Enn engin merki um gosóróa á Reykjanesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 12:46 Enn eru engin merki um gosóróa á Reykjanesi þó jarðskjálftar séu stöðugir. Vísir/RAX Mikil skjálftavirkni er enn á Reykjanesskaga en engin merki um gosóróa. Búast má við að skjálftavirkni komi í hviðum næstu daga og vikur. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðustu daga og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þess. Þá eru verulegar líkur taldar á eldgosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. „Það er áframhaldandi skjálftavirkni og það eru rúmlega þúsund skjálftar komnir inn síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn kom núna í morgun, 4,6 að stærð, Það er bara áframhaldandi hristingur þarna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Engin merki séu um gosóróa en samkvæmt niðurstöðum aflögunarlíkana sem gerð voru í gær bendir allt til að kvikugangurinnn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kring um einn kílómetra undir yfirborðinu. Örlítið færri skjálftar hafi mælst, og fundist, undanfarinn sólarhring en dagana á undan. „Það er örlítið búið að hægja en þetta kemur í svona hviðum: Það koma margir skjálftar og svo hægist aðeins á því og svo eykst það aftur. Þannig að þetta er svona hviðukennt,“ segir Lovísa. Reykur sást rjúka upp við Fagradalsfjall í gærkvöldi, sem vakti upp áhyggjur að gos væri hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna þessa en reykurinn reyndist vera vegna elds í mosa. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki ljóst hvað olli eldinum en að hann hafi verið lítill og slokknað fljótlega. Engir fleiri skjálftar í Grímsvötnum Auk óróans á Reykjanesi hefur aukin skjálftavirkni mælst við Grímsvötn og breytti Veðurstofan litakóða fyrir Grímsvötn í gult í gær. „Það hafa engir skjálftar komið síðan það kom þarna um daginn þannig að virknin virðist vera að fara niður en við höldum áfram að fylgjast með,“ segir Lovísa. Grímsvötn hafa ekki gosið síðan 2011 og segir Lovísa því tímabært að þau gjósi, þó náttúran fylgi ekki reglum mannanna. Eldgos í Grímsvötnum yrði þá talsvert meiri hasar en eldgos á borð við það sem var í Fagradalsfjalli. „Í Grímsvötnum þá er kvikan að fara í gegn um jökulinn og þá verður sprengigos, þannig að það verður mjög mikið öskugos. Þau eru yfirleitt styttri, taka kannski tíu daga eða tvær vikur og er mjög öflugt og svo klárast það. Þannig það er töluvert ólíkt því sem er á Reykjanesi, þar sem er stöðugt hraunflæði, en þarna eru sprengingar og mikil aska,“ segir Lovísa. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðustu daga og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þess. Þá eru verulegar líkur taldar á eldgosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. „Það er áframhaldandi skjálftavirkni og það eru rúmlega þúsund skjálftar komnir inn síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn kom núna í morgun, 4,6 að stærð, Það er bara áframhaldandi hristingur þarna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Engin merki séu um gosóróa en samkvæmt niðurstöðum aflögunarlíkana sem gerð voru í gær bendir allt til að kvikugangurinnn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kring um einn kílómetra undir yfirborðinu. Örlítið færri skjálftar hafi mælst, og fundist, undanfarinn sólarhring en dagana á undan. „Það er örlítið búið að hægja en þetta kemur í svona hviðum: Það koma margir skjálftar og svo hægist aðeins á því og svo eykst það aftur. Þannig að þetta er svona hviðukennt,“ segir Lovísa. Reykur sást rjúka upp við Fagradalsfjall í gærkvöldi, sem vakti upp áhyggjur að gos væri hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna þessa en reykurinn reyndist vera vegna elds í mosa. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki ljóst hvað olli eldinum en að hann hafi verið lítill og slokknað fljótlega. Engir fleiri skjálftar í Grímsvötnum Auk óróans á Reykjanesi hefur aukin skjálftavirkni mælst við Grímsvötn og breytti Veðurstofan litakóða fyrir Grímsvötn í gult í gær. „Það hafa engir skjálftar komið síðan það kom þarna um daginn þannig að virknin virðist vera að fara niður en við höldum áfram að fylgjast með,“ segir Lovísa. Grímsvötn hafa ekki gosið síðan 2011 og segir Lovísa því tímabært að þau gjósi, þó náttúran fylgi ekki reglum mannanna. Eldgos í Grímsvötnum yrði þá talsvert meiri hasar en eldgos á borð við það sem var í Fagradalsfjalli. „Í Grímsvötnum þá er kvikan að fara í gegn um jökulinn og þá verður sprengigos, þannig að það verður mjög mikið öskugos. Þau eru yfirleitt styttri, taka kannski tíu daga eða tvær vikur og er mjög öflugt og svo klárast það. Þannig það er töluvert ólíkt því sem er á Reykjanesi, þar sem er stöðugt hraunflæði, en þarna eru sprengingar og mikil aska,“ segir Lovísa.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00
Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent