„Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 10:00 Arnar Gunnlaugsson vill sjá hugað Víkingslið gegn Lech Poznan í kvöld. vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. „Mér líst eiginlega alltof vel á þetta. Þetta er hrikalega spennandi fyrir okkur. Við höfum stigið upp í Evrópuleikjunum í sumar og vaxið sem lið. Þetta verður erfitt verkefni og við erum klárlega lítilmagninn í þessu einvígi,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í gær. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og tapað báðum leikjum sínum í pólsku úrvalsdeildinni. Liðið kemur því haltrandi til leiks, líkt og Malmö þegar sænsku meistararnir mættu Víkingi í síðasta mánuði. Mögulega hittum við á þá á réttum tíma „Það eru líkindi milli Lech Poznan og Malmö. Þetta eru bæði mjög stór lið sem hafa átt í erfiðleikum í sínum deildum. Og þegar þú átt í erfiðleikum hefur það áhrif á sjálfstraustið, sama hvort þú ert miðlungsgaur eða stórkostlegur í fótbolta. Þeir hafa ekki byrjað tímabilið vel og mögulega hittum við þá á réttum tíma. Það er góður taktur í okkur og ég held við getum gert þeim skráveifu.“ Arnar leggur áherslu á að Víkingar þori að spila sinn fótbolta í leikjunum tveimur sem framundan eru. Hugsa um allar 180 mínúturnar „Klárlega. Þetta eru allavega 180 mínútur og þú mátt ekki hugsa bara um leikinn á morgun [í dag] og vonast eftir einhverju. Þú verður að hugsa fyrir allar 180 mínúturnar, hvernig ætlarðu að eiga möguleika að slá þá út sem er markmiðið,“ sagði Arnar. „Ég held mögulega að leiðin gæti verið að spila af fullum krafti á morgun [í dag] og reyna að vinna, eða allavega fara með góð úrslit til Póllands því ef við erum ekki barnalegir þarftu mögulega að verjast meira þá.“ Leikurinn í kvöld er sjöundi Evrópuleikur Víkings í sumar. Auk þess standa Víkingar í ströngu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa því að halda nokkrum boltum á lofti í einu en Arnari dettur ekki í hug að kvarta yfir álagi. Þreyta, smeyta „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem detta út og þeir eru bara mjög óheppnir. En ég hef aldrei kvartað yfir meiðslum í minni stjóratíð. Það þýðir voða lítið að tala um að þú sért með stóran og góðan hóp og fara svo að skæla við fyrstu meiðsli. Það kemur bara maður í manns stað og þeir verða mögulega enn hungraðri til að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim fullkomlega,“ sagði Arnar. „Þreyta, smeyta. Á þessu getustigi, þegar þú er kominn svona langt, á adrenalínið og tilhlökkunin að fara með þig nokkuð langt.“ Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Mér líst eiginlega alltof vel á þetta. Þetta er hrikalega spennandi fyrir okkur. Við höfum stigið upp í Evrópuleikjunum í sumar og vaxið sem lið. Þetta verður erfitt verkefni og við erum klárlega lítilmagninn í þessu einvígi,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í gær. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og tapað báðum leikjum sínum í pólsku úrvalsdeildinni. Liðið kemur því haltrandi til leiks, líkt og Malmö þegar sænsku meistararnir mættu Víkingi í síðasta mánuði. Mögulega hittum við á þá á réttum tíma „Það eru líkindi milli Lech Poznan og Malmö. Þetta eru bæði mjög stór lið sem hafa átt í erfiðleikum í sínum deildum. Og þegar þú átt í erfiðleikum hefur það áhrif á sjálfstraustið, sama hvort þú ert miðlungsgaur eða stórkostlegur í fótbolta. Þeir hafa ekki byrjað tímabilið vel og mögulega hittum við þá á réttum tíma. Það er góður taktur í okkur og ég held við getum gert þeim skráveifu.“ Arnar leggur áherslu á að Víkingar þori að spila sinn fótbolta í leikjunum tveimur sem framundan eru. Hugsa um allar 180 mínúturnar „Klárlega. Þetta eru allavega 180 mínútur og þú mátt ekki hugsa bara um leikinn á morgun [í dag] og vonast eftir einhverju. Þú verður að hugsa fyrir allar 180 mínúturnar, hvernig ætlarðu að eiga möguleika að slá þá út sem er markmiðið,“ sagði Arnar. „Ég held mögulega að leiðin gæti verið að spila af fullum krafti á morgun [í dag] og reyna að vinna, eða allavega fara með góð úrslit til Póllands því ef við erum ekki barnalegir þarftu mögulega að verjast meira þá.“ Leikurinn í kvöld er sjöundi Evrópuleikur Víkings í sumar. Auk þess standa Víkingar í ströngu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa því að halda nokkrum boltum á lofti í einu en Arnari dettur ekki í hug að kvarta yfir álagi. Þreyta, smeyta „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem detta út og þeir eru bara mjög óheppnir. En ég hef aldrei kvartað yfir meiðslum í minni stjóratíð. Það þýðir voða lítið að tala um að þú sért með stóran og góðan hóp og fara svo að skæla við fyrstu meiðsli. Það kemur bara maður í manns stað og þeir verða mögulega enn hungraðri til að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim fullkomlega,“ sagði Arnar. „Þreyta, smeyta. Á þessu getustigi, þegar þú er kominn svona langt, á adrenalínið og tilhlökkunin að fara með þig nokkuð langt.“ Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti