Hann var reyndar á varamannabekk Lilleström þegar flautað var til leiks gegn Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hólmberti var skipt inná eftir rúmlega hálftíma leik en þá var leikurinn enn markalaus.
Raunar var markalaust allt þar til Pal Helland skoraði úr vítaspyrnu á 77.mínútu og kom Lilleström í forystu.
Hólmbert gulltryggði svo sigur Lilleström með marki á 84.mínútu og lokatölur 0-2 fyrir Lilleström sem er þremur stigum á eftir toppliði Molde en á leik til góða.
Molde vann öruggan 3-0 sigur á Stromsgodset í dag þar sem Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Molde og Ari Leifsson sat allan tímann á varamannabekk Stromsgodset.