Pólskur miðill: Verður þetta Stjarnan taka tvö? Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2022 16:45 Víkingur tekur á móti Lech Poznan á fimmtudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Pólski fótboltamiðillinn Gol24 kynnti Víkinga til leiks á vef sínum í dag er hitað var upp fyrir viðureign Víkings við Lech Poznan í Sambandsdeildinni. Fyrri leikur liðanna fer fram á fimmtudagskvöldið í Víkinni. Víkingur hafði betur gegn TNS frá Wales í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og firnasterkt lið Póllandsmeistara Lech Poznan bíður Íslandsmeistaranna. Pólski miðillinn Gol24 hitar upp fyrir leikinn í dag þar sem bent er á að Víkingar séu með öflugan þjálfara sem vilji spila boltanum. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings en hann er sagður sterkur karakter, gæddur persónutöfrum, sem eigi auðvelt með að laða til sín leikmenn. Hann vilji spila hraðan pressubolta og leikmenn hans þekki vel sín hlutverk á hverju svæði vallarins. Honum er þá líkt við Argentínumanninn Marcelo Bielsa, sem þjálfaði síðast Leeds United á Englandi. Víkingar eru sagðir spila sóknarþenkjandi bolta sem hafi til að mynda sýnt sig í 6-1 stórsigri Víkings á Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Það geti hins vegar verið á kostnað varnarleiks, líkt og sést í 5-6 samanlögðu tapi fyrir Malmö í næstu umferð keppninnar. Stjarnan endurtekin? Þeir pólsku eru þá minnugir þess þegar Stjarnan sló Lech Poznan úr keppni í Evrópudeildinni árið 2014. Stjarnan vann það einvígi samanlagt 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í Garðabæ, en þá hélt liðið út í markalausu jafntefli ytra í síðari leiknum. Ekki er búist við samskonar einvígi þar sem Stjörnumenn lágu meira og minna í vörn í 180 mínútur, þar sem Víkingarnir kunni betur við sig töluvert ofar á vellinum. Íslendingarnir geti gert Poznan erfitt fyrir með pressu sinni, en leikmenn Poznan geti hins vegar leitað hefnda, og til þess þurfi einstaklingsgæði innan bláklædda liðsins að fá að njóta sín. Þeir pólsku gera fastlega ráð fyrir sigri Lech Poznan í einvíginu en einnig er bent á að Víkingar hafi misst sinn besta leikmann, Kristal Mána Ingason, sem gekk í raðir Rosenborgar um helgina. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Víkingur hafði betur gegn TNS frá Wales í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og firnasterkt lið Póllandsmeistara Lech Poznan bíður Íslandsmeistaranna. Pólski miðillinn Gol24 hitar upp fyrir leikinn í dag þar sem bent er á að Víkingar séu með öflugan þjálfara sem vilji spila boltanum. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings en hann er sagður sterkur karakter, gæddur persónutöfrum, sem eigi auðvelt með að laða til sín leikmenn. Hann vilji spila hraðan pressubolta og leikmenn hans þekki vel sín hlutverk á hverju svæði vallarins. Honum er þá líkt við Argentínumanninn Marcelo Bielsa, sem þjálfaði síðast Leeds United á Englandi. Víkingar eru sagðir spila sóknarþenkjandi bolta sem hafi til að mynda sýnt sig í 6-1 stórsigri Víkings á Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Það geti hins vegar verið á kostnað varnarleiks, líkt og sést í 5-6 samanlögðu tapi fyrir Malmö í næstu umferð keppninnar. Stjarnan endurtekin? Þeir pólsku eru þá minnugir þess þegar Stjarnan sló Lech Poznan úr keppni í Evrópudeildinni árið 2014. Stjarnan vann það einvígi samanlagt 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í Garðabæ, en þá hélt liðið út í markalausu jafntefli ytra í síðari leiknum. Ekki er búist við samskonar einvígi þar sem Stjörnumenn lágu meira og minna í vörn í 180 mínútur, þar sem Víkingarnir kunni betur við sig töluvert ofar á vellinum. Íslendingarnir geti gert Poznan erfitt fyrir með pressu sinni, en leikmenn Poznan geti hins vegar leitað hefnda, og til þess þurfi einstaklingsgæði innan bláklædda liðsins að fá að njóta sín. Þeir pólsku gera fastlega ráð fyrir sigri Lech Poznan í einvíginu en einnig er bent á að Víkingar hafi misst sinn besta leikmann, Kristal Mána Ingason, sem gekk í raðir Rosenborgar um helgina. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira