Leikmenn Englands trufluðu blaðamannafund Wiegman syngjandi og trallandi Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 10:00 Leikmenn enska liðsins stálu senunni. Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images Leikmenn enska kvennalandsliðsins fögnuðu skiljanlega vel eftir sigur á Þýskalandi í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum í gær. Liðið var að vinna fyrsta stóra titil Englands frá árinu 1966. Karlalandslið Englands hefur löngum verið haft að háði og spotti vegna misheppnaðra tilrauna til þess að fagna sigri á EM og HM í gegnum tíðina sem iðulega hefur mistekist gegn Þjóðverjum og/eða eftir vítaspyrnukeppni. Enska kvennalandsliðið kvað þá grýlu niður í gær og fagnaði sigri eftir sigurmark Chloe Kelly á 110. mínútu og tíu mínútur af tímasóun í kjölfarið. Karina Wiegman, þjálfari liðsins, hefur eðlilega hlotið mikið lof fyrir að koma titlinum „heim“ til Englands. It's coming home A familiar song breaks out from the #Lionesses in Sarina Wiegman s press conference following England s Euros win. @GirlsontheBall | #WEURO2022pic.twitter.com/V4pTxuuwn0— The Athletic (@TheAthletic) July 31, 2022 Þar er vísað í texta lagsins Three Lions eftir grínistanna David Baddiel og Frank Skinner sem kom út í aðdraganda EM karla 1996 sem haldið var á Englandi. Lagið hefur náð nýjum hæðum undanfarin ár þar sem Englendingar hafa endurnýjað trú sína á því að karlaliðið geti unnið alþjóðlegt mót á ný, en England lenti í fjórða sæti á HM í Rússlandi 2018 og hlaut silfur á EM allsstaðar í fyrra, eftir tap fyrir Ítalíu í úrslitum á Wembley. Það var ekki fyrr en í gær, 26 árum eftir útgáfu lagsins, sem raunveruleg ástæða var til að syngja „Hann kemur heim“ (e. It's coming home) og það gerðu leikmenn enska liðsins er þær, allar með tölu, trufluðu blaðamannafund Wiegman eftir leik, henni til mikillar ánægju. Wiegman hafði gaman af.Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Karlalandslið Englands hefur löngum verið haft að háði og spotti vegna misheppnaðra tilrauna til þess að fagna sigri á EM og HM í gegnum tíðina sem iðulega hefur mistekist gegn Þjóðverjum og/eða eftir vítaspyrnukeppni. Enska kvennalandsliðið kvað þá grýlu niður í gær og fagnaði sigri eftir sigurmark Chloe Kelly á 110. mínútu og tíu mínútur af tímasóun í kjölfarið. Karina Wiegman, þjálfari liðsins, hefur eðlilega hlotið mikið lof fyrir að koma titlinum „heim“ til Englands. It's coming home A familiar song breaks out from the #Lionesses in Sarina Wiegman s press conference following England s Euros win. @GirlsontheBall | #WEURO2022pic.twitter.com/V4pTxuuwn0— The Athletic (@TheAthletic) July 31, 2022 Þar er vísað í texta lagsins Three Lions eftir grínistanna David Baddiel og Frank Skinner sem kom út í aðdraganda EM karla 1996 sem haldið var á Englandi. Lagið hefur náð nýjum hæðum undanfarin ár þar sem Englendingar hafa endurnýjað trú sína á því að karlaliðið geti unnið alþjóðlegt mót á ný, en England lenti í fjórða sæti á HM í Rússlandi 2018 og hlaut silfur á EM allsstaðar í fyrra, eftir tap fyrir Ítalíu í úrslitum á Wembley. Það var ekki fyrr en í gær, 26 árum eftir útgáfu lagsins, sem raunveruleg ástæða var til að syngja „Hann kemur heim“ (e. It's coming home) og það gerðu leikmenn enska liðsins er þær, allar með tölu, trufluðu blaðamannafund Wiegman eftir leik, henni til mikillar ánægju. Wiegman hafði gaman af.Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images
EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira