Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alls var farið í fjórtán útköll vegna heimilisofbeldis og voru tvö rán framin um helgina.
Alls voru 36 ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu og á fjórða tug ökumanna staðnir að hraðakstri á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Tveir þeirra voru á tæplega 160 kílómetra hraða og þurfa því að sæta sviptingu ökuréttinda og greiða tvö hundruð þúsund króna sekt.