Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2022 11:31 Stuðningsmönnum Lech Poznan var heitt í hamsi í Víkinni í gær. stöð 2 sport Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. Víkingur sigraði Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Fyrir utan öfluga byrjun á seinni hálfleik ógnaði Lech Poznan marki Víkings sjaldan og heimamenn voru líklegri til að bæta við mörkum en gestirnir frá Póllandi að jafna. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur gengið illa það sem af er þessu tímabili og stuðningsmenn liðsins eru greinilega ekki sáttir með gang mála. Eftir leikinn í Víkinni létu þeir leikmenn Lech Poznan hafa það óþvegið ekki ósvipað og stuðningsmenn Pogon Szczecin gerðu eftir að þeir töpuðu fyrir KR í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson er hrifinn af þessari nálgun pólsku stuðningsmannnanna. „Ég ætla að segja mína skoðun á þessu. Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna og hlusta á skammirnir. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum liðum,“ sagði Máni. „Þetta er fólkið sem borgar laun þessara manna. Þetta eru yfirmenn þeirra og þeir eru bara að segja þeim fyrir verkum.“ Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu á uppákomunni í Víkinni. „Þetta er eins og mennskt spjallborð,“ sagði hann. Klippa: Létu eigin leikmenn heyra það Pólskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Lech Poznan í leiknum í gær og hneykluðust á henni. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ sagði til að mynda í útbreiddasta íþróttablaði Póllands, Przeglad Sportowy. Seinni leikur Víkings og Lech Poznan fer fram í Póllandi á fimmtudaginn. Víkingum dugar þar jafntefli til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar myndu þeir að öllum líkindum mæta Dudelange frá Lúxemborg. Næsti leikur Víkings er gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, níu stigum á eftir toppliði Blika en eiga leik til góða. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Víkingur sigraði Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Fyrir utan öfluga byrjun á seinni hálfleik ógnaði Lech Poznan marki Víkings sjaldan og heimamenn voru líklegri til að bæta við mörkum en gestirnir frá Póllandi að jafna. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur gengið illa það sem af er þessu tímabili og stuðningsmenn liðsins eru greinilega ekki sáttir með gang mála. Eftir leikinn í Víkinni létu þeir leikmenn Lech Poznan hafa það óþvegið ekki ósvipað og stuðningsmenn Pogon Szczecin gerðu eftir að þeir töpuðu fyrir KR í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson er hrifinn af þessari nálgun pólsku stuðningsmannnanna. „Ég ætla að segja mína skoðun á þessu. Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna og hlusta á skammirnir. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum liðum,“ sagði Máni. „Þetta er fólkið sem borgar laun þessara manna. Þetta eru yfirmenn þeirra og þeir eru bara að segja þeim fyrir verkum.“ Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu á uppákomunni í Víkinni. „Þetta er eins og mennskt spjallborð,“ sagði hann. Klippa: Létu eigin leikmenn heyra það Pólskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Lech Poznan í leiknum í gær og hneykluðust á henni. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ sagði til að mynda í útbreiddasta íþróttablaði Póllands, Przeglad Sportowy. Seinni leikur Víkings og Lech Poznan fer fram í Póllandi á fimmtudaginn. Víkingum dugar þar jafntefli til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar myndu þeir að öllum líkindum mæta Dudelange frá Lúxemborg. Næsti leikur Víkings er gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, níu stigum á eftir toppliði Blika en eiga leik til góða.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42