Starfsfólk andlega þreyttara í blönduðu fyrirkomulagi Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 07:00 Niðurstöður alþjóðlegra rannsókna sýna að fólk sem vinnur í blönduðu fyrirkomulagi er andlega þreyttara en fólk sem vinnur bara í fjarvinnu eða bara á vinnustaðnum. Vísir/Getty Fjarvinna er komin til að vera, það er öllum ljóst. Hins vegar eru vísbendingar um að mögulega þurfi að skoða betur það fyrirkomulag sem almennt er kallað „blandað" (e. hybrid). Í nýlegri umfjöllun BBC Worklife kemur fram að starfsfólk sem starfar í blönduðu fyrirkomulagi er að upplifa meiri andlega þreytu en starfsfólk sem annað hvort starfar alveg í fjarvinnu eða alveg á vinnustaðnum. Í umfjöllun BBC er tekið dæmi um breska konu sem frá haustinu 2021 hefur unnið í fjarvinnu á þriðjudögum og fimmtudögum, en mætir á vinnustaðinn mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Konan heitir Klara og eins og svo margir aðrir, upplifði hún nýja fyrirkomulagið sitt sem algjöra draumastöðu að vera í þegar að það var innleitt í september í fyrra. Nú, tæpu ári síðan, er hún hins vegar búin að átta sig á því að henni líður betur og gengur betur dagana sem hún starfar heiman frá. Kvöldin áður en hún á að mæta á vinnustaðinn fer hún hins vegar að upplifa kvíða yfir því að eiga að mæta á vinnustaðinn daginn eftir. Þá finnst henni það þreytandi að vera alltaf að flytja tölvuna sína og fylgidót á milli staða. Hvað segja rannsóknir? Niðurstöður alþjóðlegrar könnunar Tinypulse sýna að ríflega 80% stjórnenda telur starfsfólk andlega þreyttari ef það er að vinna í blönduðu fyrirkomulagi miðað við aðra hópa. Sem þó er athyglisvert í ljósi þess að í kjölfar heimsfaraldurs voru niðurstöður rannsókna í flestum vestrænum löndum að sýna mjög skýrt að mikill meirihluti starfsfólks hafði áhuga á blönduðu fyrirkomulagi. Í umfjöllun Atvinnulífsins hefur til dæmis komið fram, að samkvæmt niðurstöðum Gallup á Íslandi í kjölfar Covid, sáu flestir fyrir sér að snúa ekki alveg til baka úr fjarvinnu á vinnustaðinn, heldur hafði fólk frekar áhuga á útfærslum þar sem það gæti unnið að hluta til heima og að hluta til á vinnustaðnum. Að vinna 2-3 daga í viku í fjarvinnu var það sem um og yfir 70% svarenda völdu sem sinn draumavalkost. Snýst þetta um vinnutilhögunina frekar en hvar? Sérfræðingur sem BBC ræðir við um málið, segir margt benda til þess að það sem er að gera fólk svona andlega þreytt, sé fyrst og fremst þessi flutningur á milli staða fyrir vinnuna sína og vinnuumhverfi. Hins vegar sé ekkert sem segi að blandaða fyrirkomulagið sé ekki enn það sem koma skal, en mögulega með breyttu hugarfari. Til dæmis þurfi vinnustaðir að skoða vel hvernig til tókst með innleiðinguna og hvernig vinnustaðurinn er að meta blandað fyrirkomulag og það sem í því felst. Eru stjórnendur til dæmis að ná að koma eins fram við alla, óháð því hvar eða hvenær fólk er að vinna? Enn sem komið er býr atvinnulífið yfir meiri þekkingu á því hvernig tókst til með fjarvinnu á tímum heimsfaraldurs. Það sé því gott að rýna í hvað hægt er að lesa úr niðurstöðum um blandað fyrirkomulag og reyna að átta okkur betur á því hvar stóru tækifærin liggja. Þannig að arðsemi vinnustaðarins aukist en um leið starfsánægja og líðan starfsmannsins. Í umfjölluninni er bent á að mögulega eigi viðhorfið okkar til blandaðs fyrirkomulags að vera annað en það er í dag. Vinnustaðir og starfsfólk eigi meira að horfa til þess á hvaða tímum og dögum hentar starfsfólki best að vinna og afkasta, frekar en á hvaða stað það vinnur eða að það þurfi að vera á milli klukkan 9-17 eða 8-16 á virkum dögum. Þá er á það bent að andleg þreyta eykur líkurnar á kulnun og annað versnandi heilsufar. Umfjöllun BBC má lesa hér. Fjarvinna Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Mannauðsmál Heilsa Tengdar fréttir Ekkert endilega jákvætt ef fjarvinna eyðir veikindadögum Kannanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna að veikindadögum hefur fækkað verulega eftir að fleira fólk fór að vinna í fjarvinnu heiman frá. 27. maí 2022 07:01 Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01 Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Í nýlegri umfjöllun BBC Worklife kemur fram að starfsfólk sem starfar í blönduðu fyrirkomulagi er að upplifa meiri andlega þreytu en starfsfólk sem annað hvort starfar alveg í fjarvinnu eða alveg á vinnustaðnum. Í umfjöllun BBC er tekið dæmi um breska konu sem frá haustinu 2021 hefur unnið í fjarvinnu á þriðjudögum og fimmtudögum, en mætir á vinnustaðinn mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Konan heitir Klara og eins og svo margir aðrir, upplifði hún nýja fyrirkomulagið sitt sem algjöra draumastöðu að vera í þegar að það var innleitt í september í fyrra. Nú, tæpu ári síðan, er hún hins vegar búin að átta sig á því að henni líður betur og gengur betur dagana sem hún starfar heiman frá. Kvöldin áður en hún á að mæta á vinnustaðinn fer hún hins vegar að upplifa kvíða yfir því að eiga að mæta á vinnustaðinn daginn eftir. Þá finnst henni það þreytandi að vera alltaf að flytja tölvuna sína og fylgidót á milli staða. Hvað segja rannsóknir? Niðurstöður alþjóðlegrar könnunar Tinypulse sýna að ríflega 80% stjórnenda telur starfsfólk andlega þreyttari ef það er að vinna í blönduðu fyrirkomulagi miðað við aðra hópa. Sem þó er athyglisvert í ljósi þess að í kjölfar heimsfaraldurs voru niðurstöður rannsókna í flestum vestrænum löndum að sýna mjög skýrt að mikill meirihluti starfsfólks hafði áhuga á blönduðu fyrirkomulagi. Í umfjöllun Atvinnulífsins hefur til dæmis komið fram, að samkvæmt niðurstöðum Gallup á Íslandi í kjölfar Covid, sáu flestir fyrir sér að snúa ekki alveg til baka úr fjarvinnu á vinnustaðinn, heldur hafði fólk frekar áhuga á útfærslum þar sem það gæti unnið að hluta til heima og að hluta til á vinnustaðnum. Að vinna 2-3 daga í viku í fjarvinnu var það sem um og yfir 70% svarenda völdu sem sinn draumavalkost. Snýst þetta um vinnutilhögunina frekar en hvar? Sérfræðingur sem BBC ræðir við um málið, segir margt benda til þess að það sem er að gera fólk svona andlega þreytt, sé fyrst og fremst þessi flutningur á milli staða fyrir vinnuna sína og vinnuumhverfi. Hins vegar sé ekkert sem segi að blandaða fyrirkomulagið sé ekki enn það sem koma skal, en mögulega með breyttu hugarfari. Til dæmis þurfi vinnustaðir að skoða vel hvernig til tókst með innleiðinguna og hvernig vinnustaðurinn er að meta blandað fyrirkomulag og það sem í því felst. Eru stjórnendur til dæmis að ná að koma eins fram við alla, óháð því hvar eða hvenær fólk er að vinna? Enn sem komið er býr atvinnulífið yfir meiri þekkingu á því hvernig tókst til með fjarvinnu á tímum heimsfaraldurs. Það sé því gott að rýna í hvað hægt er að lesa úr niðurstöðum um blandað fyrirkomulag og reyna að átta okkur betur á því hvar stóru tækifærin liggja. Þannig að arðsemi vinnustaðarins aukist en um leið starfsánægja og líðan starfsmannsins. Í umfjölluninni er bent á að mögulega eigi viðhorfið okkar til blandaðs fyrirkomulags að vera annað en það er í dag. Vinnustaðir og starfsfólk eigi meira að horfa til þess á hvaða tímum og dögum hentar starfsfólki best að vinna og afkasta, frekar en á hvaða stað það vinnur eða að það þurfi að vera á milli klukkan 9-17 eða 8-16 á virkum dögum. Þá er á það bent að andleg þreyta eykur líkurnar á kulnun og annað versnandi heilsufar. Umfjöllun BBC má lesa hér.
Fjarvinna Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Mannauðsmál Heilsa Tengdar fréttir Ekkert endilega jákvætt ef fjarvinna eyðir veikindadögum Kannanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna að veikindadögum hefur fækkað verulega eftir að fleira fólk fór að vinna í fjarvinnu heiman frá. 27. maí 2022 07:01 Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01 Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Ekkert endilega jákvætt ef fjarvinna eyðir veikindadögum Kannanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna að veikindadögum hefur fækkað verulega eftir að fleira fólk fór að vinna í fjarvinnu heiman frá. 27. maí 2022 07:01
Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01
Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00
„Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01
„Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00