Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem fram kemur að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað manninn í gæsluvarðhald á þriðjudaginn.
Maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur konum í aðskildum málum á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er maðurinn annars vegar grunaður um alvarlega líkamsárás og hins vegar grunaður um líkamsárás og kynferðisbrot. Konurnar eru á þrítugsaldri og tengsl eru á milli fólksins.