Fótbolti

Stjörnuframherji Dortmund hefur lyfjameðferð vegna krabbameins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sebastian Haller
Sebastian Haller vísir/Getty

Þýska úrvalsdeildarliðið Borussia Dortmund hefur staðfest að Sebastian Haller hafi gengist undir aðgerð eftir að æxli í eistum gerðu vart við sig og við taki lyfjameðferð næstu mánuðina.

Hinn 28 ára gamli Haller gekk í raðir Dortmund frá Ajax í sumar og var honum ætlað að fylla skarð Erling Braut Haaland sem var seldur til Man City eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Dortmund undanfarin ár.

Í tilkynningu Dortmund í dag segir að Haller muni fá bestu mögulegu læknisaðstoð og að batalíkurnar séu góðar.

Dortmund borgaði rúmar 30 milljónir evra fyrir Fílbeinsstrendinginn sem skoraði 34 mörk fyrir Ajax á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×