Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2022 21:04 Ólafur segir bæjarbúa undirbúna fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. Vísir/Hallgerður Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. Almannavarnarnefnd fundaði í hádeginu ásamt stórum hópi til að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kring um ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stærsti skjálftinn var í gær, og mældist hann 5,5 að stærð, en á annan tug skjálfta yfir þremur að stærð hafa mælst í nótt og í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Ívar „Til þess að vera við öllu búin þurfum við að vita hvers er að vænta eins og hægt er hverju sinni, það eru núna miklu meiri mælingar til heldur en í upphafi, fyrir tveimur og hálfu ári þegar þessar hrinur byrjuðu og jarðskjálftarnir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Komi til eldgoss séu mestar líkur á að það verði á svipuðum slóðum og gosið í Geldingadölum. „Sem er eins gott og hugsast getur miðað við að það gjósi á annað borð og það verði uppi hraun. Þannig að við bara verðum að búast við þessu og bregðast við eftir aðstæðum.“ Fólk sé orðið þreytt á skjálftunum. „Þessir stærstu eru erfiðir að upplifa vegna þess að þeir eru svo sterkir, þeir eru svo nálægt,“ segir Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður hjá Grindinni í Grindavík. Þegar stóri skjálftinn reið yfir í gær féllu innanstokksmunir víða úr hillum. „Það voru sprungur í gólfi og í raun og veru hrundu hér hlutir, kaffikönnur og allar skúffur opnar og allt þetta, það brotnuðu styttur í húsum,“ segir hann. Linoleum-gólfdúkur á verkstæði Grindarinnar sprakk í skjálftanum og löng sprunga myndaðist í anddyri verkstæðisins. Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður í Grindavík.Skjáskot Hann segir að bæjarbúum líði eins og þau séu komin aftur á sama stað og í fyrra. „Fólk gleymir ekkert því sem var í gangi í fyrra. Það var mjög langur tími, nokkrar vikur, stanslausir skjálftar og svona miðað við umræðuna hjá fólki finnst mér fólk vera komið þangað: já, já þetta er að byrja aftur, það sem við gengum í gegn um í fyrra.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05 „Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Almannavarnarnefnd fundaði í hádeginu ásamt stórum hópi til að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kring um ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stærsti skjálftinn var í gær, og mældist hann 5,5 að stærð, en á annan tug skjálfta yfir þremur að stærð hafa mælst í nótt og í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Ívar „Til þess að vera við öllu búin þurfum við að vita hvers er að vænta eins og hægt er hverju sinni, það eru núna miklu meiri mælingar til heldur en í upphafi, fyrir tveimur og hálfu ári þegar þessar hrinur byrjuðu og jarðskjálftarnir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Komi til eldgoss séu mestar líkur á að það verði á svipuðum slóðum og gosið í Geldingadölum. „Sem er eins gott og hugsast getur miðað við að það gjósi á annað borð og það verði uppi hraun. Þannig að við bara verðum að búast við þessu og bregðast við eftir aðstæðum.“ Fólk sé orðið þreytt á skjálftunum. „Þessir stærstu eru erfiðir að upplifa vegna þess að þeir eru svo sterkir, þeir eru svo nálægt,“ segir Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður hjá Grindinni í Grindavík. Þegar stóri skjálftinn reið yfir í gær féllu innanstokksmunir víða úr hillum. „Það voru sprungur í gólfi og í raun og veru hrundu hér hlutir, kaffikönnur og allar skúffur opnar og allt þetta, það brotnuðu styttur í húsum,“ segir hann. Linoleum-gólfdúkur á verkstæði Grindarinnar sprakk í skjálftanum og löng sprunga myndaðist í anddyri verkstæðisins. Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður í Grindavík.Skjáskot Hann segir að bæjarbúum líði eins og þau séu komin aftur á sama stað og í fyrra. „Fólk gleymir ekkert því sem var í gangi í fyrra. Það var mjög langur tími, nokkrar vikur, stanslausir skjálftar og svona miðað við umræðuna hjá fólki finnst mér fólk vera komið þangað: já, já þetta er að byrja aftur, það sem við gengum í gegn um í fyrra.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05 „Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05
„Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41
Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01