Erlent

Bólu­setti þrjá­tíu ein­stak­linga með sömu sprautunni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Heilbrigðisstarfsmaður bólusetur konu. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Heilbrigðisstarfsmaður bólusetur konu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty

Yfirvöld í Indlandi rannsaka nú heilbrigðisstarfsmann í fylkinu Madhya Pradesh en hann er talinn hafa bólusett þrjátíu einstaklinga gegn Covid-19 með sömu sprautunni.

Atvikið átti sér stað í skóla á Sagar-svæðinu í Madhya Pradesh en verið var að bólusetja nemendur skólans. Foreldrar nemenda komust að því þegar börnin komu heim að starfsmaðurinn hafi einungis notað eina sprautu.

BBC hefur eftir manninum að honum hafi verið rétt einungis ein sprauta og hann því talið sig vera að fara eftir fyrirmælum.

Alls hafa 98 prósent Indverja fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni gegn Covid-19 og eru 90 prósent fullbólusett. Indland hefur gefið rúmlega tvo milljarða bóluefnisskammta til íbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×