Ríkur tannlæknir dæmdur fyrir að bana eiginkonunni með haglabyssu í veiðiferð Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2022 08:01 Sonur (lengst til vinstri) og dóttir (lengst til hægri) Lawrence Rudolph á leið í réttarsal þann 13. júlí síðastliðinn. Bæði hafa þau stutt föður sinn í málinu. Ap/David Zalubowski Auðugur bandarískur tannlæknir sem sakaður var um að hafa skotið eiginkonu sína til bana með haglabyssu í veiðileiðangri í Afríku var í gær sakfelldur fyrir morð og póstsvik. Hinn 67 ára Lawrence Rudolph var ákærður fyrir að hafa myrt Bianca Rudolph í Sambíu árið 2016 og brotið lög þegar hann leysti út 4,8 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni hennar. Réttað var yfir Rudolph í Denver í Colorado og gæti hann átt yfir höfði sér hámarksrefsingu sem samsvarar lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Rudolph hélt fram sakleysi sínu og hefur einn verjenda hans hefur gefið út að niðurstöðunni verði áfrýjað. Málsvörnin byggði á því að eiginkona Rudolphs til 34 ára hafi skotið sjálfa sig þegar hún reyndi að pakka haglabyssunni niður í flýti, rétt fyrir heimferðina til Bandaríkjanna. Saksóknarar sögðu þetta ómögulegt þar sem skotsárið hafi komið frá byssu sem hafi verið í sextíu sentímetra til eins metra fjarlægð frá henni. Leiðsögumaður hjónanna sagði lögreglu að Rudolph hafi afhlaðið skammbyssuna daginn fyrir atvikið en sjálfur sagðist Rudolph ekki muna hvort hann hafi gert það. Eftir atvikið segist Rudolph hafa komið byssunni fyrir í bílskúrnum við heimkomuna til Bandaríkjanna þar sem hann hafi ekki viljað bera hana augum. Þegar hann hafi sett húsið á sölu árið 2018 hafi hann síðan tekið byssuna í sundur og greitt manni reiðufé til þess að flytja hana á brott með öðru rusli. Síðar hafi Rudolph komist að því að bandaríska alríkislögreglan væri að rannsaka dauðsfall eiginkonunnar. Ekki viljað deila auði sínum Hjónin voru við sportveiðar á sléttum þjóðgarðsins Kafue National Park þegar Bianca Rudolph varð fyrir skoti. Vinur hjónanna lét fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar vita og taldi að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Hann grunaði Rudolph um græsku, meðal annars vegna þess að hann vissi að Rudolph hafði reglulega haldið fram hjá eiginkonu sinni með framkvæmdastjóra tannlæknastofu sinnar. Fréttastofa NBC greindi frá því í janúar að sami vinur hafi sagt að Rudolph hafi ekki viljað skilja vegna þess að eiginkonan gæti fengið töluvert af fjármunum hans í sinn hlut við skilnaðinn. Þá hafi hann meðal annars gert breytingar á líftryggingu eiginkonu sinnar áður en þau fóru til Afríku. Bandaríkin Sambía Tengdar fréttir Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Réttað var yfir Rudolph í Denver í Colorado og gæti hann átt yfir höfði sér hámarksrefsingu sem samsvarar lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Rudolph hélt fram sakleysi sínu og hefur einn verjenda hans hefur gefið út að niðurstöðunni verði áfrýjað. Málsvörnin byggði á því að eiginkona Rudolphs til 34 ára hafi skotið sjálfa sig þegar hún reyndi að pakka haglabyssunni niður í flýti, rétt fyrir heimferðina til Bandaríkjanna. Saksóknarar sögðu þetta ómögulegt þar sem skotsárið hafi komið frá byssu sem hafi verið í sextíu sentímetra til eins metra fjarlægð frá henni. Leiðsögumaður hjónanna sagði lögreglu að Rudolph hafi afhlaðið skammbyssuna daginn fyrir atvikið en sjálfur sagðist Rudolph ekki muna hvort hann hafi gert það. Eftir atvikið segist Rudolph hafa komið byssunni fyrir í bílskúrnum við heimkomuna til Bandaríkjanna þar sem hann hafi ekki viljað bera hana augum. Þegar hann hafi sett húsið á sölu árið 2018 hafi hann síðan tekið byssuna í sundur og greitt manni reiðufé til þess að flytja hana á brott með öðru rusli. Síðar hafi Rudolph komist að því að bandaríska alríkislögreglan væri að rannsaka dauðsfall eiginkonunnar. Ekki viljað deila auði sínum Hjónin voru við sportveiðar á sléttum þjóðgarðsins Kafue National Park þegar Bianca Rudolph varð fyrir skoti. Vinur hjónanna lét fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar vita og taldi að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Hann grunaði Rudolph um græsku, meðal annars vegna þess að hann vissi að Rudolph hafði reglulega haldið fram hjá eiginkonu sinni með framkvæmdastjóra tannlæknastofu sinnar. Fréttastofa NBC greindi frá því í janúar að sami vinur hafi sagt að Rudolph hafi ekki viljað skilja vegna þess að eiginkonan gæti fengið töluvert af fjármunum hans í sinn hlut við skilnaðinn. Þá hafi hann meðal annars gert breytingar á líftryggingu eiginkonu sinnar áður en þau fóru til Afríku.
Bandaríkin Sambía Tengdar fréttir Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06