Djammið enn með Covid-einkenni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 20:01 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/Vésteinn Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. Verslunarmannahelgin er farin af stað, með tilheyrandi skemmtunum og djammi um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin róleg og virðast hátíðargestir hafa skemmt sér fallega. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, þar af eitt meiriháttar. Þá var ekkert ofbeldisbrot á borði lögreglunnar í Eyjum eftir gærkvöldið og nóttina. Í samtali við fréttastofu sagði Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, að óvenju lítið hafi verið að gera miðað við fyrri þjóðhátíðir. Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. Samkvæmt upplýsingum þaðan var þó nokkuð um ölvun og vímuefnaneyslu. Heilt yfir hafi fólk þó skemmt sér prúðmannlega. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan nokkuð að gera. „En heilt yfir var bara gærkvöldið mjög gott og það sem stendur aðallega upp úr er að það var ekkert alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys. Það er nú það sem stendur upp úr eftir nóttina,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En hver eru skilaboðin til þeirra sem ætla að taka snúning á djamminu í kvöld? „Bara að skemmta sér og fara varlega.“ Spurning hvort djammið breytist með haustinu Skúli segir skemmtanahald hafa breytt um farveg í faraldrinum, en þær breytingar ekki gengið til baka. „Skemmtanahaldið er nú þannig að fólk fer fyrr út, bæði út að borða og allt það, og fer fyrr út að skemmta sér. Það fer aðeins fyrr heim. En við vitum svo sem ekki hvernig framtíðin á eftir að þróast í þessu, hvort að þetta eigi eftir að breytast með haustinu. Fólk greinilega fer aðeins fyrr heim, það er alveg ljóst.“ Og þið kannski vonið að þetta haldist svona, frekar en ekki? „Ja, þetta er reyndar bara ágætt svona held ég,“ segir Skúli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er farin af stað, með tilheyrandi skemmtunum og djammi um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin róleg og virðast hátíðargestir hafa skemmt sér fallega. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, þar af eitt meiriháttar. Þá var ekkert ofbeldisbrot á borði lögreglunnar í Eyjum eftir gærkvöldið og nóttina. Í samtali við fréttastofu sagði Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, að óvenju lítið hafi verið að gera miðað við fyrri þjóðhátíðir. Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. Samkvæmt upplýsingum þaðan var þó nokkuð um ölvun og vímuefnaneyslu. Heilt yfir hafi fólk þó skemmt sér prúðmannlega. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan nokkuð að gera. „En heilt yfir var bara gærkvöldið mjög gott og það sem stendur aðallega upp úr er að það var ekkert alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys. Það er nú það sem stendur upp úr eftir nóttina,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En hver eru skilaboðin til þeirra sem ætla að taka snúning á djamminu í kvöld? „Bara að skemmta sér og fara varlega.“ Spurning hvort djammið breytist með haustinu Skúli segir skemmtanahald hafa breytt um farveg í faraldrinum, en þær breytingar ekki gengið til baka. „Skemmtanahaldið er nú þannig að fólk fer fyrr út, bæði út að borða og allt það, og fer fyrr út að skemmta sér. Það fer aðeins fyrr heim. En við vitum svo sem ekki hvernig framtíðin á eftir að þróast í þessu, hvort að þetta eigi eftir að breytast með haustinu. Fólk greinilega fer aðeins fyrr heim, það er alveg ljóst.“ Og þið kannski vonið að þetta haldist svona, frekar en ekki? „Ja, þetta er reyndar bara ágætt svona held ég,“ segir Skúli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira