Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2022 21:04 Ólafur segir bæjarbúa undirbúna fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. Vísir/Hallgerður Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. Almannavarnarnefnd fundaði í hádeginu ásamt stórum hópi til að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kring um ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stærsti skjálftinn var í gær, og mældist hann 5,5 að stærð, en á annan tug skjálfta yfir þremur að stærð hafa mælst í nótt og í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Ívar „Til þess að vera við öllu búin þurfum við að vita hvers er að vænta eins og hægt er hverju sinni, það eru núna miklu meiri mælingar til heldur en í upphafi, fyrir tveimur og hálfu ári þegar þessar hrinur byrjuðu og jarðskjálftarnir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Komi til eldgoss séu mestar líkur á að það verði á svipuðum slóðum og gosið í Geldingadölum. „Sem er eins gott og hugsast getur miðað við að það gjósi á annað borð og það verði uppi hraun. Þannig að við bara verðum að búast við þessu og bregðast við eftir aðstæðum.“ Fólk sé orðið þreytt á skjálftunum. „Þessir stærstu eru erfiðir að upplifa vegna þess að þeir eru svo sterkir, þeir eru svo nálægt,“ segir Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður hjá Grindinni í Grindavík. Þegar stóri skjálftinn reið yfir í gær féllu innanstokksmunir víða úr hillum. „Það voru sprungur í gólfi og í raun og veru hrundu hér hlutir, kaffikönnur og allar skúffur opnar og allt þetta, það brotnuðu styttur í húsum,“ segir hann. Linoleum-gólfdúkur á verkstæði Grindarinnar sprakk í skjálftanum og löng sprunga myndaðist í anddyri verkstæðisins. Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður í Grindavík.Skjáskot Hann segir að bæjarbúum líði eins og þau séu komin aftur á sama stað og í fyrra. „Fólk gleymir ekkert því sem var í gangi í fyrra. Það var mjög langur tími, nokkrar vikur, stanslausir skjálftar og svona miðað við umræðuna hjá fólki finnst mér fólk vera komið þangað: já, já þetta er að byrja aftur, það sem við gengum í gegn um í fyrra.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05 „Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Almannavarnarnefnd fundaði í hádeginu ásamt stórum hópi til að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kring um ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stærsti skjálftinn var í gær, og mældist hann 5,5 að stærð, en á annan tug skjálfta yfir þremur að stærð hafa mælst í nótt og í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Ívar „Til þess að vera við öllu búin þurfum við að vita hvers er að vænta eins og hægt er hverju sinni, það eru núna miklu meiri mælingar til heldur en í upphafi, fyrir tveimur og hálfu ári þegar þessar hrinur byrjuðu og jarðskjálftarnir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Komi til eldgoss séu mestar líkur á að það verði á svipuðum slóðum og gosið í Geldingadölum. „Sem er eins gott og hugsast getur miðað við að það gjósi á annað borð og það verði uppi hraun. Þannig að við bara verðum að búast við þessu og bregðast við eftir aðstæðum.“ Fólk sé orðið þreytt á skjálftunum. „Þessir stærstu eru erfiðir að upplifa vegna þess að þeir eru svo sterkir, þeir eru svo nálægt,“ segir Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður hjá Grindinni í Grindavík. Þegar stóri skjálftinn reið yfir í gær féllu innanstokksmunir víða úr hillum. „Það voru sprungur í gólfi og í raun og veru hrundu hér hlutir, kaffikönnur og allar skúffur opnar og allt þetta, það brotnuðu styttur í húsum,“ segir hann. Linoleum-gólfdúkur á verkstæði Grindarinnar sprakk í skjálftanum og löng sprunga myndaðist í anddyri verkstæðisins. Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður í Grindavík.Skjáskot Hann segir að bæjarbúum líði eins og þau séu komin aftur á sama stað og í fyrra. „Fólk gleymir ekkert því sem var í gangi í fyrra. Það var mjög langur tími, nokkrar vikur, stanslausir skjálftar og svona miðað við umræðuna hjá fólki finnst mér fólk vera komið þangað: já, já þetta er að byrja aftur, það sem við gengum í gegn um í fyrra.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05 „Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05
„Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41
Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent