„Í kvöld gengu félagar sveitarinnar alla gönguleiðina að eldgosinu á Fagradalsfjalli, fram og til baka, í svarta þoku og snarvitlausu veðri. Verkefnið var að fjölga stikum á gönguleiðinni og setja á þær litað endurskin til þess að draga enn frekar úr því að fólk villist á fjallinu,“ segir í tilkynningu frá Þorbirni seint í gærkvöld.
Verkefnið tók rúmar sex klukkustundir og náðist að klára það núna seint í kvöld.
Björgunarsveitin biðlar til fólks að fylgjast vel með vel með tilkynningum frá Lögreglu, fara að fyrirmælum viðbragðsaðila og fara alls ekki á fjallið nema vel búin.