Eggert Aron: „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna“ Árni Jóhansson skrifar 7. ágúst 2022 21:35 Eggert Aron var stórkostlegur í dag. Vísir/Hulda Margrét Eggert Aron Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Stjarnan vann Breiðablik 5-2 í 16. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Kappinn skoraði tvö mörk og var duglegur í að hjálpa til í varnarleiknum og átti gott samspil við félaga sína. Eggert var spurður hvort það væri ekki dásamlegt að vinna granna sína úr Kópavogi svona stórt. „Já vá. Við byrjuðum bara strax á fyrstu mínútu og sýndum þeim að við ætluðum að pressa þá og ég held bara að þeir hafi ekki búist við því. Við sigruðumst á pressunni og skoruðum snemma og settum smá panikk í þá.“ Eftir að Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins þá settust þeir aftar á völlinn og var Eggert spurður að því hvort það hafi ekki farið um þá þegar Blikarnir herjuðu á heimamenn og jöfnuðu svo metin. „Við hættum að pressa þegar við skoruðu en það gerist stundum en Blikar eru náttúrlega með drullugott lið. Emil var svo töframaðurinn eins og hann er búinn að vera í allt sumar“, sagði Eggert og átti við að Emil Atlason kom heimamönnum aftur yfir á 37. mínútu en talandi um töfra þá skoraði Eggert Aron sitt annað mark skömmu fyrir hálfleik og var það af dýrari gerðinni. Hann var beðinn um að ræða markið. „Ég var bara að koma úr rangstöðunni og allt í einu er boltinn langt fyrir ofan mig. Ég næ svo bara einhvernveginn að koma við hann og vippa honum síðan yfir Anton.“ Að lokum var Eggert spurður að því hvað svona sigur gerði fyrir liðið og svo hvað hann gerði fyrir sjálfstraust leikmannsins. „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna. Við ætlum bara að berjast í þessu til seinasta leiks. Sjálfstraustið er búið að vera fínt hjá mér en þetta gerir það ekki verra.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Eggert var spurður hvort það væri ekki dásamlegt að vinna granna sína úr Kópavogi svona stórt. „Já vá. Við byrjuðum bara strax á fyrstu mínútu og sýndum þeim að við ætluðum að pressa þá og ég held bara að þeir hafi ekki búist við því. Við sigruðumst á pressunni og skoruðum snemma og settum smá panikk í þá.“ Eftir að Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins þá settust þeir aftar á völlinn og var Eggert spurður að því hvort það hafi ekki farið um þá þegar Blikarnir herjuðu á heimamenn og jöfnuðu svo metin. „Við hættum að pressa þegar við skoruðu en það gerist stundum en Blikar eru náttúrlega með drullugott lið. Emil var svo töframaðurinn eins og hann er búinn að vera í allt sumar“, sagði Eggert og átti við að Emil Atlason kom heimamönnum aftur yfir á 37. mínútu en talandi um töfra þá skoraði Eggert Aron sitt annað mark skömmu fyrir hálfleik og var það af dýrari gerðinni. Hann var beðinn um að ræða markið. „Ég var bara að koma úr rangstöðunni og allt í einu er boltinn langt fyrir ofan mig. Ég næ svo bara einhvernveginn að koma við hann og vippa honum síðan yfir Anton.“ Að lokum var Eggert spurður að því hvað svona sigur gerði fyrir liðið og svo hvað hann gerði fyrir sjálfstraust leikmannsins. „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna. Við ætlum bara að berjast í þessu til seinasta leiks. Sjálfstraustið er búið að vera fínt hjá mér en þetta gerir það ekki verra.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15