Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júlí 2022 18:31 Devon Allen hefur lagt hlaupaskóna á hilluna og tekið takkaskóna fram. Steph Chambers/Getty Images Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Fyrir heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum var Allen búinn að ákveða að það yrði hans seinasta keppni í grindahlaupi. Hann flaug í gegnum undanriðlana og ætlaði sér stóra hluti í úrslitahlaupinu. Hann var fékk hins vegar ekki að hlaupa úrslitahlaupið þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir að þjófstarta, ef þjófstart má kalla, eins og lesa má um í greininni hér fyrir neðan. Þessi bandaríski fyrrum spretthlaupari ætlar nú að reyna fyrir sér í NFL-deildinni. Hann æfir nú með Philadelphia Eagles í von um að komast í liðið fyrir tímabilið sem hefst þann 8. september. Allen er enginn byrjandi í íþróttinni því hann lék amerískan fótbolta í háskóla. Hann mætti á svokallaðan „Pro day“ í vor þar sem liðum gefst tækifæri á að skoða vongóða leikmenn sem vonast til að komast í lið. Eftir að Allen hljóp 40 metra sprett á 4,35 sekúndum bauð Philadelphia Eagles honum þriggja ára samning sem hann svo skrifaði undir. Philadelphia-liðið gæti því verið komið með ágætis leynivopn í vopnabúr sitt - spretthlaupara sem þrisvar sinnum hefur orðið landsmeistari og hefur í tvígang tekið þátt á Ólympíuleikunum. Tími hans í amerískum fótbolta í háskóla var heldur ekki slæmur. Sem útherji greip Allen 41 sendingu fyrir 684 jördum á sínu fyrsta ári. NFL Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Fyrir heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum var Allen búinn að ákveða að það yrði hans seinasta keppni í grindahlaupi. Hann flaug í gegnum undanriðlana og ætlaði sér stóra hluti í úrslitahlaupinu. Hann var fékk hins vegar ekki að hlaupa úrslitahlaupið þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir að þjófstarta, ef þjófstart má kalla, eins og lesa má um í greininni hér fyrir neðan. Þessi bandaríski fyrrum spretthlaupari ætlar nú að reyna fyrir sér í NFL-deildinni. Hann æfir nú með Philadelphia Eagles í von um að komast í liðið fyrir tímabilið sem hefst þann 8. september. Allen er enginn byrjandi í íþróttinni því hann lék amerískan fótbolta í háskóla. Hann mætti á svokallaðan „Pro day“ í vor þar sem liðum gefst tækifæri á að skoða vongóða leikmenn sem vonast til að komast í lið. Eftir að Allen hljóp 40 metra sprett á 4,35 sekúndum bauð Philadelphia Eagles honum þriggja ára samning sem hann svo skrifaði undir. Philadelphia-liðið gæti því verið komið með ágætis leynivopn í vopnabúr sitt - spretthlaupara sem þrisvar sinnum hefur orðið landsmeistari og hefur í tvígang tekið þátt á Ólympíuleikunum. Tími hans í amerískum fótbolta í háskóla var heldur ekki slæmur. Sem útherji greip Allen 41 sendingu fyrir 684 jördum á sínu fyrsta ári.
NFL Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira