Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 10:26 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að sætanýting hafi numið 87,9 prósentum í júlí samanborið við 78,2 prósent í júní og 69,6 prósent í maí. „Þessi hagfellda þróun helgast að mestu leyti af tengiflugi PLAY yfir Atlantshafið á milli stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Félagið hefur rutt sér til rúms á nýjum mörkuðum með afgerandi hætti í vor og í sumar og styrkt stöðu sína enn frekar þar sem starfsemi var hafin,“ segir í tilkynningu. Júlímánuður var fyrsti mánuðurinn þar sem Play flaug á alla áfangastaði sem höfðu verið boðaðir í ár. Flogið var á sex Airbus-þotum til að þjónusta 25 staði beggja vegna Atlantshafs. Félagið var með 79 prósent stundvísi í mánuðinum sem leið en það er sagt mjög ásættanlegt sé litið til þess hve mörgum nýjum mörkuðum hefur verið bætt við og vegna krefjandi aðstæðna sem víða eru uppi vegna manneklu á flugvöllum erlendis. Til samanburðar má nefna að stundvísi Icelandair í júlí sem leið var aðeins 64 prósent. Bættu við sig þotu og fara í tíu á næsta ári Sjötta þota flugfélagsins, Airbus A320neo, kom til landsins um síðustu mánaðamót og flutti sína fyrstu farþega fyrir Play í júlí. Play er nú með þrjár Airbus A321neo og þrjár Airbus A320neo í rekstri, sem er í samræmi við rekstraráætlun og flotastefnu félagsins. Næsta vetur fær félagið fjórar þotur til viðbótar í flotann, sem mun gera Airbus-þotur hjá félaginu tíu talsins vorið 2023. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir frábært að sjá marga áfangastaði á fullum afköstum og lítur svo á að stundvísi félagsins sé afrek miðað við aðstæður. „Það er frábært að sjá svona marga nýja áfangastaði og tengiflugið okkar yfir Atlantshafið á fullum afköstum. Leiðakerfið okkar er komið á fullan skrið og flytur sögulegan fjölda ánægðra viðskiptavina í hverjum mánuði. Í júlí vorum við á mjög góðri leið með stundvísina þrátt fyrir bagalegar aðstæður á flugvöllum. Við lítum á það sem afrek. Hver kostnaðareining (án eldsneytis) er enn undir fjórum bandarískum sentum, eldsneytisverð fer lækkandi, tekjueiningin fer hækkandi og bókunarstaðan er afar góð. Það hefur verið virkilega hvetjandi að fá að taka þátt í þessu ferli og verða vitni að þeim mikla liðsanda og fagmennsku sem einkennir alla mína samstarfsmenn. Allt þetta fyllir mig af eldmóði og eftirvæntingu fyrir komandi mánuðum og framtíð Play. Hún er björt,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu frá Play. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að sætanýting hafi numið 87,9 prósentum í júlí samanborið við 78,2 prósent í júní og 69,6 prósent í maí. „Þessi hagfellda þróun helgast að mestu leyti af tengiflugi PLAY yfir Atlantshafið á milli stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Félagið hefur rutt sér til rúms á nýjum mörkuðum með afgerandi hætti í vor og í sumar og styrkt stöðu sína enn frekar þar sem starfsemi var hafin,“ segir í tilkynningu. Júlímánuður var fyrsti mánuðurinn þar sem Play flaug á alla áfangastaði sem höfðu verið boðaðir í ár. Flogið var á sex Airbus-þotum til að þjónusta 25 staði beggja vegna Atlantshafs. Félagið var með 79 prósent stundvísi í mánuðinum sem leið en það er sagt mjög ásættanlegt sé litið til þess hve mörgum nýjum mörkuðum hefur verið bætt við og vegna krefjandi aðstæðna sem víða eru uppi vegna manneklu á flugvöllum erlendis. Til samanburðar má nefna að stundvísi Icelandair í júlí sem leið var aðeins 64 prósent. Bættu við sig þotu og fara í tíu á næsta ári Sjötta þota flugfélagsins, Airbus A320neo, kom til landsins um síðustu mánaðamót og flutti sína fyrstu farþega fyrir Play í júlí. Play er nú með þrjár Airbus A321neo og þrjár Airbus A320neo í rekstri, sem er í samræmi við rekstraráætlun og flotastefnu félagsins. Næsta vetur fær félagið fjórar þotur til viðbótar í flotann, sem mun gera Airbus-þotur hjá félaginu tíu talsins vorið 2023. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir frábært að sjá marga áfangastaði á fullum afköstum og lítur svo á að stundvísi félagsins sé afrek miðað við aðstæður. „Það er frábært að sjá svona marga nýja áfangastaði og tengiflugið okkar yfir Atlantshafið á fullum afköstum. Leiðakerfið okkar er komið á fullan skrið og flytur sögulegan fjölda ánægðra viðskiptavina í hverjum mánuði. Í júlí vorum við á mjög góðri leið með stundvísina þrátt fyrir bagalegar aðstæður á flugvöllum. Við lítum á það sem afrek. Hver kostnaðareining (án eldsneytis) er enn undir fjórum bandarískum sentum, eldsneytisverð fer lækkandi, tekjueiningin fer hækkandi og bókunarstaðan er afar góð. Það hefur verið virkilega hvetjandi að fá að taka þátt í þessu ferli og verða vitni að þeim mikla liðsanda og fagmennsku sem einkennir alla mína samstarfsmenn. Allt þetta fyllir mig af eldmóði og eftirvæntingu fyrir komandi mánuðum og framtíð Play. Hún er björt,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu frá Play.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira