Mjaldurinn í Signu svæfður eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 08:56 Mjaldurinn vakti mikla athygli á meðan hann svamlaði um í Signu. Ap/Aurelien Morissard Vannærður mjaldur sem fastur var í ánni Signu í rúma viku var fluttur þaðan í gær í umfangsmiklum björgunaraðgerðum. Til stóð að færa hvalinn í saltvatnstank í Normandí til að bjarga lífi hans en í dag var greint frá því að mjaldurinn hafi drepist á leiðinni. Þetta segja frönsk yfirvöld en það tók yfir áttatíu manns sex klukkustundir að hífa dýrið upp úr ánni í gær. Eftir það voru framkvæmdar ýmsar heilsufarsmælingar og segja dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd France að mjaldurinn hafi verið hættulega magur og ekki með neina virkni í meltingarvegi. Dýraverndunarsinnar höfðu reynt að fá hvalinn, sem var um sjötíu kílómetra norður af París, til að gæða sér á fiski frá því á föstudag án árangurs. Fram kemur í frétt CNN að vísindamenn haft miklar áhyggjur af þyngdartapi mjaldursins og svæft hann skömmu síðar. Að sögn Florence Ollivet-Courtois, dýralæknis hjá slökkviliðinu í Essonne, sáu dýralæknar að heilsu mjaldursins hafi hrakað á meðan ferðalaginu stóð og hann meðal annars átt erfitt með öndun. „Dýrið var greinilega að þjást og við ákváðum að það væri tilgangslaust að sleppa því aftur svo við þurftum að svæfa það.“ Le béluga a été sorti de l eau après de longues heures de préparation et d efforts. Bravo aux équipes impliquées d avoir relevé ce défi.Les premiers examens médicaux ont été faits, les résultats seront bientôt connus. Le béluga va maintenant prendre la route vers Ouistreham. pic.twitter.com/Vc8aBMKf6r— Sea Shepherd France (@SeaShepherdFran) August 10, 2022 Sea Sheperd France greindi áður frá því að um væri að ræða karldýr með enga þekkta smitsjúkdóma og að dýralæknar ætluðu að reyna að koma meltingu dýrsins í samt horf. Til stóð að flytja 800 kílóa dýrið um 160 kílómetra með kælitrukki að strönd hafnarbæjarins Ouistreham í norðausturhluta Frakklands. Yfirvöld ætluðu að hafa fjögurra metra langan mjaldurinn í saltvatnstanki í tvo til þrjá daga og á sama tíma og náið yrði fylgst með heilsu hans og honum veitt læknismeðferð. Að því loknu átti að draga mjaldurinn aftur út á sjó. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fregnir bárust af því að mjaldurinn hafi verið svæfður. Frakkland Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Þetta segja frönsk yfirvöld en það tók yfir áttatíu manns sex klukkustundir að hífa dýrið upp úr ánni í gær. Eftir það voru framkvæmdar ýmsar heilsufarsmælingar og segja dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd France að mjaldurinn hafi verið hættulega magur og ekki með neina virkni í meltingarvegi. Dýraverndunarsinnar höfðu reynt að fá hvalinn, sem var um sjötíu kílómetra norður af París, til að gæða sér á fiski frá því á föstudag án árangurs. Fram kemur í frétt CNN að vísindamenn haft miklar áhyggjur af þyngdartapi mjaldursins og svæft hann skömmu síðar. Að sögn Florence Ollivet-Courtois, dýralæknis hjá slökkviliðinu í Essonne, sáu dýralæknar að heilsu mjaldursins hafi hrakað á meðan ferðalaginu stóð og hann meðal annars átt erfitt með öndun. „Dýrið var greinilega að þjást og við ákváðum að það væri tilgangslaust að sleppa því aftur svo við þurftum að svæfa það.“ Le béluga a été sorti de l eau après de longues heures de préparation et d efforts. Bravo aux équipes impliquées d avoir relevé ce défi.Les premiers examens médicaux ont été faits, les résultats seront bientôt connus. Le béluga va maintenant prendre la route vers Ouistreham. pic.twitter.com/Vc8aBMKf6r— Sea Shepherd France (@SeaShepherdFran) August 10, 2022 Sea Sheperd France greindi áður frá því að um væri að ræða karldýr með enga þekkta smitsjúkdóma og að dýralæknar ætluðu að reyna að koma meltingu dýrsins í samt horf. Til stóð að flytja 800 kílóa dýrið um 160 kílómetra með kælitrukki að strönd hafnarbæjarins Ouistreham í norðausturhluta Frakklands. Yfirvöld ætluðu að hafa fjögurra metra langan mjaldurinn í saltvatnstanki í tvo til þrjá daga og á sama tíma og náið yrði fylgst með heilsu hans og honum veitt læknismeðferð. Að því loknu átti að draga mjaldurinn aftur út á sjó. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fregnir bárust af því að mjaldurinn hafi verið svæfður.
Frakkland Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28