Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2022 10:01 Andri Þór Helgason lék einkar vel seinni hluta síðasta tímabils. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið endi því í sama sæti þriðja árið í röð. Síðan Grótta kom aftur upp í Olís-deildina hefur liðið haldið sér sannfærandi uppi og á síðasta tímabili voru Seltirningar hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Skömmu eftir að síðasta tímabili lauk hætti Arnar Daði Arnarsson óvænt sem þjálfari Gróttu eftir þriggja ára starf. Við af honum tók Róbert Gunnarsson. Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarf silfurdrengsins og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum reiðir af í því. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Gróttu í sumar. Ólafur Brim Stefánsson skilur eftir sig stórt skarð í vörn og sókn en tveir bestu menn Seltirninga á síðasta tímabili verða áfram hjá liðinu; markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson og Birgir Steinn Jónsson sem var einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar. Birgir er upphaf og endir alls í sóknarleik Seltirninga en vonandi fyrir þá getur Theis Koch Søndergård, sem Grótta fékk á láni frá Álaborg, létt aðeins undir með honum. Grótta ætti að geta gert atlögu að sæti í úrslitakeppninni og það er væntanlega markmiðið eftir að hafa fest sig í sessi í deild þeirra bestu. Líklega er þó öruggast að setja aurinn sinn á að Seltirningar endi í 10. sætinu sínu. Gengi Gróttu undanfarinn áratug 2021-22: 10. sæti 2020-21: 10. sæti 2019-20: 3. sæti (B-deild) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti) Lykilmaðurinn Birgir Steinn Jónsson var besti leikmaður Gróttu á síðasta tímabili, bæði í vörn og sókn.vísir/hulda margrét Ein bestu félagaskipti síðustu ára í íslenskum handbolta voru þegar Grótta fékk Birgi Stein Jónsson fyrir tveimur árum. Hann hefur fengið mikla ábyrgð á Nesinu sem hefur heldur betur valdeflt hann. Birgir var meðal hæstu manna í mörkum og stoðsendingum á síðasta tímabili og besti varnarmaður Olís-deildarinnar samkvæmt tölfræði HB Statz. Grótta heldur honum ekki endalaust og verður að reyna að hámarka árangur sinn meðan Birgir er í bláu treyjunni. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Theis Koch Søndergård frá Álaborg (á láni) Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Val Elvar Otri Hjálmarsson frá Fjölni Jóel Bernburg frá Val (á láni) Farnir: Ívar Logi Styrmisson til Fram Ólafur Brim Stefánsson til Fram Sveinn Brynjar Agnarsson til ÍR (úr láni) Igor Mrsulja til Víkings Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Grótta spilaði ekki með örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan á síðasta tímabili og þótt Daníel Örn Griffin sé kominn aftur úr erfiðum meiðslum er hægri skyttustaðan sú veikasta hjá Gróttu. Þótt Halldór Ingólfsson sé þekktastur fyrir afrek sín með Haukum er hann uppalinn á Nesinu og myndi eflaust nýtast þessu Gróttuliði stórvel. Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið endi því í sama sæti þriðja árið í röð. Síðan Grótta kom aftur upp í Olís-deildina hefur liðið haldið sér sannfærandi uppi og á síðasta tímabili voru Seltirningar hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Skömmu eftir að síðasta tímabili lauk hætti Arnar Daði Arnarsson óvænt sem þjálfari Gróttu eftir þriggja ára starf. Við af honum tók Róbert Gunnarsson. Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarf silfurdrengsins og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum reiðir af í því. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Gróttu í sumar. Ólafur Brim Stefánsson skilur eftir sig stórt skarð í vörn og sókn en tveir bestu menn Seltirninga á síðasta tímabili verða áfram hjá liðinu; markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson og Birgir Steinn Jónsson sem var einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar. Birgir er upphaf og endir alls í sóknarleik Seltirninga en vonandi fyrir þá getur Theis Koch Søndergård, sem Grótta fékk á láni frá Álaborg, létt aðeins undir með honum. Grótta ætti að geta gert atlögu að sæti í úrslitakeppninni og það er væntanlega markmiðið eftir að hafa fest sig í sessi í deild þeirra bestu. Líklega er þó öruggast að setja aurinn sinn á að Seltirningar endi í 10. sætinu sínu. Gengi Gróttu undanfarinn áratug 2021-22: 10. sæti 2020-21: 10. sæti 2019-20: 3. sæti (B-deild) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti) Lykilmaðurinn Birgir Steinn Jónsson var besti leikmaður Gróttu á síðasta tímabili, bæði í vörn og sókn.vísir/hulda margrét Ein bestu félagaskipti síðustu ára í íslenskum handbolta voru þegar Grótta fékk Birgi Stein Jónsson fyrir tveimur árum. Hann hefur fengið mikla ábyrgð á Nesinu sem hefur heldur betur valdeflt hann. Birgir var meðal hæstu manna í mörkum og stoðsendingum á síðasta tímabili og besti varnarmaður Olís-deildarinnar samkvæmt tölfræði HB Statz. Grótta heldur honum ekki endalaust og verður að reyna að hámarka árangur sinn meðan Birgir er í bláu treyjunni. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Theis Koch Søndergård frá Álaborg (á láni) Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Val Elvar Otri Hjálmarsson frá Fjölni Jóel Bernburg frá Val (á láni) Farnir: Ívar Logi Styrmisson til Fram Ólafur Brim Stefánsson til Fram Sveinn Brynjar Agnarsson til ÍR (úr láni) Igor Mrsulja til Víkings Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Grótta spilaði ekki með örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan á síðasta tímabili og þótt Daníel Örn Griffin sé kominn aftur úr erfiðum meiðslum er hægri skyttustaðan sú veikasta hjá Gróttu. Þótt Halldór Ingólfsson sé þekktastur fyrir afrek sín með Haukum er hann uppalinn á Nesinu og myndi eflaust nýtast þessu Gróttuliði stórvel.
2021-22: 10. sæti 2020-21: 10. sæti 2019-20: 3. sæti (B-deild) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti)
Komnir: Theis Koch Søndergård frá Álaborg (á láni) Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Val Elvar Otri Hjálmarsson frá Fjölni Jóel Bernburg frá Val (á láni) Farnir: Ívar Logi Styrmisson til Fram Ólafur Brim Stefánsson til Fram Sveinn Brynjar Agnarsson til ÍR (úr láni) Igor Mrsulja til Víkings Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða