Svíar voru sterkari aðilinn frá upphafi til enda og leiddu með sjö stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sænska liðið bætti svo við forystuna fyrir hálfleik og staðan var 21-36 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Svíarnir gerðu svo endanlega út um leikinn í þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 25 stig gegn aðeins tíu stigum Íslendinga. Lokaleikhlutinn var því hálfgert formsatriði fyrir sænska liðið sem vann að lokum 35 stiga sigur, 46-81.