Stuðningsmenn Atletico héldu líka uppi borða á æfingarleik liðsins á móti Numancia þar sem þeir mótmæltu hugsanlegri komu Ronaldo. „Þrátt fyrir að svo ólíklega vildi til, að hnignandi leikmaður eins og Cristiano Ronaldo myndi tryggja okkur titil, þá myndum við aldrei sætta okkur við komu hans. Hann myndi aldrei vinna sér inn ást okkar eða viðurkenningu,“ sagði enn fremur í þessu harðorða bréfi.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira