Fótbolti

Mead bæði markahæst og best á EM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Beth Mead var frábær á EM.
Beth Mead var frábær á EM. vísir/Getty

Beth Mead átti frábært mót fyrir England og átti stóran þátt í að liðið tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni.

UEFA hefur nú gefið út hverjir unnu einstaklingsverðlaun á mótinu og var hin 27 ára gamla Mead, sem leikur fyrir Arsenal, valin best.

Hún fær einnig gullskóinn en hún skoraði sex mörk í mótinu líkt og Alexandra Popp hjá Þýskalandi en þar sem Mead var með fleiri stoðsendingar fellur gullskórinn henni í skaut.

Hin tvítuga Lena Oberdorf var valin besti ungi leikmaðurinn en hún spilaði frábærlega inn á miðju Þýskalands í mótinu.


Tengdar fréttir

Nýtt áhorfendamet slegið á Wembley

Aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik í lokakeppni Evrópumóts í fótbolta en á Wembley í dag þegar England og Þýskaland mættust í úrslitum.

England Evrópumeistari í fyrsta sinn

England er Evrópumeistari í knattspyrnu í fyrsta sinn eftir sigur á áttföldum Evrópumeisturum Þjóðverja á Wembley í London í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×