„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 21:42 Arnar Gunnlaugsson hefur stýrt Víkingi til sigurs í fjórum Evrópuleikjum af sjö í sumar. vísir/diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. „Þeir voru meira með boltann sem er óvanalegt fyrir okkur. En við vörðumst mjög vel í dag og vorum hættulegir í skyndisóknum. Fyrir leikinn hefði ég tekið 1-0, enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið, en miðað við færin og möguleikana hefði ég verið gráðugri að fá eitt eða tvö mörk í viðbót,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. En kom frammistaða Lech Poznan Arnari á óvart, sérstaklega kannski hversu rólegir Pólverjarnir voru í tíðinni í fyrri hálfleik? „Það er voðalega erfitt að setja sig í sérfræðingabúning og segja að ekkert hafi komið á óvart. Mögulega var þetta smá vanmat. Við tókum á þeim af krafti en stigum ekki nægilega vel upp á þá í fyrri hálfleik. Þeir meiddu okkur samt ekkert og við fengum hættuleg upphlaup, sérstaklega fram hægri kantinn,“ sagði Arnar. „Þeir eru virkilega góðir í fótbolta og það sést að þeir þurfa færri snertingar en við til að koma hreyfingu á boltann og liðinu framar. En við tökum 1-0 og erum enn lifandi í þessu. Við þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku til að eiga möguleika á að komast áfram.“ Búinn að stíga stór skref Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkings og var mjög hættulegur á hægri kantinum. „Þeir eru portúgalskan vinstri bakvörð sem er mjög góður í fótbolta en finnst ekkert sérstaklega gaman að verjast. Planið var að láta Ella [Erling Agnarsson] og Ara herja á hann og það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar. „Ari átti frábæran leik. Hann komst reyndar nokkrum sinnum í góðar stöður til að gefa fyrir og þarf að bæta það. En þetta er mjög efnilegur strákur sem er búinn að stíga stór skref eins og margir okkar ungu leikmanna undanfarin ár.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
„Þeir voru meira með boltann sem er óvanalegt fyrir okkur. En við vörðumst mjög vel í dag og vorum hættulegir í skyndisóknum. Fyrir leikinn hefði ég tekið 1-0, enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið, en miðað við færin og möguleikana hefði ég verið gráðugri að fá eitt eða tvö mörk í viðbót,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. En kom frammistaða Lech Poznan Arnari á óvart, sérstaklega kannski hversu rólegir Pólverjarnir voru í tíðinni í fyrri hálfleik? „Það er voðalega erfitt að setja sig í sérfræðingabúning og segja að ekkert hafi komið á óvart. Mögulega var þetta smá vanmat. Við tókum á þeim af krafti en stigum ekki nægilega vel upp á þá í fyrri hálfleik. Þeir meiddu okkur samt ekkert og við fengum hættuleg upphlaup, sérstaklega fram hægri kantinn,“ sagði Arnar. „Þeir eru virkilega góðir í fótbolta og það sést að þeir þurfa færri snertingar en við til að koma hreyfingu á boltann og liðinu framar. En við tökum 1-0 og erum enn lifandi í þessu. Við þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku til að eiga möguleika á að komast áfram.“ Búinn að stíga stór skref Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkings og var mjög hættulegur á hægri kantinum. „Þeir eru portúgalskan vinstri bakvörð sem er mjög góður í fótbolta en finnst ekkert sérstaklega gaman að verjast. Planið var að láta Ella [Erling Agnarsson] og Ara herja á hann og það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar. „Ari átti frábæran leik. Hann komst reyndar nokkrum sinnum í góðar stöður til að gefa fyrir og þarf að bæta það. En þetta er mjög efnilegur strákur sem er búinn að stíga stór skref eins og margir okkar ungu leikmanna undanfarin ár.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira