Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2022 13:51 Bjarni Benediktsson tók við embætti formanns Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. Þetta kemur fram í frétt RÚV þar sem haft er eftir Bjarna að hann vilji nýta tímann vel á meðan hann er í stjórnmálum. „Ég lít þannig á að við séum bara að hefja kjörtímabilið og mér finnst ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki og þess vegna í nóvember mun ég gefa kost á mér til að starfa áfram í þessari ríkisstjórn og leiða Sjálfstæðisflokkinn.“ Bjarni sagði í samtali við Vísi í júní að honum þætti eðlilegt að hann vilji halda áfram að leiða flokkinn. „Ég hef svo sem lítið annað að segja en að kjörtímabilið er nýbyrjað,“ sagði Bjarni þá. Hann hefur nú endanlega staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fundurinn er haldinn að jafnaði annað hvert ár en hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 vegna heimsfaraldurs. Fyrst átti hann að fara fram dagana 13.-15. nóvember árið 2020 en einungis 200 manns máttu koma saman þá vegna fjöldatakmarkana. Þá var aftur reynt að halda landsfund í ágúst árið 2021 en þá var veiran aftur komin á fulla ferð og því ekki unnt að halda fund. Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Tók hann þá við formannskeflinu af Geir H. Haarde. Enginn annar hefur boðað mótframboð gegn Bjarna. Landsfund flokksins verður haldinn í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári. 20. júní 2022 12:01 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffihúsi Samhjálpar Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt RÚV þar sem haft er eftir Bjarna að hann vilji nýta tímann vel á meðan hann er í stjórnmálum. „Ég lít þannig á að við séum bara að hefja kjörtímabilið og mér finnst ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki og þess vegna í nóvember mun ég gefa kost á mér til að starfa áfram í þessari ríkisstjórn og leiða Sjálfstæðisflokkinn.“ Bjarni sagði í samtali við Vísi í júní að honum þætti eðlilegt að hann vilji halda áfram að leiða flokkinn. „Ég hef svo sem lítið annað að segja en að kjörtímabilið er nýbyrjað,“ sagði Bjarni þá. Hann hefur nú endanlega staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fundurinn er haldinn að jafnaði annað hvert ár en hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 vegna heimsfaraldurs. Fyrst átti hann að fara fram dagana 13.-15. nóvember árið 2020 en einungis 200 manns máttu koma saman þá vegna fjöldatakmarkana. Þá var aftur reynt að halda landsfund í ágúst árið 2021 en þá var veiran aftur komin á fulla ferð og því ekki unnt að halda fund. Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Tók hann þá við formannskeflinu af Geir H. Haarde. Enginn annar hefur boðað mótframboð gegn Bjarna. Landsfund flokksins verður haldinn í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári. 20. júní 2022 12:01 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffihúsi Samhjálpar Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári. 20. júní 2022 12:01
Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10