„Höfum ekkert öryggisnet lengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 11:01 Pablo Punyed, Júlíus Magnússon og Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi í Víkinni í gær. vísir/iþs Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, segir að Íslands- og bikarmeistararnir mæti brattir til leiks gegn Lech Poznan. Víkingar taka á móti pólska meistaraliðinu í Traðarlandinu í kvöld. Liðin mætast svo öðru sinni í Póllandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Víkingur hefur þegar spilað sex Evrópuleiki í sumar, meðal annars gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Víkingar velgdu sænsku meisturunum svo sannarlega undir uggum en urðu að játa sig sigraða, 6-5 samanlagt. „Ég met möguleikana svipaða og þegar við spiluðum gegn Malmö. Þeir eru besta liðið í sínu landi,“ sagði Júlíus á blaðamannafundi í Víkinni í gær. „Við verðum að bera virðingu fyrir styrkleikum þeirra en á hinn bóginn er þetta úrslitaleikur. Ef þú tapar ertu úr leik. Þú verður að sýna þitt allra besta í svona leikjum. Við höfum ekkert öryggisnet lengur,“ sagði Júlíus og vísaði til þess að ef Víkingur félli úr leik fyrir Lech Poznan væri þátttöku liðsins í Evrópukeppnum í sumar lokið. Víkingur fór í Sambandsdeildina eftir tapið fyrir Malmö en ekkert slíkt verður uppi á teningnum ef Íslands- og bikarmeistararnir lúta í lægra haldi fyrir Lech Poznan. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. 4. ágúst 2022 10:00 „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Sjá meira
Víkingar taka á móti pólska meistaraliðinu í Traðarlandinu í kvöld. Liðin mætast svo öðru sinni í Póllandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Víkingur hefur þegar spilað sex Evrópuleiki í sumar, meðal annars gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Víkingar velgdu sænsku meisturunum svo sannarlega undir uggum en urðu að játa sig sigraða, 6-5 samanlagt. „Ég met möguleikana svipaða og þegar við spiluðum gegn Malmö. Þeir eru besta liðið í sínu landi,“ sagði Júlíus á blaðamannafundi í Víkinni í gær. „Við verðum að bera virðingu fyrir styrkleikum þeirra en á hinn bóginn er þetta úrslitaleikur. Ef þú tapar ertu úr leik. Þú verður að sýna þitt allra besta í svona leikjum. Við höfum ekkert öryggisnet lengur,“ sagði Júlíus og vísaði til þess að ef Víkingur félli úr leik fyrir Lech Poznan væri þátttöku liðsins í Evrópukeppnum í sumar lokið. Víkingur fór í Sambandsdeildina eftir tapið fyrir Malmö en ekkert slíkt verður uppi á teningnum ef Íslands- og bikarmeistararnir lúta í lægra haldi fyrir Lech Poznan. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. 4. ágúst 2022 10:00 „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Sjá meira
„Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. 4. ágúst 2022 10:00
„Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00