Tveir myrtir í Otta í Noregi Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2022 10:04 Tveir voru stungnir til bana í bænum Otta í Noregi og hefur hinn grunaði verið handtekinn. Mynd tengist frétt ekki beint. EPA/Lise Aserud Tveir voru myrtir í Otta í Noregi í gærkvöldi en lögreglurannsókn stendur yfir þar núna. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana hringdi sjálfur í lögregluna um kvöldmatarleytið og var handtekinn þegar lögreglan kom á staðinn. Norska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Rannsóknardeild lögreglunnar í Noregi, Kripos, kom á vettvang í gærkvöldi. Rannsókn hennar og lögreglunnar á svæðinu stóð yfir í alla nótt og heldur áfram í dag. Handtóku manninn án erfiða Kristian Bjaanes, aðgerðarstjóri lögreglu í Otta, sagði í samtali við NRK að lögreglan hefði fengið tilkynningu klukkan sex í gærkvöldi þar sem maður hringdi inn og sagðist hafa stungið tvo. Hann segir að lögreglan hefði farið á staðinn í kjölfarið. Þar hefðu þau fundið hina tvo látnu og handtekið manninn sem hringdi inn, án erfiða. Bjaanes segir að lögreglan hafi nokkuð skýra mynd af því sem gerðist en rannsókn málsins væri samt bara nýhafin. Frederik Thompsen, sem stýrir rannsókninni, segir að það sé of snemmt að segja hvort það séu einhver tengsl milli hins grunaða og hinna látnu. Allir þrír séu norskir ríkisborgarar eftir því sem lögreglan viti best. Rannsóknarinnar vegna muni lögreglan ekki greina frá atburðarás glæpsins. Andlegt ástand mannsins ekki gott Anders Bjørnsen, lögmaður hins grunaða, sagði við NRK að hinn grunaði væri í meðhöndlun heilbrigðisyfirvalda og að geðheilbrigði mannsins þyrfti mögulega að skoða fyrir dómnum. Hann sagði að andleg líðan mannsins hafi ekki verið góð þegar hann hitti skjólstæðing sinn í gær. Þá hefði hann enga hugmynd um hvað hefði vakað fyrir manninum þegar hann framdi verknaðinn. Lögmaðurinn sagðist ekki vita hvað vakti fyrir manninum þegar hann framdi verknaðinn. Hann bætti við að geðheilbrigði mannsins væri sérstakt álitamál sem þyrfti að skoða fyrir dómstólum. Noregur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Norska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Rannsóknardeild lögreglunnar í Noregi, Kripos, kom á vettvang í gærkvöldi. Rannsókn hennar og lögreglunnar á svæðinu stóð yfir í alla nótt og heldur áfram í dag. Handtóku manninn án erfiða Kristian Bjaanes, aðgerðarstjóri lögreglu í Otta, sagði í samtali við NRK að lögreglan hefði fengið tilkynningu klukkan sex í gærkvöldi þar sem maður hringdi inn og sagðist hafa stungið tvo. Hann segir að lögreglan hefði farið á staðinn í kjölfarið. Þar hefðu þau fundið hina tvo látnu og handtekið manninn sem hringdi inn, án erfiða. Bjaanes segir að lögreglan hafi nokkuð skýra mynd af því sem gerðist en rannsókn málsins væri samt bara nýhafin. Frederik Thompsen, sem stýrir rannsókninni, segir að það sé of snemmt að segja hvort það séu einhver tengsl milli hins grunaða og hinna látnu. Allir þrír séu norskir ríkisborgarar eftir því sem lögreglan viti best. Rannsóknarinnar vegna muni lögreglan ekki greina frá atburðarás glæpsins. Andlegt ástand mannsins ekki gott Anders Bjørnsen, lögmaður hins grunaða, sagði við NRK að hinn grunaði væri í meðhöndlun heilbrigðisyfirvalda og að geðheilbrigði mannsins þyrfti mögulega að skoða fyrir dómnum. Hann sagði að andleg líðan mannsins hafi ekki verið góð þegar hann hitti skjólstæðing sinn í gær. Þá hefði hann enga hugmynd um hvað hefði vakað fyrir manninum þegar hann framdi verknaðinn. Lögmaðurinn sagðist ekki vita hvað vakti fyrir manninum þegar hann framdi verknaðinn. Hann bætti við að geðheilbrigði mannsins væri sérstakt álitamál sem þyrfti að skoða fyrir dómstólum.
Noregur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira