Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Jakob Bjarnar skrifar 2. ágúst 2022 14:36 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði sitt fram í þinginu, að rannsókn og skýrsla um hina umdeildu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, væri á könnu ríkisendurskoðanda. Guðmundur Björgvin segir ýmislegt hafa valdið því að dregist hefur að ljúka skýrslunni. Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. Margir eru orðnir langeygir eftir skýrslunni sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til að ríkisendurskoðun myndi vinna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málið var afar umdeilt en stjórnarandstaðan vildi að skipuð yrði rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í saumana á málinu. Meirihluti þingsins samþykkti hins vegar að ríkisendurskoðandi myndi hafa rannsóknina með höndum. Brjálað að gera hjá ríkisendurskoðun Skýrslugerðin hefur hins vegar tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir, í samtali við Vísi, ýmislegt hafa valdið því. „Þetta er þannig mál. Þetta er mikil vinna og ekki eins og þetta sé eina verkefnið sem við erum með undir. Við höfum verið að vinna að nokkrum viðamiklum skýrslum í sumar um samkeppniseftirlitið, samkeppnissjóð og fleira. Það hefur verið brjálað að gera,“ segir Guðmundur Björgvin. Þá hafa verið sumarfrí hjá stofnunninni auk þess sem Covid hefur sett strik í reikninginn. Sjálfur lagðist Guðmundur Björgvin nýlega en honum hafði til þess, fullbólusettur maðurinn, tekist að forðast þau veikindi. En margir hjá ríkisendurskoðanda hafa mátt kljást við Covid. Guðmundur Björgvin segir að um fimm manns hjá ríkisendurskoðun komi að skýrslugerðinni, þar með talinn hann sjálfur. Hefði viljað láta sérstaka rannsóknarnefnd annast málið „Vinnunni hefur miðað ágætlega hjá okkur. Við reiknum með að skila henni til Alþingis í þessum mánuði. Það ræðst svo af því hvenær og með hvaða hætti Alþingi tekur hana fyrir hvenær hún birtist almenningi,“ segir Guðmundur Björgvin. Ríkisendurskoðandi sendir skýrsluna frágengna til forseta Alþingis sem þá ýtir henni áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem á sæti í fjárlaganefnd, hefur farið fram á að hún verði lögð fram þar einnig. Björn Leví segist í samtali við Vísi ekki koma sér á óvart þó skýrslan liti loks dagsins ljós í þessum mánuði. Það sé tímabært. „Það er búið að fresta þessu of oft nú þegar. Miðað við hversu umfangsmikið verkefni þetta er þá erum við bara að sjá það í verki að rannsóknarnefnd hefði átt að taka við þessu máli strax.“ Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Margir eru orðnir langeygir eftir skýrslunni sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til að ríkisendurskoðun myndi vinna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málið var afar umdeilt en stjórnarandstaðan vildi að skipuð yrði rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í saumana á málinu. Meirihluti þingsins samþykkti hins vegar að ríkisendurskoðandi myndi hafa rannsóknina með höndum. Brjálað að gera hjá ríkisendurskoðun Skýrslugerðin hefur hins vegar tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir, í samtali við Vísi, ýmislegt hafa valdið því. „Þetta er þannig mál. Þetta er mikil vinna og ekki eins og þetta sé eina verkefnið sem við erum með undir. Við höfum verið að vinna að nokkrum viðamiklum skýrslum í sumar um samkeppniseftirlitið, samkeppnissjóð og fleira. Það hefur verið brjálað að gera,“ segir Guðmundur Björgvin. Þá hafa verið sumarfrí hjá stofnunninni auk þess sem Covid hefur sett strik í reikninginn. Sjálfur lagðist Guðmundur Björgvin nýlega en honum hafði til þess, fullbólusettur maðurinn, tekist að forðast þau veikindi. En margir hjá ríkisendurskoðanda hafa mátt kljást við Covid. Guðmundur Björgvin segir að um fimm manns hjá ríkisendurskoðun komi að skýrslugerðinni, þar með talinn hann sjálfur. Hefði viljað láta sérstaka rannsóknarnefnd annast málið „Vinnunni hefur miðað ágætlega hjá okkur. Við reiknum með að skila henni til Alþingis í þessum mánuði. Það ræðst svo af því hvenær og með hvaða hætti Alþingi tekur hana fyrir hvenær hún birtist almenningi,“ segir Guðmundur Björgvin. Ríkisendurskoðandi sendir skýrsluna frágengna til forseta Alþingis sem þá ýtir henni áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem á sæti í fjárlaganefnd, hefur farið fram á að hún verði lögð fram þar einnig. Björn Leví segist í samtali við Vísi ekki koma sér á óvart þó skýrslan liti loks dagsins ljós í þessum mánuði. Það sé tímabært. „Það er búið að fresta þessu of oft nú þegar. Miðað við hversu umfangsmikið verkefni þetta er þá erum við bara að sjá það í verki að rannsóknarnefnd hefði átt að taka við þessu máli strax.“
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14