Leiknir getur sent FH í fallsæti með sigri á Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. ágúst 2022 13:01 Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, þungt hugsi. Vísir/Diego Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fari svo að heimamenn landi sigri þá fara þeir upp fyrir FH í töflunni og senda Hafnfirðinga þar með í fallsæti. Það má með sanni segja að FH megi muna sinn fífil fegurri en í dag. Það hefur bókstaflega ekkert gengið hjá félaginu nú virðist botninum endanlega vera náð. Þó liðið hafi ekki orðið Íslandsmeistari síðan árið 2016 þá hefur ekkert lið orðið jafn oft meistari á þessari öld. Leikmannahópur liðsins er ekki fullkominn en liðið er þó stútfullt af reynslumiklum leikmönnum. Þeir virðast hins vegar engan veginn ná saman, skiptir litlu hvort Ólafur Jóhannesson sé þjálfari eða Eiður Smári Guðjohnsen. Ólafur tók við stjórnartaumunum á nýjan leik í júní á síðasta ári og var þar enn er Besta deildin hófst í vor. Það var snemma ljóst að það yrði við ramman reip að draga í Hafnafirði en liðið vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Á endanum var ákveðið að láta Ólaf fara eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni Reykjavík í Kaplakrika þann 16. júní. Um var að ræða fyrsta leik eftir landsleikjahlé og var Ólafi svo gott sem sagt upp inn í klefa eftir leik. Í kjölfarið var Eiður Smári ráðinn sem þjálfari liðsins í annað sinn en hann hafði upphaflega hætt eftir að vera ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Þá var Sigurvin Ólafsson fenginn inn sem aðstoðarmaður Eiðs Smára og var talið að þeir tveir gætu blásið nýju lífi í FH-liðið. Lennon skoraði síðasta mark FH. Það er dágóður tími síðan það kom.Vísir/Diego Svo reyndist heldur betur ekki og ef eitthvað er hefur FH farið aftur á bak síðan Ólafur var látinn taka poka sinn. Alls hefur liðið spilað sjö leiki í deild og einn í bikar. Eini sigurinn kom í bikarnum er 2. deildarlið ÍR lá í valnum, lokatölur þar 6-1 FH í vil. Árangur í deildinni hins vegar, hann er vægast sagt dapur. Sjö leikir, þrjú stig og aðeins tvö mörk skoruð. FH hefur nú farið fimm deildarleiki án þess að skora mark. Síðasta mark liðsins gerði Steven Lennon þann 4. júlí í 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Deildarleikir FH undir stjórn Eiðs Smára og Sigurvins Ólafs ÍA 1-1 FH FH 1-1 Stjarnan Fram 1-0 FH FH 0-3 Víkingur FH 0-0 Breiðablik Valur 2-0 FH FH 0-3 KA Þetta skelfilega gengi þýðir að FH er í bullandi fallbaráttu þegar farið er að draga á síðari helming Bestu deildarinnar. Eftir leik kvöldsins eiga flest lið deildarinnar eftir sex leiki en sum, þar á meðal bæði liðin fyrir neðan FH að svo stöddu, eiga sjö leiki eftir. Fari svo að Leiknir vinni Keflavík verður FH í fallsæti þegar síðastnefnda liðið á aðeins sex leiki eftir þangað til deildinni verður skipt upp. Á sama tíma og FH ætlaði sér að vera í harðri baráttu um Evrópusæti og mögulega að gæla við titilbaráttu er liðið ekki aðeins í neðri helming Bestu deildarinnar, það er í bullandi fallbaráttu. Fari svo að gengi liðsins batni ekki snarlega þá gæti endað með því að talað verður um Lengjudeildarlið FH. Vuk Oskar Dimitrijevic í síðasta leik FH. Sá tapaðist 0-3 á heimavelli gegn KA.Vísir/Diego Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það má með sanni segja að FH megi muna sinn fífil fegurri en í dag. Það hefur bókstaflega ekkert gengið hjá félaginu nú virðist botninum endanlega vera náð. Þó liðið hafi ekki orðið Íslandsmeistari síðan árið 2016 þá hefur ekkert lið orðið jafn oft meistari á þessari öld. Leikmannahópur liðsins er ekki fullkominn en liðið er þó stútfullt af reynslumiklum leikmönnum. Þeir virðast hins vegar engan veginn ná saman, skiptir litlu hvort Ólafur Jóhannesson sé þjálfari eða Eiður Smári Guðjohnsen. Ólafur tók við stjórnartaumunum á nýjan leik í júní á síðasta ári og var þar enn er Besta deildin hófst í vor. Það var snemma ljóst að það yrði við ramman reip að draga í Hafnafirði en liðið vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Á endanum var ákveðið að láta Ólaf fara eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni Reykjavík í Kaplakrika þann 16. júní. Um var að ræða fyrsta leik eftir landsleikjahlé og var Ólafi svo gott sem sagt upp inn í klefa eftir leik. Í kjölfarið var Eiður Smári ráðinn sem þjálfari liðsins í annað sinn en hann hafði upphaflega hætt eftir að vera ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Þá var Sigurvin Ólafsson fenginn inn sem aðstoðarmaður Eiðs Smára og var talið að þeir tveir gætu blásið nýju lífi í FH-liðið. Lennon skoraði síðasta mark FH. Það er dágóður tími síðan það kom.Vísir/Diego Svo reyndist heldur betur ekki og ef eitthvað er hefur FH farið aftur á bak síðan Ólafur var látinn taka poka sinn. Alls hefur liðið spilað sjö leiki í deild og einn í bikar. Eini sigurinn kom í bikarnum er 2. deildarlið ÍR lá í valnum, lokatölur þar 6-1 FH í vil. Árangur í deildinni hins vegar, hann er vægast sagt dapur. Sjö leikir, þrjú stig og aðeins tvö mörk skoruð. FH hefur nú farið fimm deildarleiki án þess að skora mark. Síðasta mark liðsins gerði Steven Lennon þann 4. júlí í 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Deildarleikir FH undir stjórn Eiðs Smára og Sigurvins Ólafs ÍA 1-1 FH FH 1-1 Stjarnan Fram 1-0 FH FH 0-3 Víkingur FH 0-0 Breiðablik Valur 2-0 FH FH 0-3 KA Þetta skelfilega gengi þýðir að FH er í bullandi fallbaráttu þegar farið er að draga á síðari helming Bestu deildarinnar. Eftir leik kvöldsins eiga flest lið deildarinnar eftir sex leiki en sum, þar á meðal bæði liðin fyrir neðan FH að svo stöddu, eiga sjö leiki eftir. Fari svo að Leiknir vinni Keflavík verður FH í fallsæti þegar síðastnefnda liðið á aðeins sex leiki eftir þangað til deildinni verður skipt upp. Á sama tíma og FH ætlaði sér að vera í harðri baráttu um Evrópusæti og mögulega að gæla við titilbaráttu er liðið ekki aðeins í neðri helming Bestu deildarinnar, það er í bullandi fallbaráttu. Fari svo að gengi liðsins batni ekki snarlega þá gæti endað með því að talað verður um Lengjudeildarlið FH. Vuk Oskar Dimitrijevic í síðasta leik FH. Sá tapaðist 0-3 á heimavelli gegn KA.Vísir/Diego Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Deildarleikir FH undir stjórn Eiðs Smára og Sigurvins Ólafs ÍA 1-1 FH FH 1-1 Stjarnan Fram 1-0 FH FH 0-3 Víkingur FH 0-0 Breiðablik Valur 2-0 FH FH 0-3 KA
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira