Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 07:00 Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tekið mikla sénsa í sumar. Ljóst er að hann þarf að afla frekari tekna ef Raphinha og félagar eiga að fá að taka þátt í vetur. Barcelona La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. Til að sporna gegn óhóflegri eyðslu setti spænska deildin á eiginlegt eyðsluþak á lið í deildinni sem ber mið af árlegum tekjum hvers og eins liðs. Það þak er töluvert strangara og snertir á fleiri flötum en reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem varða fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play). Barcelona er í fjárhagslegu öngstræti og hefur í sumar brugðið á það ráð að selja ímyndarrétt sinn til næstu ára til fjölda fjárfestingarfyrirtækja til að fjármagna kaup á leikmönnum. Ljóst er að félagið þarf að losa enn frekar um ef það ætlar að fá að skrá alla þá leikmenn sem það hefur fengið til leiks. Ekki nóg með að félagið geti ekki skráð nýju leikmennina í leikmannahóp sinn, þá getur Barcelona ekki heldur skráð þá Sergi Roberto og Ousmané Dembélé, sem voru fyrir. Báðir skrifuðu þeir undir nýjan samning í sumar en Barcelona fékk ekki heldur leyfi til að skrá þá vegna fjárhagsins. Ekki er víst hvort Barcelona geti selt rétt sinn til framtíðartekna enn frekar ef félagið á ekki að þurrkast út á næstu árum. Vilji það skrá leikmennina til leiks er besta leiðin líklegast að selja leikmenn. Sennilegast er að Frenkie de Jong verði þar af leiðandi seldur en hann hefur þrálátt verið orðaður við Manchester United í sumar en hefur sjálfur sagst hafa lítinn áhuga á því að flytja til Manchester. Chelsea er hins vegar komið inn í myndina og vel kann að vera Barcelona selji hann þangað til að leikmennirnir sem þeir keyptu í sumar geti tekið þátt á komandi leiktíð. Félagið fékk bæði Franck Kessié, frá AC Milan, og Andreas Christensen, frá Chelsea, frítt en eyddi yfir 150 milljónum evra í þá Raphinha, frá Leeds, Robert Lewandowski, frá Bayern Munchen, og Jules Koundé, frá Sevilla. Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Til að sporna gegn óhóflegri eyðslu setti spænska deildin á eiginlegt eyðsluþak á lið í deildinni sem ber mið af árlegum tekjum hvers og eins liðs. Það þak er töluvert strangara og snertir á fleiri flötum en reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem varða fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play). Barcelona er í fjárhagslegu öngstræti og hefur í sumar brugðið á það ráð að selja ímyndarrétt sinn til næstu ára til fjölda fjárfestingarfyrirtækja til að fjármagna kaup á leikmönnum. Ljóst er að félagið þarf að losa enn frekar um ef það ætlar að fá að skrá alla þá leikmenn sem það hefur fengið til leiks. Ekki nóg með að félagið geti ekki skráð nýju leikmennina í leikmannahóp sinn, þá getur Barcelona ekki heldur skráð þá Sergi Roberto og Ousmané Dembélé, sem voru fyrir. Báðir skrifuðu þeir undir nýjan samning í sumar en Barcelona fékk ekki heldur leyfi til að skrá þá vegna fjárhagsins. Ekki er víst hvort Barcelona geti selt rétt sinn til framtíðartekna enn frekar ef félagið á ekki að þurrkast út á næstu árum. Vilji það skrá leikmennina til leiks er besta leiðin líklegast að selja leikmenn. Sennilegast er að Frenkie de Jong verði þar af leiðandi seldur en hann hefur þrálátt verið orðaður við Manchester United í sumar en hefur sjálfur sagst hafa lítinn áhuga á því að flytja til Manchester. Chelsea er hins vegar komið inn í myndina og vel kann að vera Barcelona selji hann þangað til að leikmennirnir sem þeir keyptu í sumar geti tekið þátt á komandi leiktíð. Félagið fékk bæði Franck Kessié, frá AC Milan, og Andreas Christensen, frá Chelsea, frítt en eyddi yfir 150 milljónum evra í þá Raphinha, frá Leeds, Robert Lewandowski, frá Bayern Munchen, og Jules Koundé, frá Sevilla.
Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira