Gott sumar í ferðaþjónustunni en ýmsar áskoranir fram undan Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. júlí 2022 19:07 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Halldórsson Ferðaþjónustan hefur tekið hratt við sér eftir faraldurinn en Ísland er nánast upp bókað næstu mánuði. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir greinina þó standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þar sem tryggja þurfi að framboð sé í takt við eftirspurn. Margir ferðamenn eru hér á landi þetta sumarið en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni nærri fjórfölduðust erlendar gistinætur á milli ára í júní. Skráðar gistinætur í heildina vori rúmlega 1,1 milljón, þar af voru gistinætur erlendra ferðamanna um 80 prósent. Svipaða sögu má segja um fjölda erlendra farþega en þeir voru ríflega 176 þúsund í júní og fjölgaði um tæplega 134 þúsund milli ára. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár en til samanburðar voru þeir tæplega 700 þúsund í fyrra. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir enn mikla eftirspurn til staðar þar sem Ísland sé nánast upp bókað út ágúst. „Þetta er í rauninni bara gríðarlega gott sumar sem við erum að eiga en síðan er kannski stóra spurningin hversu lengi það endist inn í haustið,“ segir Jóhannes. „Við sjáum að það virðist vera vel bókað svona út september og við náttúrulega vonumst til þess að sjá þetta endast lengra inn í október og nóvember, og vonandi fá góða jólavertíð,“ segir hann enn fremur. Tímabilið gæti lengst heilt yfir en það sé yfirleitt styttra á landsbyggðinni, sem þurfi að bæta. „Þetta er ein af stóru áskorununum sem við þurfum að vinna í, bæði greinin og stjórnvöld, að ná meiri dreifingu ferðamanna og minni árstíðarsveiflu í rauninni yfir allt landið. Það er bara verkefni sem hefur náðst ágætis árangur að sumu leyti, en í raun og veru mikið verk óunnið í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir allt telur hann ferðaþjónustuna ekki komna að þolmörkum. Ljóst sé þó að þörf sé á betri mönnun, frekari uppbyggingu, og fjárfestingum á innviðum til að takast á við aukinn fjölda ferðamanna. Viðbúið sé að næstu sumur verði einfaldari en þetta, en þó séu takmörk fyrir því hversu margir ferðamenn geti komið til landsins í framtíðinni. „Við höfum engan sérstakan áhuga að fá einhvern sprengjuvöxt hér tíu ár inn í framtíðina eins og við vorum með hér fyrir faraldur, það býr bara til álag á innviði og annað. Við þurfum að geta unnið þetta sjálfbært upp, byggt upp innviðina og strúktúrað okkar ferðaþjónustuframboð í takt við eftirspurnina, og mér sýnist nú meiri líkur að það verði þannig heldur en hitt,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. 25. júlí 2022 15:03 Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. 24. júlí 2022 09:03 Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. 22. júlí 2022 21:05 Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. 20. júlí 2022 22:30 Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Margir ferðamenn eru hér á landi þetta sumarið en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni nærri fjórfölduðust erlendar gistinætur á milli ára í júní. Skráðar gistinætur í heildina vori rúmlega 1,1 milljón, þar af voru gistinætur erlendra ferðamanna um 80 prósent. Svipaða sögu má segja um fjölda erlendra farþega en þeir voru ríflega 176 þúsund í júní og fjölgaði um tæplega 134 þúsund milli ára. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár en til samanburðar voru þeir tæplega 700 þúsund í fyrra. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir enn mikla eftirspurn til staðar þar sem Ísland sé nánast upp bókað út ágúst. „Þetta er í rauninni bara gríðarlega gott sumar sem við erum að eiga en síðan er kannski stóra spurningin hversu lengi það endist inn í haustið,“ segir Jóhannes. „Við sjáum að það virðist vera vel bókað svona út september og við náttúrulega vonumst til þess að sjá þetta endast lengra inn í október og nóvember, og vonandi fá góða jólavertíð,“ segir hann enn fremur. Tímabilið gæti lengst heilt yfir en það sé yfirleitt styttra á landsbyggðinni, sem þurfi að bæta. „Þetta er ein af stóru áskorununum sem við þurfum að vinna í, bæði greinin og stjórnvöld, að ná meiri dreifingu ferðamanna og minni árstíðarsveiflu í rauninni yfir allt landið. Það er bara verkefni sem hefur náðst ágætis árangur að sumu leyti, en í raun og veru mikið verk óunnið í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir allt telur hann ferðaþjónustuna ekki komna að þolmörkum. Ljóst sé þó að þörf sé á betri mönnun, frekari uppbyggingu, og fjárfestingum á innviðum til að takast á við aukinn fjölda ferðamanna. Viðbúið sé að næstu sumur verði einfaldari en þetta, en þó séu takmörk fyrir því hversu margir ferðamenn geti komið til landsins í framtíðinni. „Við höfum engan sérstakan áhuga að fá einhvern sprengjuvöxt hér tíu ár inn í framtíðina eins og við vorum með hér fyrir faraldur, það býr bara til álag á innviði og annað. Við þurfum að geta unnið þetta sjálfbært upp, byggt upp innviðina og strúktúrað okkar ferðaþjónustuframboð í takt við eftirspurnina, og mér sýnist nú meiri líkur að það verði þannig heldur en hitt,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. 25. júlí 2022 15:03 Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. 24. júlí 2022 09:03 Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. 22. júlí 2022 21:05 Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. 20. júlí 2022 22:30 Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. 25. júlí 2022 15:03
Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. 24. júlí 2022 09:03
Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. 22. júlí 2022 21:05
Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. 20. júlí 2022 22:30
Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30