Farþegar Icelandair yfir hálfa milljón í fyrsta sinn frá upphafi faraldurs Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 09:58 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Hann er ánægður með árangur félagsins í júlí. Stöð 2/Egill Icelandair flutti yfir hálfa milljón farþega í millilandaflugi í nýliðnum júlí. Fjöldi farþega hefur ekki farið yfir hálfa milljón síðan á háannatíma árið 2019 áður en áhrifa heimsfararaldurs kórónuveiru fór að gæta í flugrekstri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair sem birtar voru í morgun. Flugfélagið flutti í heild 529 þúsund farþega í milli- og innanlandsflugi í júlí. Í fyrra voru farþegar í júlí aðeins 219 þúsund og í júní þessa árs voru þeir 431 þúsund. Þar af voru millilandafarþegar 504 þúsund samanborið við 195 þúsund í júlí 2021 og 407 þúsund í júní á þessu ári. Fjöldi farþega til Íslands var 230 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru stór hluti millilandafarþega eða 43 prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að raskanir hafi orðið á leiðakerfi félagsins vegna krefjandi aðstæðna á flugvöllum erlendis. Stundvísi í júlí var aðeins 64 prósent. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um eitt þúsund milli ára í 25 þúsund í júlí. Sætanýting minnkaði hins vegar úr 76.5 prósent í 74,5 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fraktflutningar minnkuðu um 14% samanborið við júlí 2021. Ánægjulegt að sjá góðan árangur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ánægður með árangur félagsins í júlímánuði. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem starfsfólk Icelandair hefur náð við að byggja starfsemina upp í krefjandi umhverfi í kjölfar heimsfaraldursins. Nú náðum við þeim áfanga að flytja yfir hálfa milljón farþega í fyrsta sinn frá því í ágúst 2019 og er farþegafjöldinn kominn upp í hátt í 90% af því sem var fyrir faraldur. Þá er sætanýtingin eftirtektarverð en hún er ein sú mesta frá upphafi í einum mánuði. Eftirspurn er og hefur verið mikil og ljóst er að mikil uppsöfnuð ferðaþörf er til staðar. Þá hefur sala á Saga Premium sætum gengið vel. Allt er þetta til marks um að leiðakerfið er í góðu jafnvægi og að þær aðlaganir sem við höfum gert á því samhliða árangursríkri tekjustýringu og öflugu sölu- og markaðsstarfi hafa skilað settu marki. Aðstæður á flugvöllum erlendis hafa haft umtalsverð áhrif á flugferðir. Við leggjum mikla áherslu á að bregðast eftir fremsta megni við þeim aðstæðum sem hafa skapast. Starfsfólk Icelandair hefur með mikilli vinnu, útsjónarsemi og þjónustulund náð að halda áhrifum sem þessar raskanir hafa haft á farþega í lágmarki. Þetta er til marks um þann einstaka mannauð sem Icelandair býr yfir. Einnig er ástæða til þess að hrósa þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi í heild. Isavia, tollgæslan, landamæraeftirlitið og aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli hafa náð að bregðast hratt við og haldið í við öflugan viðsnúning í farþegafjölda um flugvöllinn. Eins hafa ferðaþjónustuaðilar um allt land sýnt mikinn sveigjanleika með því að stórauka starfsemi sína á stuttum tíma og náð þannig að þjónusta sambærilegan fjölda ferðamanna og árið 2019. Með þessu samheldna átaki auk aðgerða ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum hefur verið unnt að endurreisa ferðaþjónustu á Íslandi með miklum glæsibrag,“ er haft eftir Boga í fréttatilkynningu frá Icelandair. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair sem birtar voru í morgun. Flugfélagið flutti í heild 529 þúsund farþega í milli- og innanlandsflugi í júlí. Í fyrra voru farþegar í júlí aðeins 219 þúsund og í júní þessa árs voru þeir 431 þúsund. Þar af voru millilandafarþegar 504 þúsund samanborið við 195 þúsund í júlí 2021 og 407 þúsund í júní á þessu ári. Fjöldi farþega til Íslands var 230 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru stór hluti millilandafarþega eða 43 prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að raskanir hafi orðið á leiðakerfi félagsins vegna krefjandi aðstæðna á flugvöllum erlendis. Stundvísi í júlí var aðeins 64 prósent. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um eitt þúsund milli ára í 25 þúsund í júlí. Sætanýting minnkaði hins vegar úr 76.5 prósent í 74,5 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fraktflutningar minnkuðu um 14% samanborið við júlí 2021. Ánægjulegt að sjá góðan árangur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ánægður með árangur félagsins í júlímánuði. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem starfsfólk Icelandair hefur náð við að byggja starfsemina upp í krefjandi umhverfi í kjölfar heimsfaraldursins. Nú náðum við þeim áfanga að flytja yfir hálfa milljón farþega í fyrsta sinn frá því í ágúst 2019 og er farþegafjöldinn kominn upp í hátt í 90% af því sem var fyrir faraldur. Þá er sætanýtingin eftirtektarverð en hún er ein sú mesta frá upphafi í einum mánuði. Eftirspurn er og hefur verið mikil og ljóst er að mikil uppsöfnuð ferðaþörf er til staðar. Þá hefur sala á Saga Premium sætum gengið vel. Allt er þetta til marks um að leiðakerfið er í góðu jafnvægi og að þær aðlaganir sem við höfum gert á því samhliða árangursríkri tekjustýringu og öflugu sölu- og markaðsstarfi hafa skilað settu marki. Aðstæður á flugvöllum erlendis hafa haft umtalsverð áhrif á flugferðir. Við leggjum mikla áherslu á að bregðast eftir fremsta megni við þeim aðstæðum sem hafa skapast. Starfsfólk Icelandair hefur með mikilli vinnu, útsjónarsemi og þjónustulund náð að halda áhrifum sem þessar raskanir hafa haft á farþega í lágmarki. Þetta er til marks um þann einstaka mannauð sem Icelandair býr yfir. Einnig er ástæða til þess að hrósa þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi í heild. Isavia, tollgæslan, landamæraeftirlitið og aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli hafa náð að bregðast hratt við og haldið í við öflugan viðsnúning í farþegafjölda um flugvöllinn. Eins hafa ferðaþjónustuaðilar um allt land sýnt mikinn sveigjanleika með því að stórauka starfsemi sína á stuttum tíma og náð þannig að þjónusta sambærilegan fjölda ferðamanna og árið 2019. Með þessu samheldna átaki auk aðgerða ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum hefur verið unnt að endurreisa ferðaþjónustu á Íslandi með miklum glæsibrag,“ er haft eftir Boga í fréttatilkynningu frá Icelandair.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira