Skorti alvöru aðgerðir frá ríkinu til að bæta nýliðun í grænmetisrækt Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júlí 2022 11:25 Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar bændasamtakanna, segir ríkið þurfa að gera miklu betur til að bæta úr nýliðun í grænmetisrækt. Axel Sæland Formaður Sambands garðyrkjubænda segir lægra hlutfall íslensks grænmetis í verslunum skýrast af skorti á nýliðun. Hann segir of erfitt fyrir nýliða að komast að og að ríkið þurfi bæði að einfalda regluverk og setja meiri pening í nýliðunarsjóði. Nýverið bárust fréttir af því að umfang grænmetisframleiðslu hafi minnkað undanfarinn áratug og hlutfall íslensks grænmetis sé lægra en það var 2010. Af því tilefni kom Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, í Bítið til að ræða um stöðu íslenskrar grænmetisframleiðslu. Axel segir að þetta sé ekki æskileg þróun og að það sé á brattann að sækja á mörgum stöðum í garðyrkjunni, útiræktun fari sérstaklega hallandi. Helstu ástæðurnar fyrir því séu að þau hefðbundnu kynslóðaskipti sem áttu sér stað á bæjum á árum áður séu ekki jafn algeng í dag og sömuleiðis sé nýliðun lítil. Aðspurður hvort það sé engin sérstök örvun af hálfu hins opinbera til að reyna að auka nýliðun segir Axel að 2016 hafi garðyrkjubændur og nýliðar í fyrsta skipti átt möguleika á að sækja um styrk til að fjárfesta í jörðum eða rekstri. Heildarupphæð styrksins sé 140 milljónir en hún nái hins vegar yfir allan búskap. „Þetta er erfitt að sækja og nálgast, þú þarft að uppfylla alls konar skilyrði, skiljanlega, til að geta gengið inn í þetta, en fjármagnið er lítið og kostnaðurinn mikill. Þú þarft að eignast land eða leigja land og fjárfesta í miklum búnaði til að koma þér af stað,“ segir Axel. Vantar ungt fólk í grænmetisræktun Axel segir að eina leiðin til að hækka hlutfall íslensks grænmetis á markaði sé að ungt fólk sjái tækifæri í því að fara í ræktun. Til þess þurfi að búa til skilyrði fyrir það, upplýsa ungt fólk um fæðuöryggi og sýna því hvað sé gefandi að starfa í náttúrunni. „Ísland býður upp á allt, við höfum landið, við höfum jarðveginn og orkuna. Það er allt með okkur og þarf í rauninni bara vilja ríkisins til að standa á bak við okkur í þessu,“ segir Axel. Axel segir að það skorti ekki áhugann, fleiri fari í garðyrkjunám og það sé mikill áhugi neytenda á íslensku grænmeti. Hins vegar sé of erfitt að komast inn í greinina. Býlum hafi fækkað og þau sem eru eftir hafa stækkað, því sé stöðugt erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn. „Við bindum miklar vonir við að það sé að verða ákveðin breyting í hugarfari. En það er ekki bara nóg að tala upp garðyrkjuna í fjölmiðlum, við þurfum að fara í alvöru aðgerðir, hvort sem er á regluverki eða í peningum,“ segir Axel. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Nýverið bárust fréttir af því að umfang grænmetisframleiðslu hafi minnkað undanfarinn áratug og hlutfall íslensks grænmetis sé lægra en það var 2010. Af því tilefni kom Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, í Bítið til að ræða um stöðu íslenskrar grænmetisframleiðslu. Axel segir að þetta sé ekki æskileg þróun og að það sé á brattann að sækja á mörgum stöðum í garðyrkjunni, útiræktun fari sérstaklega hallandi. Helstu ástæðurnar fyrir því séu að þau hefðbundnu kynslóðaskipti sem áttu sér stað á bæjum á árum áður séu ekki jafn algeng í dag og sömuleiðis sé nýliðun lítil. Aðspurður hvort það sé engin sérstök örvun af hálfu hins opinbera til að reyna að auka nýliðun segir Axel að 2016 hafi garðyrkjubændur og nýliðar í fyrsta skipti átt möguleika á að sækja um styrk til að fjárfesta í jörðum eða rekstri. Heildarupphæð styrksins sé 140 milljónir en hún nái hins vegar yfir allan búskap. „Þetta er erfitt að sækja og nálgast, þú þarft að uppfylla alls konar skilyrði, skiljanlega, til að geta gengið inn í þetta, en fjármagnið er lítið og kostnaðurinn mikill. Þú þarft að eignast land eða leigja land og fjárfesta í miklum búnaði til að koma þér af stað,“ segir Axel. Vantar ungt fólk í grænmetisræktun Axel segir að eina leiðin til að hækka hlutfall íslensks grænmetis á markaði sé að ungt fólk sjái tækifæri í því að fara í ræktun. Til þess þurfi að búa til skilyrði fyrir það, upplýsa ungt fólk um fæðuöryggi og sýna því hvað sé gefandi að starfa í náttúrunni. „Ísland býður upp á allt, við höfum landið, við höfum jarðveginn og orkuna. Það er allt með okkur og þarf í rauninni bara vilja ríkisins til að standa á bak við okkur í þessu,“ segir Axel. Axel segir að það skorti ekki áhugann, fleiri fari í garðyrkjunám og það sé mikill áhugi neytenda á íslensku grænmeti. Hins vegar sé of erfitt að komast inn í greinina. Býlum hafi fækkað og þau sem eru eftir hafa stækkað, því sé stöðugt erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn. „Við bindum miklar vonir við að það sé að verða ákveðin breyting í hugarfari. En það er ekki bara nóg að tala upp garðyrkjuna í fjölmiðlum, við þurfum að fara í alvöru aðgerðir, hvort sem er á regluverki eða í peningum,“ segir Axel.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira